Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.02.2014, Qupperneq 24

Fréttatíminn - 28.02.2014, Qupperneq 24
Þ etta er ekki bara fyrir fólk sem er veikt eða gamalt. Sumir hafa haldið að þetta sé að- eins fyrir hinstu kveðju en þetta getur verið þín dagbók þar sem þú varðveitir minningar þínar fyrir börnin þín og jafnvel komandi kynslóðir. Þetta er kerfi sem gerir þér kleift að koma sögum og lífs- reynslu til ástvina þinna eftir þinn dag,“ segir Sveinn Kristjánsson sem ásamt eiginkonu sinni, Stefan- íu Sigurðardóttur, stofnaði vefkerfið Aevi, eða Ævispor. Kerfið gerir fólki mögulegt að skilja eftir sig skilaboð og safna minningum, svo sem ljósmyndum, myndbandsupp- tökum eða bréfum. Skilaboðin eru merkt ákveðnum ástvinum og þeg- ar notandinn er fallinn frá er minn- ingunum komið til skila á öruggan og einfaldan hátt. Allir geta prófað kerfið án endurgjalds en það var opnað fyrir almenna notkun í dag, föstudag, á slóðinni aevi.is. Sveinn og Stefanía eru ung hjón, hann er 29 ára og hún 34 ára, og þau eiga þrjú heilbrigð börn. Það kann að hljóma undarlega í fyrstu að þau hafi eytt síðustu tveimur árum, og rúmlega það, í að byggja upp vefkerfi fyrir minningar lát- inna; að þau hafi frekar ákveðið að vinna sleitulaust að þessu verkefni og lifa um tíma á núðlusúpu, í stað þess að fá sér þægilega innivinnu. Eins og við vitum er ástæða fyrir öllu. Staðan gæti ekki versnað Þau kynntust í gegnum stúdenta- pólitíkina árið 2006, Stefanía var í viðskiptafræðinámi við Háskóla Ís- lands en Sveinn nam rekstrarverk- fræði við Háskólann í Reykjavík. „Ég hafði verið formaður stúd- entaráðs í HR og vinur minn fékk mig til að aðstoða við kosninga- baráttu Vöku í HÍ og Stefanía gerði mig þar út af örkinni í kynningar- starfi,“ segir Sveinn. Það var stuttu síðar sem ástin fór að blómstra og Stefanía varð ólétt að fyrsta barni þeirra. „Við keyptum okkur íbúð á Akranesi 2007 og tókum verðtryggt lán. Það var svo dýrt að kaupa í borginni, foreldrar hennar búa á Patreksfirði en ég er fæddur og upp- alinn á Skaganum. Á þessum tíma kostaði bensínið líka bara nokkrar krónur, og við keyptum okkur bíl á myntkörfuláni. Svo kom hið svokall- aða Hrun,“ segir Sveinn kómískur, „og ég fór að vinna við múrvinnu í Norðuráli þar sem launin voru aðeins brotabrot yfir atvinnuleysis- bótum.“ Lánin hækkuðu upp úr öllu valdi, tekjur Sveins voru takmark- aðar, unga parið átti fjórtán mánaða gamla soninn Kristján og Stefanía var ólétt að nýju. „Einn daginn þegar ég var að keyra heim úr vinnunni fór ég yfir hvað fjárhagsstaða okkar var bág en hughreysti mig þó við að hlutirn- ir bara gætu ekki versnað. Skyndi- lega hættir hátalarinn vinstra megin í bílnum að virka, og ég hugsa með mér að það kosti einfald- lega enn meiri útgjöld að gera við hann. Þegar ég var komin heim fór ég að finna fyrir því að ég átti erfitt með að staðsetja hjóð. Ef skrúfað var frá vaskinum vissi ég ekki hvaðan hljóðið kom. Næstu daga fór ég að finna fyrir minnkandi orku og einbeitingarleysi, auk þess sem ég fór að missa mátt vinstra megin í líkamanum. Ég taldi sannarlega ekki að það væri neitt að mér en samþykkti að fara til læknis sem gerði á mér alls konar prófanir en endaði á því að spyrja mig persónu- legra spurninga um fjárhaginn og komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri streita sem væri að hrjá mig,“ segir Sveinn. Líðan hans fór hraðversnandi næstu daga. „Næsta dag treysti hann sér ekki í vinnuna, var kom- inn með náladofa í allan vinstri hluta líkamans. Mamma hans vildi endilega að hann myndi hitta unglækni því þeir væru oft meira vakandi fyrir frávikum. Það varð úr og eftir skoðun hjá unglækni á Skaganum var hann sendur í Domus Medica í myndatöku, bara til öryggis. Ég og mamma keyrðum hann til Reykjavíkur, vorum alveg pollrólegar og fengum okkur bara köku á Sólon meðan við biðum eftir honum. Eftir á að hyggja held ég að ég hafi verið í hálfgerðri afneitun á því að það gæti verið eitthvað að honum. Þarna var ég kasólétt, þetta var 7. júlí 2009 og ég var sett þann ellefta.“ Dauðinn spilaði stórt hlutverk Sveinn var líka heldur rólegur yfir þessu öllu saman, aðeins 24 ára gamall, og taldi ekki mikið geta verið að hrjá sig. „Ég fór í segulóm- um. Þegar eitthvað er að hjá fólki í bíómyndunum fer það í svoleiðis. Ég var mjög máttlaus og þurfti að styðja mig við veggina á meðan ég var að afklæða mig, en samt tengdi ég ekki við að ég væri veikur. Kannski bara með einhvern vírus. Eftir segulóminuna vildi læknirinn síðan að ég færi í aðra myndatöku, í sneiðmyndatöku, og þá runnu á mig tvær grímur. Það sem gerist eftir myndatökuna er alveg brennt í minni mitt. Læknirinn kom til mín, föður- legur með skegg, lagði hönd á lærið á mér og sagði að ég væri með fyrirferð í höfðinu, og að það sé verið að bíða eftir mér á Landspítal- anum í Fossvogi þar sem ég þurfi mögu- lega að fara í aðgerð eða geisla. Gjörsam- lega allar bjöllur í höfð- inu á mér fóru á fullt.“ Stefanía kom með syni þeirra, ásamt móður sinni, að sækja hann á fyrir- fram ákveðnum tíma og brá henni mjög þegar hún sá Svein bíða fyrir utan Domus Medica með lækn- inum. „Læknirinn gengur rólega með honum að bílnum og eiginlega réttir mér hann, eins og barn, og segir að við verðum að fara strax niður á bráðamótt- töku Borgarspítalans. Þessi stutta bílferð er sú allengsta sem ég hef upplifað. Það sagði enginn orð alla leiðina. Við vorum bara stjörf,“ segir hún. Sveinn var lagður inn á taugadeild en læknar gátu ekki sagt til um hvort æxlið væri góðkynja eða illkynja, en það var á afar erfiðum stað í miðju höfðinu, við sjálfan heilastofninn. Stefanía var eftir hjá Sveini en móðir hennar fór heim með Kristján. „Ég var alltaf hjá honum þó ég væri kasólétt. Andlega var hann svo viðkvæmur. Árið 2000 missti hann bróður sinn. Frá því ég kynntist honum hefur dauðinn spilað stórt hlutverk í huga hans og þarna á sjúkrahúsinu fann ég að hann skynjaði hvað gæti gerst. Mér fannst ég verða að vera hjá honum til að hann myndi ekki detta niður í svart tóm, en auðvitað var þetta mjög erfitt fyrir okkur bæði andlega.“ Lagður inn á kvenna- deild Sveini hafði hrakað hratt, hann fór frá því að geta gengið sjálf- ur, yfir í hækjur, svo göngugrind og loks hjólastól. Læknar vissu ekki hvernig þeir gátu nálgast meinið og gáfu honum lyf til að reyna að vinna gegn því. Hann var kominn í hjólastól þegar Stefanía byrjaði að fá hríðir, en þar sem læknar gátu lítið gert fyrir Svein og enn nokkrir klukkutímar í fæðingu fékk hún í gegn að taka Svein með sér á fæðingardeildina uppi á Akranesi. „Þetta var dásamleg fæðing sem gekk afskaplega vel. Ég var í góðu jafnvægi, eða kannski var það afneit- unin á aðstæðunum sem var svona sterk. Sveinn hafði sofnaði í stólnum og þegar Klara Mar- grét var alveg að koma í heiminn, og ég farin að vera með læti heyrðist allt í einu í Sveini sem hafði rumsk- að og hrópaði: „Nenniði að þegja“,“ segir Stefanía og þau springja bæði úr hlátri. „Það er gott að við getum hlegið að þessu núna,“ segir Sveinn. „Mig var að dreyma að Siggi Storm- ur væri að segja veðurfréttir, að það væri 37 stiga hiti og svo öskraði hann út af hitanum. Öskrin í Stef- aníu einhvern veginn blönduðust inn í drauminn hjá mér.“ Klara Margrét fæddist 16. júlí og var nefnd strax á spítalanum ef Sveinn myndi ekki lifa fram að skírn. Ekki allir læknar á spítal- anum voru þó meðvitaðir um ástand Sveins og þegar í ljós kom að fylgjan var föst hjá Stefaníu var dóttirin sett í fang föðurins. „Hún var bara lögð í fangið á mér og Stef- aníu rúllað inn á skurðstofu. Ég sat þarna einn með hana í hálftíma og lak alltaf lengra niður í stólnum því ég hélt henni með hægri hendinni og gat ekki notað þá vinstri til að ýta mér upp. Þetta var samt dásam- leg stund með nýbakaðri dóttur.“ Til að vera ekkert að flækja hlutina varð af að Sveinn var síðan innskrifaður á kvennadeildina með konu sinni og dóttur. „Fyrsti og eini karlmaðurinn sem hefur verið lagður inn á kvennadeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi,“ segir hann stoltur, og litla fjölskyldan lá saman á stofu um hríð. „Það var reyndar öllum sama um mig,“ segir Stefanía hlæjandi: „Fólk vildi bara vita hvernig Sveinn hefði það.“ Það var kannski lán í óláni að æxlið í höfði Sveins hélt áfram að stækka en það óx þannig að það ýtti frá heilavef sem hefði annars verið í hættu og loks ákváðu læknar að senda hann í aðgerð. „Læknarnir sögðu að ég hefði engu að tapa lengur. Æxlið var orðið á stærð við golfkúlu en vöxturinn hafði búið til leið fyrir aðgerðina.“ Sveinn sýnir mér örið eftir skurðinn aftan á höfð- inu, um fimm sentimetra langt, bendir svo á hvar gert hafi verið gat á höfuðkúpuna fyrir dren og krefst þess að ég þreifi til að finna gatið. Ég þreifa einbeitt varfærnislega á höfuðkúpunni þegar Sveinn segir mér að ýta ekki fast og æpir því næst ÁÁÁÁ. Mér vitanlega dauð- bregður og það var einmitt ætlunin hjá Sveini sem hlær, og við förum öll að hlæja. „Ég er stundum svolítið hvatvís,“ segir hann. Öðlaðist auðmýkt „Í aðgerðinni tókst aðeins að fjar- lægja um 97% af æxlinu og það er Það væri líka hægt að nota þetta þannig að börnin hlusta á langalangafa sinn lesa söguna um Rauðhettu og úlfinn áður en þau sofna. Gefa minningunum eilíft líf Sveinn Kristjánsson var aðeins 24 ára þegar hann fékk heilaæxli og var vart hugað líf. Eiginkona hans, Stefanía Sigurðardóttir, var þá komin á steypirinn með annað barn þeirra. Á sjúkrahúsinu fann hann sterka þörf til að varð- veita minningar um sig fyrir börnin sem eflaust ættu engar minningar um hann ef hann félli frá þá og þegar. Hann fékk hugmynd að vefkerfi sem gerir fólki kleift að lesa inn skilaboð og vista myndbönd sem ástvinir fá aðgang að þegar viðkomandi er látinn. Undanfarin ár hafa Sveinn og Stefanía lagt allt sitt í verk- efnið sem í dag, föstudag, var opnað fyrir almenna notkun. Framhald á næstu opnu Sveinn Kristjánsson og Stefanía Sigurðardóttir ásamt börnum sínum Kristjáni 5 ára, Klöru Margréti 4 ára og Karl- ottu Lind 2 ára. Kristján ætlar að stofna fyrirtæki þegar hann verður stór, rétt eins og foreldrar hans. Ljósmynd/Hari 24 viðtal Helgin 28. febrúar - 2. mars 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.