Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.02.2014, Side 26

Fréttatíminn - 21.02.2014, Side 26
26 úttekt Helgin 21.-23. febrúar 2014 PI PA R \ TB W A • S ÍA • 1 40 51 7 25% afsláttur af öllum snyrtivörum 20.–23. febrúar Lyf & heilsa fagnar ykkur á konudaginn með 25% afslætti á snyrtivörum alla helgina. www.lyfogheilsa.is Glæsilegu konur! Guðmundur Reynir KR-ingnum knáa Guð- mundi Reyni Gunnars- syni er margt til lista lagt. Hann leikur með Íslandsmeisturum KR í knattspyrnu, útskrifaðist í febrúar með meðal- einkunina 9,55, hæstu einkunn sem gefin hefur verið í hagfræðideild Háskóla Íslands. Hann var fimmtán ára gamall þegar hann lauk sjöunda stigi í klassískum píanó- leik og sendi frá sér sóló- plötu 2010. Fótboltafólk í syngjandi sókn Gréta Mjöll Samúelsdóttir gerði mikla lukku í Söngvakeppninni þar sem hún flutti lagið Eftir eitt lag. Söngkonan á glæstan knattspyrnuferil að baki og fyllir þannig vaskan flokk íslenskra söngvara sem hafa einnig sýnt mikla fótafimi á sparkvellinum. Hinir fornfrægu kappar Hemmi Gunn og Rúni Júl voru ákveðnir brautryðjendur í söngdeild knattspyrnufólks en enginn skortur er á ungum stjörnum sem hitta í mark á báðum þessum sviðum. Greta Mjöll Samúelsdóttir Greta Mjöll lagði takkaskóna á hilluna í fyrra eftir glæstan feril og kvaddi sportið á Fa- cebook með þessum orðum: „ Ég hef ákveðið að nú sé fótboltaferli mínum lokið. Fótboltanum hef ég mikið að þakka og hann hefur gefið mér óskaplega margt. Óteljandi dásamlegar minningar, ferðalög útum allan heim, menntun sem mun alltaf nýtast mér, heilmikinn lærdóm á lífið og svo auðvitað besta af öllu, vini fyrir lífstíð.“ Greta Mjöll spilaði alla sína tíð með Breiðabliki og lét til sín taka í 129 leikjum í grænu treyjunni og skoraði 70 mörk. Þá á hún að baki 28 landsleiki þar sem hún skoraði þrjú mörk. Greta Mjöll myndar dúettinn SamSam ásamt systur sinni, Hófí sem einnig hefur einnig getið sér gott orð í bolt- anum. Greta Mjöll söng á sínum tíma lagið Ó María í Söng- keppni framhaldsskólanna og hafnaði í öðru sæti. Greta Mjöll keppti í Söngvakeppninni og komst áfram í úr- slit með lagið Eftir eitt lag eftir Ástu Björgu Björgvinsdóttur og Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. „Greta er með mjög fallega og sérstaka rödd sem við heyrðum einhvern veginn alltaf á meðan við vorum að semja lagið,“ sagði Bergrún í samtali við Fréttatímann fyrir keppnina. Ingó veðurguð Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, lék með Selfossi við góðar orð- stír en er kominn til Hamars í Hveragerði. Hann er þó sjálfsagt þekktari sem söngv- ari en knattspyrnu- maður enda hefur hann verið ein skær- asta poppstjarna lands- ins á síðustu árum. Allt frá því hann sló í gegn með laginu Bahama sum- arið 2008.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.