Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.02.2014, Page 58

Fréttatíminn - 21.02.2014, Page 58
Stefán Karl Stefánsson skýtur upp kollinum í ýmsum gervum í söngleiknum Spamalot.  Þjóðleikhúsið Frumsýnir spamalot Veisla fyrir Monty Python-aðdáendur Söngleikurinn Spamalot er byggður á kvikmyndinni Monty Python and the Holy Grail. Spamalot hefur notið mikilla vinsælda á Broad- way, West End og víðar. Þjóðleikhúsið frumsýnir söngleikinn á föstudagskvöld í íslenskri þýðingu Braga Valdimars Skúlasonar og leikstjórn Hilmis Snæs Guðnasonar. Persónugallerí sýningarinnar er fjölskrúðugt og Stefán Karl Stefánsson lætur sig ekki muna um að bregða sér í átta kvikinda líki í sýningunni. e ric Idle vann söngleik-inn Spamalot upp úr kvikmyndinni Monty Python and the Holy Grail en myndina gerði hann ásamt félögum sínum í Monty Python-hópnum 1975. Spamalot hefur notið mikilla vinsælda á Broadway, West End og víðar um lönd. Þá hefur sýningin hlotið Tony verðlaunin og Drama Desk verðlaunin sem besti söngleikur ársins 2005. Monty Python and the Holy Grail hverfðist um leit Arthúrs konungs og riddara hringborðs- ins að hinu helga grali. Í Spamalot rennur sagnaheimur miðaldanna saman við veröld Broadwaysöng- leikjanna þar sem riddarar bresta í söng og beljur fljúga. Ýmsir furðufuglar verða á vegi riddaranna á ferðalaginu og þar koma leikararnir Eggert Þorleifs- son og Stefán Karl Stefánsson mikið við sögu. „Við leikum kar- aktera sem verða á vegi riddar- anna og reyna að villa um fyrir Aukasýning á óperu Aukasýningu hefur verið bætt við á Ragnheiði, nýja óperu eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson. Ragnheiður verður frumsýnd í Eldborg þann 1. mars næstkomandi. Hátt í fjögur þúsund miðar eru þegar seldir á óperuna. Aukasýningin verður laugar- daginn 22. mars. Fyrri sýningarnar eru 1., 8., og 15. mars. Miðasala fer fram á Harpa.is. Alls taka hátt í eitt hundrað listamenn þátt í uppfærslunni undir leikstjórn Stefáns Baldurssonar og skartar sýningin mörgum af okkar fremstu söngvurum í aðalhlutverkum. Þóra Einarsdóttir syngur titilhlutverkið, hlutverk Ragnheiðar Brynjólfsdóttir og Viðar Gunnarsson syngur hlutverk Skálholtsbiskups, föður hennar. Hinn ungi tenór Elmar Gilbertsson syngur hlutverk Daða Halldórssonar. Rammahús frá BYKO til sölu, stærð 41,1 fm2. Til sýnis við BYKO Breidd, Skemmuvegi 2. Upplýsingar í timbursölu BYKO og á fagsolusvid@byko.is w w w .e xp o. is / E XP O au gl ýs in ga st of a SÝNINGARHÚS TIL SÖLU 58 menning Helgin 21.-23. febrúar 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.