Fréttablaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 10
HEILSUVÖRUR - HEILBRIGÐISUPPLÝSINGAR - HEILSUFÆÐI - HUÐVÖRUR FRÉTTABLAÐIÐ 9. október 2004 LAUGARDAGUR GHAND HOTEL REYKJAVIK SUNNUOAGUR10. október V'HEILSAN 2004 Opið frá kl. 12.00-17.30 Glæsileg heilsusýning með heiisuvörum frá 25 fyrirtækjum Frítt fyrir ellilífeyrisþega og börn yngri en 12 ára. Aðgangseyrir kr. 350 Dagskrá: Friðarverðlaun Nóbels fara til Afríku: Kenísk kona fær Nóbelinn NÓBELSVERÐLAUN Keníski umhverf- isverndarsinninn og mannréttinda- frömuðurinn Wangari Maathai hlaut friðarverðlaun Nóbels í ár. „Ég er mjög spennt. Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja,“ sagði Maathai, þegar henni var tilkynnt að hún hljóti verðlaunin. Maathai, sem er aðstoðarumhverfisráðherra Kenía, er fyrsta afríska konan til að hljóta friðarverðlaunin sem voru fyrst veitt árið 1901. í tilkynn- ingu frá norska stórþinginu segir að Maathati sé fyrirmynd allra þeirra íbúa Afríku sem vilji aukið lýðræði og frið. Þá sé henni einnig mjög annt um umhverfismál. Til marks um það sé hún upphafs- maður þess að tíu milljón tré hafi verið gróðursett í Afríku til að hægja á eyðingu skóga. 194 voru tilnefndir til friðar- verðlauna Nóbels í ár og hafa þeir aldrei verið fleiri. Þetta er annað árið í röð sem kona hlýtur verð- launin. í fyrra varð íranski mann- réttindasinninn Shirin Ebadi fyrsta múslímska konan til að hljóta verð- launin fyrir baráttu sína fyrir auknurn réttindum kvenna og barna í íran. ■ WANGARI MAATHAI Maathai er upphafsmaður þess að tíu milljón tré hafa verið gróðursett f Afríku til að hægja á eyðingu skóga. — dbo félogosomtök ótröskunor Hvers konar stalínismi er þetta? Kristinn H. Gunnarsson spyr hvers konar stalínismi það sé ef þingmenn eigi að greiða atkvæði samkvæmt vilja þingflokksins en ekki eigin skoðun- um. Segir ummæli Hjálmars Arnasonar um sig bera keim af slúðri og rógi. KRISTINN H. GUNNARSSON: „Er Hjálmar hins vegar að gera þá kröfu núna að allir þingmenn Framsóknarflokksins greiði atkvæði samkvæmt vilja meirihluta þingflokksins og ekki bara það, heldur tali fyrir þeim skoðunum, en ekki sfnum skoðunum? Hvers konar stalfnismi er þetta?" 11.00-11.30 Heiisan 2004 hefst í Húsdýra- garðinum á hálftíma göngu er nefnist: “Ganga gegn átfíkn” Gangan er á vegum félagsins: Göngum gegn fíkn og endar hún á Grand Hótel Reykjavík. 12.00-12.30 “Leið til léttara lífs” Fyrirlesari: Gaui litli 12.30- 13.00 “Anorexia og bulimia” Fyrirlesari: Hrafnhildur Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur 13.00-13.30 “Nýr íslenskur heilsuvefur kynntur í Hvammi fyrirlestrasal” 13.30- 14.00 “Þreyta og vanlíðan í skamm- deginu” Fyrirlesari: Þorbjörg Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og næringar- þerapisti d.e.k. 14.00-14.30 “Sykursýki og heimablóð- sykurmælingar” Fyrirlesari: Arna Guðmundsdóttir, læknir Fyrirlestur í boði Samtaka sykursjúkra 14.30-15.00 “Benecol - leiðtil að lækka kólesteról” Fyrirlesari: Björn S. Gunnarsson, næringarfræðingur 15.30-16.00 “Kolvetnasnauður lífstíll, sykur og lýðheilsa” Fyrirlesari: Árni Jensen, framkvæmdastjóri 16.00-16.30 “Ráðgjöf, reykingar og reykbindindi” Fyrirlesari: Sigríður Pálína Arnardóttir, lyfjafræðingur hjá Lyf & heilsu Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Framsóknarflokksins, segir að ummæli Hjálmars Árnasonar þingflokksformanns í Fréttablaðinu á miðvikudag beri keim af slúðri og rógi. „Tilvísanir hans eru almennar og óskýrar og koma í veg fyrir að hægt sé að bregðast við þeim, að ég geti varið mig eða tekið tillit til gagn- rýninnar eigi hún rétt á sér,“ segir Kristinn. SIGRÍÐUR D. AUDUNSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR Hjálmar sagði jafnframt í við- talinu að það væri andrými fyrir ólíkar skoðanir í Framsóknar- flokknum en að ástæðan fyrir úti- lokun Kristins úr þingnefndum væru þær að hann talaði ekki fyrir sjónarmiðum flokksins. „Hjálmar er þarna í mótsögn við sjálfan sig,“ segir Kristinn. „Hann hefur sjálfur sagt að hann hafi ekki stutt stjórnarfrumvörp og jafnvel greitt atkvæði gegn þeim. Fylgdi hann vilja þingflokksins eða fylgdi hann sínum vilja? Hann fylgdi sín- um vilja,“ segir Kristinn. „Er Hjálmar hins vegar að gera þá kröfu núna að allir þing- menn Framsóknarflokksins greiði atkvæði samkvæmt vilja meiri- hluta þingflokksins og ekki bara það, heldur tali fyrir þeim skoðun- um, en ekki sínum skoðunum? Hvers konar stalínismi er þetta? Man maðurinn ekki eftir 48. grein stjórnarskrárinnar? Ég fæ það ekki til að ganga upp að það geti bæði verið í lagi að hafa aðra skoðun og greiða atkvæði sam- kvæmt henni en þurfa líka að fylgja skoðun meirihlutans og tala fyrir henni og greiða atkvæði samkvæmt henni. Annað hvort verður að gilda, hvort tveggja getur ekki gilt,“ segir Kristinn. Hjálmar hélt því fram í við- talinu við Fréttablaðið að Kristinn hefði kallað þingmenn „lyddur og druslur". Þessu vísar Kristinn á bug. „Ég veit ekki til þess að ég hafi haft slíkt orðfæri um þing- menn eða yfir höfuð annað fólk. Hann verður þá að tilgreina um- mælin þannig að hægt sé að finna þeim stað. Geti hann það ekki falla þau dauð og ómerk hjá honum,“ segir Kristinn. Talar fyrir meirihluta flokksmanna Kristinn bendir á að Hjálmar hafi sett spurnir við hvort hann berj- ist undir sömu merkjum og aðrir í Framsóknarflokknum. „Þarna er hann að vísa til yfirlýsinga minna sem eru um málefni. Ég svara því þannig til að þau sjón- armið sem ég hef sett fram í um- deildum málefnum á undanförnu ári hafa öll verið í samræmi við sjónarmið meirihluta stuðnings- manna Framsóknarflokksins. Það er ekki nein spurning að ég tala fyrir þann hóp. Meiri ástæða er hins vegar til að spyrja: Fyrir hvaða hóp tala þeir sem taka ákvarðanir sem flokksfólk styður ekki?“ segir Kristinn. Ég get nefnt nokkur mál: íraksmálið, fjölmiðlalögin, mál- skotsréttur forseta, skilyrði í þjóðaratkvæðagreiðslu og kvótakerfið. í öllum þessum málum njóta mín viðhorf stuðn- ings meirihluta stuðningsmanna Framsóknarflokksins. I öllum þessum málum eru viðhorf forystu flokksins, sem Hjálmar Árnason talar fyrir, í minnihluta. Það er hægt að spyrja: Hver heldur uppi fána Framsóknar- flokksins í öllum þessum málum? Þeir sem flytja sjónarmið sem meirihlutinn styður eða hinir sem böðlast áfram í krafti valds- ins og njóta minnihlutastuðnings. Tók engin mál í gíslingu Þá bendir Kristinn á að Hjálmar haldi því fram að Kristinn hafi tekið mál í gíslingu í efnahags- Hjálmar Amason: Hagræðing á sannleikanum „Mér finnst vera sorglegt að heyra hvernig Kristinn H. Gunnarsson hagræðir sann- leikanum allverulega, hleypur yfir og sleppir atriðum. Hann veit betur," segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. „Meira mun ég ekki tjá mig um þetta en minni á að þetta er ferli sem hófst fyrir sex árum við komu Kristins inn í flokkinn," segir Hjálmar. ■ HJALMAR ÁRNASON: Segir sorglegt að heyra hvemig Kristinn H. Gunnarsson hagræði sannleikanum og sleppi úr atriðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.