Fréttatíminn - 28.02.2014, Qupperneq 8
7.190
Skráð
atvinnuleySi
í janúar 2014
Vinnumála
stofnun.
atvinnulauSir
í janúar 2014
Vinnumála
stofnun
í TÖLUM
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790
bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sp
ör
e
hf
.
Komdu á útivistarkynningu
mánudaginn, 3. mars kl. 20.00
hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð.
Allir hjartanlega velkomnir!
Gönguferðir · Hjólaferðir
· Hjólað um perlur Tíról
· Trítlað við Zell am See
· Trítlað í fjallasölum Alpanna
· Gönguferð umhverfis Mont Blanc
· Þriggja landa Alpaganga
· Þjóðgarðar Klettafjallanna
· Trítlað í Sölden
Niðurföll og ofnar
í baðherbergið EVIDRAIN
Mikið úrval
– margar stærðir
COMPACT VERA 30cm
8.790,-
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Reykjavík
Reykjanesbæ
PROLINE 60 cm
23.990,-
VITA handklæðaofn
50x80 cm kúptur, króm
14.290
Kynbundinn munur á heildar-
launum hjá Kópavogsbæ er 3,25%
körlum í vil, samkvæmt viðamikilli
rannsókna sem gerð hefur verið
fyrir bæinn. Enginn kynbundinn
launamunur er á dagvinnulaunum.
Dregið hefur úr kynbundnum
launamun hjá bænum frá árinu
2003 en þá var hann 4,7%, að því er
fram kemur í tilkynningu Kópa-
vogsbæjar.
„Sé tekið mið af stærstu sveitar-
félögum landsins,“ segir enn
fremur, „er Kópavogsbær með
minnstan kynbundinn launamun.
Munurinn er til dæmis 5,8% í
KópavogUr FasTráðnir sTarFsMenn
Dregið hefur úr kynbundnum launamun
Reykjavík, 6,1% í Hafnarfirði og 3,9% á
Akureyri. Í útreikningum Kópavogsbæjar
var ekki mögulegt að taka tillit til mennt-
unar og starfsaldurs, líkt og iðulega er
gert í rannsóknum sem þessum. Miklar
líkur eru á því að óútskýrður launamunur
kynjanna hjá bænum mældist enn minni ef
þær breytur væru teknar með.“
Könnunin náði til allra fastráðinna
starfsmanna bæjarins sem voru í að
minnsta kosti 40% stöðugildi. Alls voru
það 1.752 starfsmenn eða 80% allra þeirra
sem starfa hjá bænum. Bæjarstjórn, bæjar-
stjóri, nefndafólk og tímavinnufólk var þó
undanskilið. -jh kynbundinn munur á heildarlaunum hjá kópavogsbæ er 3,25% körlum í vil.
v erkefnið „Gefum tæki-færi“ auðveldar ráðning-arferli atvinnulausra og
sýnir samfélagsábyrgð. Hildur
Friðriksdóttir, félagsfræðingur
hjá ráðgjafafyrirtækinu ProAc-
tive, segir verkefni þeirra tengd
samfélagsábyrgð hafa leitt þau
til Festu-miðstöðvar um sam-
félagsábyrgð.
„Upphaflegt markmið ProAc-
tive var, og er enn, að aðstoða
vinnustaði með forvarnir til að
minnka líkur á langri fjarveru
vegna veikinda. Í tölum frá
Evrópu kemur fram að streita og
fjölskylduaðstæður eru helstu
orsakir fjarvista fólks þannig að
okkur finnst brýnt að vinnustað-
ir taki meðal annars á þessum
málefnum. Það er hægt að spara
ótrúlega upphæðir í fyrirtækjum
og innan heilbrigðiskerfisins
bara með því að
taka markvisst og af þekk-
ingu á fjarvistarmálum og veik-
indafjarveru. Við lítum á þetta
sem samfélagslegt verkefni og
höfðum því samband við Festu-
miðstöð um samfélagsábyrgð.
Þá kom í ljós að Vinnumálastofn-
un hafði líka verið í sambandi
við þau vegna hugmynda um að
taka fólk af atvinnuleysisbótum
í samstarfi við fyrirtæki innan
vébanda Festu. Það er vel þekkt
erlendis að stór fyrirtæki hafi
opin pláss fyrir atvinnulaust fólk
til reynslu.“
Fyrirtækin ISS, Ölgerðin og
Mjöll Frigg eru meðal þeirra
sem hafa ákveðið að sýna sam-
félagslega ábyrgð með því að
ráða til sín starfsfólk og fá þau
styrk frá Vinnumálastofnun á
meðan reynslutíma stendur.
Fyrirtækin þurfa fyrst að fá
samþykki frá Vinnumálastofnun
og gera svo í framhaldinu sam-
starfssamning. „Við hjá ProAc-
tive förum inn í fyrirtækin,
skoðum vinnuaðstæður og
hvaða störf eru í boði. Vinnu-
málastofnun útvegar fólk sem
hentar í störfin og við tökum við-
töl við það. Starfsmaðurinn fær
síðan stuðning frá starfsmanni
og okkur á meðan reynslutíma
stendur,“ segir Hildur. Mark-
mið verkefnisins er að ráða fólk
til reynslu með það fyrir augum
að til langvarandi ráðningar
komi. Hildur segir það skipta
mjög miklu máli að finna rétta
fólkið ef ráðningin á að takast
vel. „Í þessu verkefni nýtum við
okkur kerfi sem er mikið notað
á Norðurlöndunum en það er
„starfsvinur“. Þetta er félags-
legur vinur á vinnustað sem
hægt er að leita til með hver-
skyns efasemdir. Fólk sem hefur
verið lengi frá vinnu er oft með
lítið sjálfstraust og finnst það
stundum geta minna en það
raunverulega getur. Þetta virkar
mjög vel og fólk nær miklu fyrr
öryggi í starfi, sem eykur líkur á
langtímaráðningu."
Nú eru sex starfsmenn í vinnu
hjá fyrirtækjunum þremur og
vonast er til að fleiri fyrirtæki
sýni verkefninu áhuga. „Starfs-
maðurinn okkar hefur reynst
frábærlega og var mjög fljótur
að komast inn í þau störf sem
ætlast var til. Við myndum
hiklaust ráðleggja öðrum að fara
þessa leið,“ segir Richard Krist-
insson, framkvæmdastjóri hjá
Mjöll Frigg. Ölgerðin hefur ekki
áður tekið þátt í verkefnum með
Vinnumálastofnun en stjórn-
endur hjá Mjöll Frigg og ISS
segja reynsluna vera betri nú en
áður. „Utanumhald, leiðsögn og
eftirfylgni er mun betri en áður
þegar við tókum þátt í svipuðum
verkefnum,“ segir Hólmfríður G.
Einarsdóttir, gæðastjóri ISS. Og
Richard bætir við að stuðningur-
inn við stjórnendur geri ráðn-
ingarferilinn mun auðveldari og
aukinn skilningur sé hjá öðru
starfsfólki gagnvart nýja starfs-
manninum.
Í byrjun var lögð áhersla á
að finna störf sem krefjast ekki
mikillar sérhæfingar en fram-
undan verður einnig horft til
fólks með sérfræðimenntun.
„Fólk á það til að hugsa um
atvinnulausa sem ófaglært fólk
og útlendinga en það er alls-
konar fólk atvinnulaust, fólk
með sérfræðiþekkingu og mikla
menntun líka,“ segir Hildur.
Vinnumálastofnun hefur
um langt skeið haldið utan um
starfsþjálfunarsamninga sem
miða að því virkja atvinnu-
lausa. Nýjungin sem felst í
verkefninu „Gefum tækifæri“
er sú að Vinnumálastofnun
myndar samstarf við fyrirtæki
sem vilja sýna samfélgsábyrgð
í gegnum Festu, og fær að-
stoð við sjálft ráðningarferlið í
gegnum ProActive. „Venjulega
hafa okkar ráðgjafar séð um
allt ferlið en nú er svo komið
að álagið hér er svo mikið að
við ákváðum að kaupa þessa
þjónustu af ProActive,“ segir
Guðlaug Pétursdóttir, deildar-
stjóri ráðgjafasviðs hjá Vinnu-
málastofnun. Hún segir verk-
efnið ekki komið langt á veg en
upphafið lofi góðu.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
aTvinnULeysi nýTT saMsTarFsverKeFni sýnir saMFéLagsábyrgð
Tækifæri fyrir atvinnulausa
„Gefum tækifæri“ er samstarfsverkefni vinnumálastofnunar, Festu-miðstöðvar um samfélags-
ábyrgð og ráðgjafafyrirtækisins Proactive. verkefnið hófst síðastliðið haust og miðar að því að
fyrirtæki ráði til sín starfsfólk sem hefur verið lengi á atvinnuleysisskrá og er að missa bótarétt.
Hildur Friðriksdóttir, félags-
fræðingur hjá ráðgjafafyrirtækinu
Proactive
4,5%
aukninG
atvinnuleySiS
frá desember 2013
Vinnumála
stofnun.
0,3%
8 fréttir Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014