Fréttatíminn - 28.02.2014, Síða 26
KL
Ú
BB
U
R
MA
TREIÐSLU
M
EISTARA1 9 7 2
Sérvalda saltkjötið frá Kjarnafæði
Heimsklassa hráefni
SÉRVALIÐ SALTKJÖT FRÁ KJARNAFÆÐI
SÉRVALIÐ FYRIR ÞIG
því enn alltaf yfir honum þessi ógn
og erfitt að spá fyrir um batahorfur
til framtíðar,“ segir Stefanía en
Sveinn náði sér mjög fljótt aftur á
strik eftir aðgerðina og gekk á Esj-
una aðeins hálfu ári síðar. „Mamma
hans krafðist þess reyndar að
félagar hans færu með honum til
að passa upp á hann,“ segir hún.
Nálægðin við dauðann breytir fólki
og það breytti Sveini sannarlega.
„Ég hugsa stundum um hvernig
lífið væri í dag ef ég hefði ekki
veikst og ég held að ég væri ekki að
fá jafn mikið út úr lífinu. Ég hugsa
að auðmýkt sé rétta orðið yfir það
sem ég öðlaðist í veikindunum. Mér
varð líka hugsað til orða Steve Jobs
í Standford-ræðunni frægu þar sem
hann sagði að dauðinn væri besti
hvatinn til að endurskapa sig.“
Á meðan Sveinn lá á spítalanum
hafði hann nægan tíma til að hugsa,
of mikinn nánast, og fann hjá
sér sterka þörf til að koma minn-
ingum sínum og reynslusögum til
barnanna sinna. „Ég var sextán
ára þegar ég missti bróður minn
í vinnuslysi og var meðvitaður
um höggið sem það var fyrir fjöl-
skylduna. Þegar ég lá á Landspítal-
anum upplifði ég að ég hefði fengið
auðvelda hlutverkið, ég réði engu
um framhaldið en vissi hvað allir
í fjölskyldunni minni ættu eftir
að ganga í gegnum. Þarna átti ég
líka nýfædda stelpu og 14 mánaða
gamlan son og ég sá fyrir mér að
þau myndu ekki eiga neinar minn-
ingar um mig. Ég bað frænda minn
um að taka af mér myndbönd með
skilaboðum til barnanna minna
en hann neitaði því, og sagði að ég
myndi lifa þetta af. En þarna byrjaði
ég að sjá fyrir mér þennan miðil þar
sem fólk gæti tekið upp skilaboð,
lesið þau inn eða sent inn mynd-
bönd, og að þeim væri komið áleiðis
þegar fólk félli frá,“ segir hann. Til
stóð að Sveinn færi í örorkumat en
hann vildi ekki fara í slíkt mat þar
sem hann sá fyrir sér að hann gæti
unnið að þessari hugmynd sinni.
Hann fékk bílastæðakort fyrir fatl-
aða sem gildir til ársloka 2014 en
það geymir hann bara ofan í skúffu
sem minjagrip. „Mér dettur ekki til
hugar að nota kortið. Það eru aðrir
sem þurfa á þessum bílastæðum að
halda,“ segir hann.
Hugmyndin um dauðann
stuðaði marga
„Eftir veikindi Sveins ákváðum við
að við ætluðum bara að gera það
sem okkur þætti skemmtilegt, Við
eignuðumst því þriðja barnið þó við
ættum fullt í fangi með hin tvö og
fylgdum draumi Sveins,“ segir hún.
Á háskólaárunum stofnaði Stefanía
nýsköpunar- og frumkvöðlasetrið
Innovit ásamt skólafélögum sínum
og hafði hún því reynslu úr ný-
sköpun. Sumarið 2012 tóku þau þátt
í StartUp Reykjavík, verkefnið fór á
flug og Arion banki keypti sig inn
í fyrirtækið. „Það sem meira máli
skipti var að við þátttökuna fengum
við aðgang að 60 reynsluboltum
úr atvinnulífinu, auk þess sem það
gaf manni mikinn trúverðugleika
út á við að hafa verið valin til að
taka þátt í Startup Reykjavík. Við
fengum til liðs við okkur forritara
og hönnuð, en þurftum reyndar
sannarlega að berjast fyrir því að
samstarfsaðilar okkar myndu virða
sýnina sem Sveinn hafði, byggða
á eigin reynslu. Fólk hafði ýmsar
hugmyndir um hvernig væri hægt
að gera þetta eftirsóknarverðara
fyrir fjárfesta en við lögðum alltaf
áherslu á notandann að kerfinu.
Hugmyndin um dauðann stuðaði
marga en okkur tókst að lifa af,“
segir Stefanía.
Verkefnið vakti athygli eftir þátt-
tökuna í StartUp Reykjavík og í
framhaldinu hafði fólk samband við
þau og undanfarna mánuði hefur
fólk með ólíkar sögur og ólíkan
bakgrunn tekið þátt í að prufukeyra
vefinn.
„Þessi útgáfa sem nú fer í loftið
er fyrsta útgáfan sem við erum sátt
við en við vonumst til að sem flestir
prófi hana þannig að við getum
þróað þetta áfram,“ segir Stefanía.
Pabbi Sveins hefur einnig prófað
kerfið og sér Sveinn fyrir sér að
kerfið geti lifað kynslóð fram af
kynslóð. „Amma þín gæti sett inn
efni fyrir dóttur þína, og þegar dótt-
ir þín eignast börn geta þau horft á
langömmu sína segja frá lífi sínu.
Það væri líka hægt að nota þetta
þannig að börnin hlusta á langa-
langafa sinn lesa söguna um Rauð-
hettu og úlfinn áður en þau sofna.
Það eru engar hömlur á því hvað fer
þarna inn og frásögn af sumarfríinu
á Benidorm ´98 ekki síðri en aðrar.“
Notendur velja hvaða ástvinir fá
hvaða skilaboð, og er þannig hægt
að skrifa fallegt ástarbréf til maka
síns sem hann fær eftir að þú fellur
frá en búa til önnur skilaboð fyrir
vinina og enn önnur fyrir börnin.
„Okkar vinir sem í fyrstu héldu að
þeir myndu aldrei nota svona eru
farnir að tala um að þá langi að
prófa,“ segir Stefanía. „Við vinkon-
urnar höfum líka komist að því að
það er margt sem við erum ekki til-
búnar til að segja börnunum okkar
en væri gott fyrir þau að vita þegar
við erum farnar. Svo kannski verða
börnin þrítug og maður enn á lífi og
getur þá sagt söguna sjálfur.“
Opið hús um helgina
Undanfarið ár hafa Sveinn og Stef-
anía aðeins unnið að þessu verkefni
og hafa því þurft að forgangsraða.
„Við tæmdum auðvitað frystinn,
borðuðum gráfíkjurnar sem voru
aftast í skápnum og frestuðum því
að gefa hvort öðru jóla- og afmælis-
gjafir. Við slepptum því líka að
kaupa hurð á eitt barnaherbergið
og settum peningana frekar í tóm-
stundir fyrir börnin. Íbúðin sem
við búum í leigjum við af foreldrum
Stefaníu og þeir eru mjög sann-
gjarnir leigusalar,“ segir hann.
Fjöldi aðila hefur í stutt þau opin-
berlega, Hjartaheill, Krabbameins-
félag Íslands, MS félagið; Arion
banki styrkti verkefnið enn frekar
sem og Rannís.
„Hver sem er getur skráð sig
ókeypis til að prófa kerfið en þeir
sem velja Ævi Premium eru auð-
kenndir í gegnum heimabanka á
öruggan hátt þannig að enginn vafi
leiki á um hvern er að ræða. Kerfið
er síðan tengt við Þjóðskrá þannig
að þegar notandi fellur frá kemur
kerfið skilaboðunum á sinn stað.
Notandi þarf því aldrei að láta neinn
vita. Skilaboðin berast mánuði eftir
andlát, en eftir samtöl við sjúkra-
húspresta og djákna komumst við
að því að það væri ákjósanlegur
tími.“ Þau eru þegar komin á skrið
með verkefnið í Bandaríkjunum og
prófanir þar hefjast í mars á vegum
Dignity Healh í Sacramento. Um
helgina verður Ævi með opið hús í
SÍBS-húsinu Síðumúla, laugardag
og sunnudag milli klukkan 10 og
16, þar sem hægt er að prófa kerfið,
spjalla við starfsfólk og hitta þá sem
hafa prufukeyrt kerfið.
„Börnin okkar eru búin að vera
með okkur í þessu allan tímann og
vita fullkomlega hvað við höfum
verið að gera. Um daginn spurði
ég son okkar hvað hann ætlaði að
verða þegar hann yrði stór og hann
sagðist ætla að stofna fyrirtæki,
fyrirtæki sem býr til skutlur. Hvað
sem verður hefur okkur allavega
tekist að vera börnunum góðar
fyrirmyndir,“ segir Sveinn.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Klara Margrét kom í heiminn þegar pabbi hennar, Sveinn, var sem veikastur en þá
var Kristján bróðir hennar 14 mánaða. Seinna bættist Karlotta Lind í hópinn.
26 viðtal Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014