Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.02.2014, Qupperneq 48

Fréttatíminn - 28.02.2014, Qupperneq 48
aðir um 15 þúsund Poilâne-hleifar í bakaríi við Charles de Gaulle-flug- völlinn og þeim flogið á markað víða um heim. Þetta er ekki verk- smiðja í venjulegum skilningi held- ur einskonar fornbakaríis-klasi; þarna standa hefðbundnir eldofnar i löngum röðum. Þegar þessu tvennu laust saman – endurvakningu húmanískra matarsýnar hjá Alice Waters og endursköpun Lionel Poilâne á gleymdum evrópskum hefðum – endurfæddist brauðbakstur víða um heim. Það sem við teljum hefð og arf sögunnar; jafnvel eitthvað sjálfgefið eða það sem við eigum og munum alltaf eiga; er okkur oftast aðeins aðgengilegt fyrir hugsýn, hugsjónir og hugrekki fárra. Án þessa fólks tapast hefðin og sagan týnist. Lionel Poilâne fórst í þyrlus- lysi ásamt eiginkonu sinni fyrir nokkrum árum. Dóttir hans, Appol- lonia, rekur nú bakarí afa síns við rue du Cherche-Midi og annað í 15. hverfi sem faðir hennar opnaði, auk risabakarís með 24 eldofnum nærri Charles de Gaulle flugvelli. Bróðir Lionels, Max, er líka bakari og rekur þrjú bakarí undir eigin nafni í París. Það þarf ekki að taka fram að franskir mataráhugamenn geta deilt um það dögum saman hvor bróðir- inn hafi verið betri bakari og hvort Apolloniu hafi tekist að viðhalda þeim gæðum sem Lionel byggði upp. Servitringur í Sádi-Arabíu Ég vil líka segja ykkur frá farald- ursfræðingnum Ed Wood, sem var árið 1983 fenginn til að stýra uppbyggingu á meinatæknistöð norður af Riyadh í Sádi Arabíu. Ed þessi hafði brennandi áhuga á súrdeigsbakstri og bakaði allt sitt brauð heima í Bandaríkj- unum. Bakstur var Ed svo mikil- vægt sáluhjálparatriði (og það skilur fólk sem hefur vanið sig á bakstur) að hann hafði tekið súrdeigsklípu með sér og bakaði reglulega brauð þarna út í eyði- mörkinni. Eins ólíklegt og það kann að hljóma þá rakst Ed á röngen- tækni í eyðimörkinni norður af Riyadh sem hafði ekki minni áhuga á súrdeigsbakstri. Sá átti níræðan afa sem enn bakaði úr súrdeigi sem hann hafði fengið sem afleggjara í upphafi síðustu aldar frá gullgrafara sem hafði dvalið alla ævi við gullleit langt norður í ísilögðum auðnum Yu- kon í Kanada. Þeir félagar uppveðruðust við áhuga hvors annars; röngen- tæknirinn skrifar afanum bréf og fékk sendan kanadískan gull- grafarasúr til baka. Og félag- arnir bökuðu tvö brauð þarna í eyðimörkinni; annars vegar súrdeigsbrauð úr gerlinum hans Ed Wood; sem var ættaður frá San Fransisco og eflaust mátti rekja til gullæðis Kaliforníu og hins vegar súr frá afanum sem rekja mátti til Klondike í Yukon. Og svo smökkuðu þeir brauðið. Og þá rann upp fyrir faraldsfræð- ingnum ljós: Súrdeig er óralangt frá því að vera eitthvað eitt og ákveðið. Ef gullæðissúrinn frá San Fransisco og Yukon gátu af sér svona ólík brauð; hvað með súrinn frá Saudi Arabíu, Egypta- landi, Frakklandi og Rússlandi? Eftir þetta gat Ed Wood ekki beðið þess að komast á eftirlaun. Síðan hefur hann ferðast um heiminn og safnað súrdeigsklíp- um. Hann leitar uppi bakarí sem hafa verið starfsrækt áratugum og öldum saman, fær klípu hjá hirðingjum sem segjast baka úr súr sem rekja megi tvö þúsund ár aftur í tímann og fær sýnishorn við þorpsofna djúpt inn í skógum Rússlands. Ed Wood er Grimms-bróðir súrdeigsins eða Bartók og nálgun hans er gerólík afstöðu franska bakarans Lionel Poil- âne. Á meðan Ed leitaði uppi gamalt súrdeig langt utan alfara- leiðar vildi Lionel gerja brauðið með gerlum sem eru til staðar í hveitinu sjálfu, hanga í loftinu í bakaríinu og eru á höndum bak- arans; aðeins byggja á því sem hvort eð var til staðar. Leit Eds er menningarlegt ævintýri og fjár- sjóðsleit. Ed er einskonar Indiana Jones brauðsins, Ed vill leita uppi það sem hann elskar. Lionel vildi elska það sem hann hafði. Bakað en óunnið brauð Eins og ég sagði í upphafi erum við afkvæmi sögunnar. Forfeður okkar aðlöguðust súrdeigs- brauði sem hefaðist á löngum tíma. Og á meðan það hefaðist umbreyttist hveitið; ekki á svo ólíkan hátt og mjólkin í ostinum eða kjötið i salamipulsunni. Það má segja að hveitið hafi verið kæst á meðan það hefaðist. Þegar brauðgerið kom á markað fyrir góðri öld styttist þessi kæsingartími hveitisins í fáeina klukkutíma. Hefing í nútímabakaríum gerist á innan við 3 mínútum. Það segir sig sjálft að hveitið sem við borðum bakað í slíkum brauðum er allt annars eðlis en hveitið sem fólk borðaði í brauðum sem höfðu hefast á þremur sólarhringum fyrir tíma Pasteur. Það má því segja að á vissan hátt sé hveitið í verksmiðjubrauðum nútímans óunnið eða hrátt; það hefur ekki farið í gegnum þær umbreytingar sem þarf svo við – sem afkvæmi sögunnar – getum borðað það án þess að verða bumbult – eða jafn- vel meint af. Og það er þessi bumbul-leiki yfir nútímamatnum sem knýr fólk eins og Ed Wood, Alice Waters og Lionel Poilâne til að leita aftur í söguna að mat sem er okkur betri en sá sem kemur frá iðnvæddri matarframleiðslu dagsins í dag – og sem rekja má til þess að Loius Pasteur geril- sneyddi mjólk í fyrsta skipti 20. apríl fyrir 152 árum. Skeifunni 11 | Sími 515 1100 www.rekstrarland.is Hafið samband við sölumenn Rekstrarlands eða næsta útibú Olís og leitið tilboða. Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins Öflug fjáröflun fyrir hópinn PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 3 2 5 0 3 Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is SMART CONSOLE LEIKJATÖLVA 19.900 Öflug spjald- og leikjatölva, 5” kristaltær HD snertiskjár ÓGRYNNILEIKJANÆR ÓTAKMARKAÐ ÚRVAL AF LEIKJUM OG FORRITUM FYRIR ÞESSA ÓTRÚLEGU GRÆJU 4BLSBÆKLINGURNETBÆKLINGUR Á WWW.TOLVUTEK.IS MEÐ GAGNVIRKUM KÖRFUHNAPP Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Pain Poilâne, sem er stór sveitahleifur úr steinmöluðu hveiti, varð fyrsti heimsfrægi brauðhleifurinn byggður á hefðbundnum aðferðum. Í dag eru bakaðir um 15 þúsund Poilâne-hleifar í bakaríi við Charles de Gaulle-flugvöllinn í Frakklandi og þeim flogið á markað víða um heim. 48 samtíminn Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.