Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.02.2014, Blaðsíða 19

Fréttatíminn - 21.02.2014, Blaðsíða 19
KAKA ÁRSINS 2014 Karamellusúkkulaðiterta með anís og rauðum Ópal ER KOMIN Í BAKARÍ UM ALLT LAND Sigurjónsson í Digraneskirkju er minn prestur, hann á mótorhjól og er sterkasti prestur í heimi. Ég upp- lifi hann sem andlegan leiðtoga, ekki af því að hann er prestur heldur af því að hann var alltaf svo jákvæður og kröftugur. Ef hann væri bara venjulegur prestur myndi ég kannski ekki leggja svona mikið upp úr þessu. Hann er til dæmis eini presturinn sem ég veit um sem neitaði að gifta fólk því hann hafði ekki trú á sambandinu. En við Kalli komumst að niður- stöðu á endanum. Hann er alinn upp af sósíalískum femínístum en foreldrar mínir og afi voru fram- sóknarfólk og sem unglingur var ég skráð í Framsóknarflokkinn þó ég sé óflokksbundin í dag. Ég vann hjá Búnaðarsambandinu og var í sveit flest sumur, átti hesta og gekk um í lopapeysu og drullugum bomsum á meðan Kalli sat í bænum og talaði við foreldra sína um pólitík við eldhúsborðið.“ Kalli minnir þó á að hann tali oft um pólitík við pabba Tobbu. „Hann spyr mig alltaf annað slagi hvað sé að frétta úr borginni, svona eins og hann búi í sveit,“ seg- ir Kalli um Kópavogsbúann Marínó en Kalli hefur síðustu fjögur ár starfað sem borgarfulltrúi Besta flokksins. Tobba sættist á að það hafi verið rætt um pólitík á þeirra heimili en hún hafi ekki tengst flokkum heldur baráttu móður hennar við yfirvaldið. „Öll systkini mín hafa á einhverjum tímapunkti átt við alvarleg veikindi að stríða. Mamma hefur átt í pólitískri bar- áttu við heilbrigðisyfirvöld og hún er sérfræðingur í að koma börnun- um sínum í réttar hendur. Líklega er sami baráttuhugurinn hjá báðum fjölskyldum en baráttan hefur átt sér stað á ólíkum vígstöðvum.“ Skrýtið að starfa í pólitík Kalli er í 16. sæti á lista Bjartrar framtíðar fyrir komandi borgar- stjórnarkosningar og verður því ekki lengur í framlínunni. „Ég er virkilega ánægður með fólkið sem tekur við keflinu. Þarna er fólk úr Besta flokknum, einhverjir nýir og fólk sem var áður neðar á lista tekur sæti ofar. Ég er í rauninni að fara öfuga leið, er búinn að vera í framlínunni en fer síðan í bak- landið. Ég hef enn mikinn áhuga á starfinu og málaflokkunum en mig langar að vera í annarri dagvinnu. Þessi fjögur ár voru hæfileg fyrir mig. Svo eru aðrir, eins og Björn Blöndal, sem blómstrar í þessu. Hann kann þetta, hefur gríðarlegan áhuga og hefur síðustu fjögur árin sett sig inn í öll mál með borgar- stjóranum,“ segir Kalli en Björn er aðstoðarmaður borgarstjóra. „Ég get enn afsakað mig með því að segja að Jón Gnarr hafi platað mig í framboð og sagt að ég þyrfti ekki að gera neitt, og að þetta yrði ágætt flipp. Ef ég byði mig fram aftur hefði ég enga afsökun,“ segir Kalli á léttu nótunum en er þess þó fullviss að hann langar ekki að Alinn upp af sósíalískum femínistum „Í raun er mjög fyndið hvað við erum ólík og við getum rifist eins og hundur og köttur,“ segir Tobba hreinskilnislega. „Hann er til dæmis algjör heiðingi – óskírður og ófermdur – og nú þegar við erum að eignast saman barn mæta okkur ýmsar áskoranir, til að mynda þurf- um við að komast að niðurstöðu um hvort það eigi að skíra barnið. Kalla finnst ekki sjálfsagt að barnið sé skírt af presti í kirkju og þó ég sé ekki mjög trúuð þá ólst ég upp við að presturinn í mínu lífi var hálfgerð stórstjarna. Séra Gunnar Tobba Marínós og Karl Sigurðs- son leggja mikið upp úr því að rækta sambandið og segja að smá- atriðin skipti miklu, til dæmis að reyna að taka hvort öðru fagnandi í hvert skipti sem þau hittast í lok vinnudags. Ljósmynd/Hari Framhald á næstu opnu viðtal 19 Helgin 21.-23. febrúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.