Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.02.2014, Page 44

Fréttatíminn - 28.02.2014, Page 44
Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014 Skandinavískt sumarfrí Það er flogið beint til átta borga og bæja í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Það er því engin ástæða til að byrja og enda ferðalagið á sama flug- velli. E r kominn tími á að gera frændþjóðun-um góð skil? Í sumar geturðu byrjað reisuna um Skandinavíu í Stavanger og flogið heim frá Stokkhólmi eða tekið ferju frá Kaupmannahöfn til Oslóar. Hér eru nokkrir útgangspunktar fyrir þá túrista sem vilja ekki vera bundna af því enda ferðalagið á sama flugvelli og það hófst. Bjartviðri á slóðum bóhema Kragerø við Oslóarfjörð og Skagen, nyrsti bær Jótlands, eiga það sammerkt að hafa verið heimkynni nokkurra af þekktustu list- málurum Norðurlanda og vera mjög sólríkir bæir. Það er hægt að gera þessum björtu listamannanýlendum skil í einni utanlands- ferð með því að nýta sér ferjusiglingar Stena Line milli Oslóar og Frederikshavn á Jót- landi. Þar má svo leigja bíl og kynna sér nyrsta hluta Jótlands áður en haldið er heim frá Billund. Grænmetið sem vex á eyjunni Samsø þykir lostæti í ríki Margrétar Þórhildar og margir gera sér ferð þangað til að fá sér í svanginn. Mynd/Nicolai Perjesi/Visit Denmark  HEimsókn til frændþjóðanna

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.