Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.02.2014, Side 36

Fréttatíminn - 21.02.2014, Side 36
tekk company og habitat kauptún 3 sími 564 4400 vefverslun á www.tekk.is WILBO frá Habitat 3ja sæta sófi 195.000 kr. 2ja sæta sófi 175.000 kr. Stóll 119.000 kr. Í síðustu viku byrjaði ég að drepa á þau miklu áhrif sem uppgötvun Louis Pasteur hafði á menningu okkar — þegar hann sýndi fram á hvað gerlar gerðu við mat; hvernig þeir létu kjöt úldna, vatn fúlna, ávöxt rotna og köku mygla; en þó fyrst og fremst hvernig þeir sýrðu mjólk (og hvernig hægt var að koma í veg fyrir að hún súrnaði með geril- sneyðingu); hvernig gerlar breyttu sætunni í vínberjasafanum eða bygg- og humlasúpunni í áfengi ; hvernig gerlarnir létu brauð hef- ast; lyftu deiginu og gerðu brauðið létt og mjúkt þegar það kom úr ofninum. Áður en Pasteur gat útskýrt hvers vegna þetta gerðist hafði maðurinn í þúsundir ára bakað brauð og bruggað vín, náð að geyma mat og gerilsneyða mjólk — án þess að þekkja andstæðing- inn. Og í raun er þessi glíma við gerlana — og meira að segja nýt- ing þeirra; eins og í brauðbakstri og víngerð — undirstaða matar- menningar okkar. Matarmenning aldanna er einskonar málamiðlun mannsins við gerlana; stundum vopnahlé; stundum jöfn skipti herfangsins. Hinn ósýnilegi veislugestur Það er þetta sambland af nýtingu gerlanna til að bæta matinn og vörnum gegn því að þeir eyðileggi hann sem hefur gefið okkur jafn ólíkan mat og salami-pylsu og gouda-ost, brauðhleif og rauðvín, jógúrt og kæsta skötu. Í öllum þessum tilfellum snýst meðhöndl- un hráefnisins um að stjórna því hvernig gerlarnir ráðast á matinn; stýra því hvernig þeir umbreyta honum — að sumu leyti með því að loka yfirborði matarins með salti eða kaffæra hann í pækli; eða að einangra hann frá súrefni og öðrum gerlum eða bakteríum með  Sagan af þvÍ hvernig maturinn okkar breyttiSt – annar hluti Vort daglega brauð Það má rekja sögu okkar frá hefðbundinni matargerð eftir brauðmolum síðustu einnar og hálfar aldar; hvernig súr- deigsbakstur leggst af þegar galdurinn á bak við hefun brauðs var afhjúpaður og þar til að venjuleg hefðbundin brauð eru orðin að eins- konar fágæti hinna efnuðu og menntuðu á meðan megin- þorri fólks borðar óunnin ný- brauð. Og verður bumbult af. öðrum aðferðum; öðrum bakterí- um en eru þegar í hráefninu sjálfu. Þetta á við um salami, kæsta skötu og flesta osta; með því að loka yfir- borðinu á hráefninu og vernda það fyrir árásum utanaðkomandi bakt- ería fá aðeins þær bakteríur og þeir gerlar sem fyrir eru í matnum að vinna á sætindum og öðru því sem þessum litlu verum þykir gott að borða; og smátt og smátt umbreyt- ist maturinn; hann skemmist ekki (alla vega ekki í þeim skilningi að það sé okkur hættulegur til neyslu) en hann er ekki samur; það er af honum annar keimur, annað bragð og önnur áferð. Bakteríurnar og gerlarnir hafa umbreytt salami- pylsunni, ostinum eða skötunni ekki á svo ólíkan hátt og gerlar um- breyta víni eða brauði. Vægi þessara gömlu geymsluað- ferða stórminnkaði eftir Pasteur hafði leyst gátuna um gerlana. Eftir það varð vinnsla matvæla ekki var- færnisleg vernd gamalla vinnsluað- ferða heldur miklu einfaldari leit (og ákafari) að tiltekinni lausn: Hvernig getum við komið í veg fyrir að gerlarnir og bakteríurnar spilli matnum? Og um leið og Pas- teur hafði gerilsneytt mjólk; drepið meira en helming af um 200 mis- munandi gerlum sem búa í ógeril- sneyddri kúamjólk; með því að hita hana snöggt upp fyrir 70 gráður og kæla niður aftur; þá lengdi hann geymsluþol mjólkur úr um tveimur dögum við góðar aðstæður í kannski tíu daga. Þetta eitt breytti náttúrlega öllu um mögulega búsetu manna; borgarskipulag; verkaskiptingu í samfélaginu — og að sjálfsögðu öllu sem tengist matnum sem við borðum. Og þar með líka sterkustu tengslum okkar við náttúrna sem við tilheyrum og lífríkið sem við erum sprottin af; í gegnum lyktar- og bragðskyn, munn og meltingarfæri. Vega- og slóðakerfi matvæla- dreifingar Ef við stöldrum aðeins við borgirn- ar; þá var George-Eugéne Hausem- ann einmitt að endurskipuleggja París um svipað leyti og Pasteur gerilsneyddi mjólk í fyrsta skipti. Markmið Hausemann var að hluta til að uppfylla kröfur Napóleons III um að hersveitir gætu á skömmum tíma riðið inn að borgarmiðju og kæft óeirðir. Hann ætlaði ekki að fá yfir sig neinar byltingar eða kommúnur; hann leit á ógöngur fyrirrennara sinna að hluta til sem afleiðingar verkfræðilegri van- rækslu. En þrátt fyrir róttækar umbylt- ingar Hausemann á borgarskipu- lagi Parísar raskaði hann ekki ævagömlum flutningsleiðum matar inn í borgina; þær lágu áfram eftir götum sem hlykkjuðust úr sveit- unum í kring og allt inn að miðju borgarinnar; að mörkuðunum við Les Halles — og reyndar mörgum minni mörkuðum út í hverfunum. Þetta vegakerfi mótaðist áður en Pasteur og eftirmönnum hans tókst að lengja geymslutíma matar og þetta kerfi miðaðist því við að koma ferskum mat til borgarbúa á hverjum degi; eggið sem hænan verpti að morgni og mjólkin sem kýrin gaf við morgunmjaltir; þetta var komið á markað upp úr hádegi; og sláturdýr voru rekin á fæti að borgarmiðju og slátrað þar eftir þörfum markaðarins hverju sinni. Við Les Halles var stórfelld slátrun í gangi allan ársins hring; jafnvel á föstunni; enda höfðu Frakkar þegar þarna var komið að mestu kastað trúnni á Krist og losað sig við óttann um refsingar eftir dauðann. En þegar uppgötvun Pasteur hafði umbreytt matvælavinnslunni úreltist þetta gamla dreifikerfi. Það var orðið að tímaskekkju í nýrri veröld þekkingar og tækni — alveg á sama hátt og gömlu vinnsluað- ferðirnar. Nú er stórmarkaður þar sem Les Halles var; en líka tískubúðir, plötubúðir, raftækjaverslanir, sportvörubúðir o.s.frv. — sem sagt týpísk Kringla. Í stórmarkaðnum er vissulega til ostur og salami en megnið af matnum er gerilsneydd- ur, kældur, frystur, niðursoðinn eða verndaður fyrir árás gerla og baketría með öðrum aðferðum en þekktust þegar Pasteur gerði sínar uppgötvanir. Matvælum er dreift til íbúa Parísar í gegnum nýtt net; risavöruhús eru langt utan borgarmiðju; flutningsleiðir eru miklu lengri, maturinn kemur til borgarinnar alls staðar að úr heiminum; geymsluþol hans er miklu meira; og sá tími sem líður frá því að hænan verpir egginu og þar til neytandinn borðar mat sem er búinn til úr egginu eru marg- falt lengri en sá tími sem leið frá því að hæna verpti eggi í útjarðri Parísar árið 1862 og þar til einhver Parísarbúinn át eggið stuttu síðar. Uppgötvun Pasteur hefur því í raun umbreytt matvælaframleiðslu, -dreifingu, -sölu og neyslu matar. Það liðu rétt um 109 ár frá því að Pasteur gerilsneyddi mjólk í fyrsta sinn og þar til markaðurinn við Les Halles lokaði; afi minn var 3 ára þegar Pasteur gerilsneyddi mjólk- ina 1862. Ég var 10 ára þegar Les Halles lokaði. Lengri tíma tók það ekki að umbreyta matnum okkar. Maturinn heldur áfram að breytast Við sumar göturnar sem liggja út í sveitirnar frá Les Halles má enn sjá merki gamalla matarflutn- inga inn í borgina; til dæmis Rue Montorgueil. Rue Montorgueil er mikil gurmet-gata með fjölmörgum veitingastöðum og sérverslunum Það er þetta sambland af nýtingu gerlanna til að bæta matinn og vörnum gegn því að þeir eyðileggi hann sem hefur gefið okkur jafn ólíkan mat og salami-pylsu og gouda-ost, brauðhleif og rauðvín, jógúrt og kæsta skötu. …eggið sem hænan verpti að morgni og mjólkin sem kýrin gaf við morgun- mjaltir; þetta var komið á markað upp úr hádegi… 36 samtíminn Helgin 21.-23. febrúar 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.