Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.02.2014, Síða 13

Fréttatíminn - 28.02.2014, Síða 13
OPIÐ: VIRKA DAGA 11-19 FIMMTUDAGA 11-21 LAUGARDAGA 11-18 SUNNUDAGA 13-18 WWW.SMARALIND.IS FINNDU OKKUR Á M atteo Renzi tók við forsætisráðherra-stólnum af forvera sínum, Enrico Letta, en Letta vék fyrir Renzi eftir aðeins 10 mánuði í embætti. Demókrata- flokkurinn, sem er aðeins til vinstri við miðjuna, vonast nú til að Renzi muni takast að gera það sem Letta tókst ekki, að blása lífi í efnahag í molum. Renzi er 39 ára og því yngsti forsætisráðherra í sögu Ítalíu og sá fyrsti til að skipa konur í helming ráðherrasætanna. Renzi var borgarstjóri Flór- ens í fimm ár áður en hann steig inn í landspólitíkina. Hann er fæddur og uppalinn í Flórens, lærður lögfræðingur, er giftur og á þrjú börn. Hann kynntist konu sinni, Agnese Landini, í skátunum þegar hann var 19 ára og hafa þau verið saman siðan. Agnese er andstæða hinnar stereotýpísku ítölsku eiginkonu og hefur vakið mikla athygli um alla Suður-Evrópu fyrir að bera ekki skart og vera ómáluð á opinberum uppákomum. Það hefur ekki síður vakið athygli að hún ætlar ekki að hætta að vinna sem kennari nú þegar eiginmaðurinn sest í forsætis- ráðherrastólinn og mun áfram búa í Flórens með börnum þeirra hjóna. Ítalskir fréttaskýr- endur segja áherslu Renzi á að endurreisa menntakerfið vera að miklu leyti til komna vegna áhrifa frá eiginkonunni en hún hefur starfað sem kennari til fjölda ára. Hjónin voru nýgift þegar Renzi fór að láta til sín taka í pólitík og aðeins 24 ára varð hann héraðsstjóri Flórenshér- aðs, sá yngsti í sögu Ítalíu. Árið 2009 varð hann svo borgarstjóri Flórens. Hann vakti töluverða athygli sem borgarstjóri, fyrir vaska framkomu og afskipti sín af landspólitik. Árið 2011 vakti hann reiði margra starfsbræðra sinna þegar hann sagði alla pólitíkusa á aldri við Berlus- coni verða að segja af sér. Í desember 2012 bauð Renzi sig svo fram til að leiða flokkinn í þingkosningum 2013 en lét í minni pokann fyrir Pier Luigi Bersani. Þegar Bersani lét síðan af störfum í apríl 2013 tók Enrico Letta við sem forsætis- ráðherra, en Renzi var kjörinn formaður flokksins. Síðan hef- ur verið spenna innan flokksins þangað til Letta sagði af sér nú í febrúar eftir þrýsting frá Renzi og flokknum. Í fyrstu þingræðu sinni, þann 22. febrúar síðastliðinn, talaði Renzi af þeim sannfær- ingarkrafti sem hann er orðinn þekktur fyrir, án tilbúinnar ræðu, sem hann er líka orðinn þekkur fyrir. Hann talaði um róttækar breytingar, um að umturna gamaldags stjórnkerfi Ítalíu, útrýma spillingu, endur- bæta skatta og lagaumhverfi, lagfæra kosningalöggjöfina og breyta fyrirkomulagi þingsins sem hann talaði til. Hann talaði um að lækka skuldir ríksins, „ekki vegna þess að Merkel segi að við eigum að gera það, heldur því við verðum að gera það, fyrir börnin okkar.“ Í lok ræðu sinnar talaði Renzi svo til fólksins þegar hann sagði; „Við þurfum drauma og hugrekki. Við þurfum að vera hreykin aftur, hætta að kvarta og kveina og muna að það er gjöf að vera Ítali.“ Í þessari ræðu lofar Renzi endurreisn Ítalíu og hefur fyrir það verið harðlega gagnrýndur af mótherjum sínum. Þeir segja hann vera popúlista sem lofi gulli og grænum skógum án nokkurrar innistæðu. Þær töfralausnir sem hann lofi séu í raun bara ekki í boði. Renzi hefur auk þess verið líkt við Mussolini og Berlusconi fyrir að stíga hratt fram á pólitíska sjónarsviðið, tala beint til fólks- ins og komast áfram á sjarm- anum. Honum hefur líka verið líkt við Tony Blair fyrir að taka skyndilega völdin af eldri for- ystu flokksins og lofa að breyta tímunum á róttækan hátt. Reyndar hefur hann sjálfur sagt að Tony Blair sé eitt af sínum átrúnaðargoðum. Á prófilmynd Renzi á fésbókinni gefur að líta hressan Renzi, herralegan og fínan i jakkafötum á hjóli í sólinni, en að breyta miðbæ Flórens í göngu- og hjólasvæði er sennilega hans þekktasti og þakklátasti gjörningur sem borgarstjóri Flórensborgar. Hann ferðast alltaf á hjóli eða litlum bílum, er ungur, hress og metnaðarfullur. Hress hjólreiða- maður með stór kosningaloforð. Í íslenskum raunveruleika er kannski hægt að segja að hann sé blanda af Gísla Marteini og Sigmundi Davíð. En sama hverjum hann líkist þá er nokkuð ljóst að Matteo Renzi bíður ekki auðvelt verk. Bjartsýnisfólk segir Renzi vera ferskan og nauðsynlegan and- vara í afturhaldssamt og úrelt kerfi. Hann sé svo drífandi og fullur orku að hann hljóti að ná að rífa Ítalíu upp úr kreppunni. En það er örugglega auðveldara að stjórna fallegri endurreisn- arborg en að endurreisa heilt land. Land sem er með þriðja stærsta hagkerfi evrunnar, en stendur einna verst að vígi efnahagslega fyrir utan Spán og Grikkland, og er aðeins er spáð 0,7% hagvexti í ár. 55,6% at- vinnufærra landsmanna eru án vinnu og stúdentar eru almennt mjög svartsýnir á framtíðar- horfur sínar. Þar fyrir utan er ítalska pólitíkin ekki þekkt fyrir mikinn stöðugleika og hvorki meira né minna en 50 ríkisstjórnir hafa reynt að stýra landinu eftir seinni heimsstyrjöldina. Við skulum samt vona með Renzi að brátt geti Ítalir hætt að kvarta og kveina og farið að njóta þess að vera Ítalir. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is fréttaskýring 13 Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.