Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.02.2014, Side 47

Fréttatíminn - 28.02.2014, Side 47
arahröðu vinnslu. Um 1980 voru flest brauð á Vesturlöndum í raun hætt að vera gerbrauð; þau voru hefuð með öðrum efnum og gerið var aðeins sett í þau upp á bragðið; svo það minnti á eitthvað sem fólk hafði vanist. San Francisco hefðin En þótt bakaragerið hafi útrýmt súrdeiginu um öll Vesturlönd var þó á því ein mikilvæg undantekn- ing; San Francisco og nágrenni. Fólksflutningarnir vestur um haf áttu sér stað nokkrum áratugum áður en bakaragerið tók yfir súrdeigið í Evrópu og því fluttu landnemarnir með sér kunnáttu í súrdeigsbakstri. Og af einhverjum ástæðum – menningarlegum eða vegna loftslags við flóann – tókst ekki að eyða súrdeigshefðinni við San Francisco. Og við þennan flóa er háskólabærinn Berkeley þar sem Alice Waters opnaði Chez Panisse árið 1971. Þetta þrennt; áhugi Alice á staðbundnu hráefni og hefðbundum aðferðum, sérstök brauðhefð við San Francisco-flóa og menntaður jarðvegur háskóla- samfélagsins voru forsendur þess að súrdeigsbakstur þar vestra gekk í gegnum endurreisnarskeið. En þetta gerðist hægt. Árið 1971 var Alice Waters áhrifalaus sérvitr- ingur. Það var ekki fyrr en áratug seinna sem hún sló rækilega í gegn og enn síðar sem innanhúss- bakari hennar stofnaði Acme bak- aríið í San Francisco, sem verður í dag að teljast áhrifamesta bakarí Bandaríkjanna. Franska endurreisnin En á sama tíma og Alice var að byggja upp veitingahús sitt í Berkeley var Lionel Poilâne að taka við bakaríi föður síns á vinstri bakka Signu. Lionel var hugfang- inn af gerjun sem byggði fyrst og fremst á gerlum í hveitinu sjálfu, í andrúmsloftinu og af höndum bakarans — sem sagt hefðbundn- um súrdeigsbakstri — en síður á súrum gerlum, líkum þeim sem sýra mjólk eða jógúrt og sem ein- kenna brauð við San Fransisco (og hafa breiðst út um heilsubúðir heimsins og eru í hugum margra hin raunverulegu súrdeigsbrauð). Það er ekki sjálfgefið jafnvægi á milli gerlanna sem sýra brauðið og þeirra sem lyfta því. Í raun keppast þessir tveir ólíku gerlar um sömu fæðuna í brauðinu. Í brauðunum samkvæmt San Fransisco-hefðinni hefast brauðið minna vegna þess að súrgerlarnir ná að éta mikið af sætunni (brauðin eru því þétt og súr); en í frönsku hefðinni, sem Poilâne endurvakti, er minna af súr en þess meiri hefing. Brauðið sem Lionel þróaði var pain Poilâne, stór sveitahleifur úr steinmöluðu hveiti. Og hann sló í gegn; varð fyrsti heimsfrægi brauðhleifurinn byggður á hefð- bundnum aðferðum. Í dag eru bak- ISIO 4 með D-vítamíni góð fyrir æðakerfið ISIO4 er heilsusamleg blanda af olíum — auðug af náttúrulegu E-vítamíni og viðbættu D-vítamíni. Olíurnar fjórar sem sameinast í ISIO4, repju-, oléisol-, sólblóma- og vínberjaolía, eru ríkar af E-vítamíni, andoxunarefni sem verndar frumur líkamans. Auk þess inniheldur ISIO4 núna meira af D-vítamíni sem hjálpar þér að styrkja ónæmiskerfið. Hugsaðu um heilsuna og veldu ISIO4 með lífsnauðsynlegum Omega-3 fyrir hjarta og æðakerfi og Omega-6 til að halda kólesteróli í skefjum. Olían er bragðgóð og hentar vel í alla matargerð, heita rétti sem kalda. ÍS LE N SK A S IA .IS N AT 5 80 50 0 3/ 12 Hefing í nú- tímabakaríum gerist á innan við 3 mín- útum. Það segir sig sjálft að hveitið sem við borðum bakað í slíkum brauðum er allt annars eðlis en hveitið sem fólk borðaði í brauðum sem höfðu hefast á þremur sólar- hringum fyrir tíma Pasteur. Framhald á næstu síðu samtíminn 47 Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.