Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.02.2014, Page 40

Fréttatíminn - 21.02.2014, Page 40
40 skíðalæti Helgin 21.-23. febrúar 2014  skíðaþjálfun börnin byrji ung HÁGÆÐA ULLARFATNAÐUR Á GÓÐU VERÐI 100% MERINO ULL HÚN Ullarbolur st. S-XXL 3.999 Ullarleggings st. S-XXL 4.999 HANN Ullarbolur st. S-XXL 4.999 Ullarleggings st. S-XXL 5.999 þ að er best að skíða í miklu frosti og birtu. Þá er snjór-inn stífur og grefst ekki og færið er miklu betra en annars,“ segir Sigurður Sveinn Nikulás- son, sölustjóri hjá Öskju og þjálfari hjá skíðadeild Breiðabliks. Sjálfur byrjaði hann að æfa skíðaíþróttina aðeins fimm ára gamall og segir best að börn byrji ung. „Það er mælt með því að börn byrji að æfa fimm ára gömul en algengast er að þau byrji á aldrinum fimm til tólf ára og yfirleitt ekki eftir það.“ Sig- urður æfði skíðaíþróttina til 19 ára aldurs og hefur þjálfað í 19 ár. Þegar Sigurður er að þjálfa skíðar hann ekki en eftir æfingar notar hann það sem eftir er dags- ins til að leika sér og skíða með fjölskyldunni. Börnin hans tvö, níu og þrettán ára, byrjuðu bæði að æfa skíði aðeins þriggja ára gömul og fara á skíði um það bil hundrað daga á ári. Hann mælir með því að þegar börn fara með foreldrum sínum á skíðasvæði í fyrsta sinn fái þau kennslu hjá skíðakennara. „Ef foreldrarnir kunna ekki grunn- inn kenna þeir börnum sínum oft einhverja vitleysu sem erfitt er að vinda ofan af. Í Bláfjöllum er boðið upp á kennslu fyrir byrjendur sem ég hvet fólk til að nýta sér.“ Fyrir þá sem eru þessa dagana að dusta rykið af skíðunum og að fara í fyrsta sinn í langan tíma á skíði mælir Sigurður með því að fólk hafi stíganda og skynsemi að leiðarljósi. „Fólk verður að meta þetta sjálft en það borgar sig að fara ekki strax í brattar brekkur, heldur að byrja í flatri barna- brekku.“ Alltaf eru æfingar hjá skíðadeild Breiðabliks þegar opið er í Blá- fjöllum og fara börnin þá á æfingar eftir skóla á virkum dögum og um helgar. „Oft er opið tíu daga í röð og þá æfum við alla dagana. Svo lokar kannski í þrjá daga vegna veðurs og þá hlöðum við batt- eríin.“ Börn sem byrja að æfa hjá skíðadeild Breiðabliks þurfa ekki að hafa neina kunnáttu fyrir. „Þau sem vilja prófa að æfa eina helgi geta leigt sér skíði en annars er nauðsynlegt að eiga skíði þegar æft er að staðaldri.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Sigurður Sveinn Nikulásson er þjálfari hjá skíðadeild Breiðabliks og byrjaði að æfa skíðaíþróttina aðeins fimm ára gamall. Þegar þjálfun er lokið um helgar nýtir hann tímann í Bláfjöllum og skíðar með fjölskyldunni. Best að skíða í miklu frosti og birtu Sigurður að þjálfa börn á skíðaæf- ingu. Hjá skíðadeild Breiðabliks eru alltaf æfingar þegar opið er í Bláfjöllum. Sigurður Sveinn Nikulásson, skíðaþjálf- ari hjá skíðadeild Breiðabliks, mælir með því að börn sem eru að fara á skíði í fyrsta sinn fái kennslu hjá skíðakenn- ara. Engin afsökun að eiga ekki skíði Hægt er að leigja skíðabúnað hjá leigum á skíðasvæðum vítt og breitt um landið svo það að eiga ekki skíði ætti ekki að vera hindrun. Í Reykjavík er einnig hægt að leigja skíðabúnað hjá Ferða- og útivistarversluninni Everest. Þegar búnaður er leigður í einn dag er hægt að sækja hann að morgni skíðadags en ef fólk vill nýta allan daginn á skíðum er hægt að sækja búnaðinn seinni partinn daginn áður og skila snemma þar næsta dag. Á Akureyri eru skíði leigð út í Hlíðarfjalli og hjá Skíðaþjónustunni við Fjölnisgötu en þar er opið alla daga vikunnar. Bæði hjá Everest og Skíðaþjónustunni lækkar verðið fyrir hvern dag ef leigt er í meira en einn dag. Í skála Gönguskíðafélagsins Ullur í Bláfjöllum er hægt að leigja göngu- skíðabúnað og er opið um helgar frá klukkan 10 til 17 þegar skíðasvæðið er opið. Ef foreldrarnir kunna ekki grunn- inn kenna þeir börnum sínum oft einhverja vit- leysu sem erfitt er að vinda ofan af. Í Bláfjöllum er boðið upp á kennslu fyrir byrj- endur sem ég hvet fólk til að nýta sér.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.