Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.02.2014, Síða 23

Fréttatíminn - 21.02.2014, Síða 23
Fyrir eftirlætis manneskjuna í þínu lífi H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 1 2- 02 46 Glæný og ljúffeng konudagsostakaka bíður þín í næstu verslun Myndasögur Jónas segir að nýir flokkar séu alltaf að bætast við og nefnir sérstaklega myndasögur, vínýl-plötur, hljómflutnings- tæki og filmumyndavélar. „Teiknimyndabækur, Svalur og Valur og þetta allt eru mjög vinsælar. Ég lenti á konu sem var að fara að fleygja þessu fyrir jól og hún fékk fleiri þús- undir fyrir bunkann. Ég hef ekki undan að skaffa þetta. Ég nennti ekki að bera plöturnar út úr búslóðunum en nú er þetta eftirsóttast.“ Sverðfiskasverð Jónas hefur rekist á nokkuð af sverðum í íslenskum dánarbú- um þar á meðal þetta. „Þetta sverð er frá Chile og er gert úr tönnum sverðfiska sem synda við strendur Suður- Ameríku. Þessir sverðfiskar eru hraðskreiðustu fiskar í heimi og synda á allt að 120 kílómetra hraða.“ Skjaldbökuskel Jónas rak upp stór augu þegar hann fann þessa skjaldbökuskel frá Brasilíu í dánarbúi. Vélmenni Þetta vélmenni frá 1960 gengur og blikkar ljósum og vekur mikla athygli búðargesta. Herskyrtan úr Kóreustríð- inu „Ég fann tvær svona skyrtur í dánarbúi fyrir 20 árum. Önnur fór upp á Árbæjar- safn og hin er hér í búðinni en ég tími ekki að selja hana og er með hana hér bara til þess að skemmta fólki. Þetta er skyrta af eina Íslendingnum sem barðist í Kóreustríðinu, svo vitað sé. Hún er merkt Ray Björnsson en hann hét að vísu Reynir Björnsson.“ 300 ára bjórflaska „Þessi bjórflaska fannst í skútu sem sökk í Ísafjarðardjúpi. Hún er í það minnsta 300 ára en það sést á því að hún er það sem kallað er þriggja laga flaska. Í þá daga var ekki hægt að steypa flöskur í heilu. Glasið var steypt og svo hvor hliðin uppi. Flaskan fannst fyrir nokkrum árum, svona 300 ára gömul samkvæmt því hvenær flöskur urðu svo heilar.“ viðtal 23 Helgin 21.-23. febrúar 2014

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.