Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.02.2014, Síða 27

Fréttatíminn - 21.02.2014, Síða 27
úttekt 27 Helgin 21.-23. febrúar 2014 Rósamúffa með súkkulaði Sætabolla með passion-rjóma og kókos Bailey’ s terta Holtagarðar & Smáralind & Kringlan & Garðabær & Hringbraut Verið hjartanlega velkomin. Konudagur að hætti Jóa Fel Fullt af kökum og kruðeríi til að gleðja elskuna sína. Steinbökuð morgunverðarbrauðKaka ársins Pekanpæ Rósaterta Sörur Broskallar Jón Jónsson Hafnfirðingurinn Jón Ragnar Jóns- son hefur spilað knattspyrnu með hinu vaska FH-liði en hefur þó mun meira látið á sér bera í tónlist- inni þar sem hann er í stórsókn. Hann hefur farið hamförum á íslenskum vinsældalistum með lögum sínum og landaði samningi við Epic Records eftir að hafa heillað L.A. Reid sem þar ræður ríkjum. Jón hefur tekið velgengninni með sinni stóísku ró og á örugglega eftir að fljúga hátt með byrinn frá Reid undir báðum vængjum. Hemmi Gunn Hermann Gunnarsson var öfl- ugur bæði í hand- og fótbolta. Mikil hetja í liði Vals og öfl- ugur landsliðsmaður. Hann og Rúni Júl náðu saman, bæði í boltanum og tónlistinni, eða eins og Hemmi orðaði það: „Við Rúnar vorum andstæð- ingar inni á vellinum en sam- herjar á skemmtistöðum.“ Þessir boltakappar sungu meðal annars saman inn á barnaplötur en Hemmi kom víða við í tónlistinni, var í Sum- argleðinni og þeir eru ófáir sígildu slagararnir sem hann söng á sinn einstaka hátt. Rúni Júl Rúnar Júlíusson, sjálfur herra Rokk, gekk til liðs við Hljóma átján ára gamall. Sveitin varð sú langvinsælasta á landinu á bítlatímanum og Rúni fór hamförum á sviðinu. Þegar tónlsitarferill hans hófst var knattspyrnuferill hans í blóma. Hann spilaði með Keflavíkurliðinu og var í fyrsta Íslands- meistaraliði Keflavíkur árið 1964 þá aðeins 19 ára gamall. Hann skor- aði jöfnunarmarkið fyrir Keflavík gegn KR í loka- leiknum fyrir framan 5000 áhorfendur í Njarðvík og tryggði liðinu Íslands- meistaratitilinn með því marki. Þá lék hann með lands- liðinu og var óumdeildur mestur töffari á Íslandi, í vinsælustu hljómsveitinni, kvæntur Maríu Baldurs- dóttur, fegurðardrottn- ingu Íslands – og í lands- liðinu. Ferill Rúnars í tónlist- inni var enn glæsilegri. Hann var í Hljómum þar til hann stofnaði Trúbrot og var síðar í Lónlí blú bojs. Hann stofnaði Áhöfn- ina á Halastjörnunni með Gylfa Ægissyni 1980 og GCD ásamt Bubba Mort- hens 1991.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.