Fréttablaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 24
24 FRÉTTABLAÐIÐ 9. október 2004 LAUGARDAGUR JOHN LENNON Bftillinn ástsæli fæddist á þessum degi árið 1940 og hefði því orðið 64 ára f dag en hann féll fyrir hendi morðingja árið 1980. „Ef allir heimtuðu frið frekar en annað sjónvarpstceki, þá værifriður í heiminum." - John Lennon átti þá ósk heitasta að fólk gæfi fríðnum séns. tímamót timamot@frettabladid.is ÞETTA CERÐIST : 9. október 2000 PAPPALÖGGUM VAR STILLT UPP VID REYKJANESBRAUTINA Pappalöggumar mœta til leiks Lögreglan fékk liðsauka úr óvæntri átt á þessum degi árið 2000 þegar 10 pappaplögregluþjónum var stillt upp meðfram Reykjanesbraut allt frá Mjódd að Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Gen/ilöggurnar áttu að minna vegfarendur á að fara eftir umferð- arlögunum og hugmyndin var að þeir stæðu vakt allan sólarhringinn. Pappalöggurnar náðu þó ekki þeim árangri í starfi sem vonir voru bundnar við aðallega vegna þess að borgararnir sýndu þeim ekki tilhlýðilega virðingu og þannig hurfu þrjár þeirra sporlaust úr umdæmi Hafnarfjarðarlögregl- unnar strax á fyrsta degi. Það þótti því Ijóst að pappalöggurnar yrðu seint jafn öflugar og kollegar þeirra af holdi og blóði og þeim gervilöggum sem ekki var stolið var því fljótlega komið fyrir í geym- slu. Sólveig Pétursdóttir, sem þá var dómsmálaráð- herra, var gerð ábyrg fyrir pappalöggunum og mátti þola ýmis konar háðsglósur frá gár- ungum sem fannst hugmyndin um gervi- löggurnar frekar ódýr lausn á manneklu innan lögreglunnar. Þessi hugmynd var ekki ný af nálinni en dönsk lögregluyfirvöld höfðu teflt fram pappalöggum á ní- unda áratug nýliðinn- ar aldar. Þar var til- rauninni hætt vegna þess að pappalöggun- brott. Þeir sérri éftír stóðu um var stolið. eru (geymslu. GLAÐBEITT PAPPALÖGGA Þessi káti karl og nokkrir fé- lagar hans reyndu að hafa hemil á vegfarendum sem þökkuðu fyrir sig með því að nema þrjár pappalöggur á M ERKISATBURÐIR 1776 Hópur spænskra trúboða sest að þar sem nú er San Francisco. 1855 Isaac Singer fær einkaleyfi fyrir saumavélarmótornum sínum. 1967 Bólivískir hermenn taka Che Guevara af lífi fyrir til- raun til að gera byltingu í landinu. 1974 Oskar Schindler deyr í Frankfurt í Þýskalandi en hann er talinn hafa bjargað um það bil 1.200 gyðing- um frá útrýmingarbúðum nasista. 1975 Sovéski vísindamaðurinn Andrei Sakharov fær friðar- verðlaun Nóbels en hann er þekktur sem „faðir atómsprengjunnnar". 1989 Sovéska fréttastofan Tass greinir frá því að fljúgandi diskur hafi sést yfir Rúss- landi. Lára Margrét Ragnarsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, er 57 ára. JARÐARFARIR 14.00 Guðrún Benediktsdóttir, frá Svart- árkoti, verður jarðsungin frá Lund- arbrekkukirkju í Bárðardal. 14.00 Margrét Sveinsdóttir, Samtúni, Stöðvarfirði, verður jarðsungin frá Stöðvarfjarðarkirkju. 14.00 Ellen Klausen, Túngötu 3, Eski- firði, verður jarðsungin frá Eski- fjarðarkirkju. 14.00 Gunnar Karl Gunnarsson, Bæjar- holti 13, Laugarási, Biskupstung- um, verður jarðsunginn frá Skál- holtskirkju. 14.00 Aðalbjörg Signý Sigun/aldadóttir, Eldjárnsstöðum, Blöndudal, verð- ur jarðsungin frá Blönduóskirkju. 14.00 Páll Kristjánsson, Lönguhllð 20, Bddudal, verður jarðsunginn frá Bíldudalskirkju. 14.00 Tómas Guðmundsson, rafvirkja- meistari, Hrafnistu, Hafnarfirði, sfðast til heimilis á Austurvegi 16, Grindavlk, verður jarðsunginn frá Grindavikurkirkju. 15.00 Valdimar Traustason, frá Grlmsey, verður jarðsunginn frá Miðgarðs- kirkju f Grfmsey. Danskur dagur Skákfélagið Hrókurinn verður með opið hús í Skúlatúni alla laugardaga í vetur milli klukkan 13 og 16. Gestgjafi í dag verður dans- ki stórmeistar- inn Henrik Dani- elsen, sem verið hefur einn af burðarásum Hróksins á síð- ustu árum. Hen- henrik daniel- rik mun kenna f^N Hann ætlar að toaibornumog gSMSl, fullorðnum og síðan verður slegið upp æfingamóti fyrir krakka, sem hefst klukkan 14. Þá segja Hrafn Jökulsson og aðrir liðsmenn Hróksins frá starfi félagsins, því margt spennandi er fram undan í Hróknum. Boðið verður upp á veitingar og eru vinir og liðsmenn Hróksins á öllum aldri hvattir til að láta sjá sig. ■ Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagur- inn er haldinn hátíðlegur í dag. Slagorð dagsins er „sleppum grí- munni“ en það þykir mikilvægt að vekja fólk til umhugsunar um hversu mikilvægt það er að við- urkenna raunverulega líðan sína fyrir sjálfum sér og öðrum þar sem fólk hafi ríka tilhenigingu til þess að setja upp grímur og við- urkenni ekki andleg vandamál sín af ótta við fordæmingu um- hverfisins. Auður Axelsdóttir iðjuþjálfi hefur starfað með geð- sjúkum í 10 ár, nú síðast með hópnum Hugarafli sem vill sjá breyttar áherslur í geðheilbrigð- isþjónustu og fleiri valmöguleika innan hennar, en innan hópsins starfa bæði iðjuþjálfar og not- endur geðheilbrigðisþjónustunn- ar. Auður segir umræðuna um geðræn vandamál hafa opnast á þessum 10 árum en það megi enn gera betur. „Umræðan hefur sem betur fer mjakast í rétta átt, ekki síst vegna hópa á borð við Hug- arafl. Við hjá Hugarafli teljum okkur vera að skapa mikil verð- mæti með því að auka atvinnu- tækifæri út frá reynslu geð- sjúkra og miðla henni áfram. Við viljum meðal annars efla útgáfu fræðsluefnis, efla jákvæða um- ræðu um geðheilbrigðismál og hafa áhrif á fordóma. Ég tel að umræðan hafi gjarnan verið allt of þröng og það vill gleymast hversu breiður hópur það er sem glímir við geðsjúkdóma og hver- su ólíkar þarfir fólks geta verið. Með þessari þröngu mynd er verið að ala á fordómum. Það þarf að takast á við hugmynda- fræði, skoða hvað virki út frá sýn notenda og gæta þess að taka ekki ákvarðanir sem draga okk- ur aftur í tímann." Auður starfar í anda empower- ment-hugmyndafræðinnar sem gengur út á það að einstaklingur- inn sé efldur til að ná tökum á eig- in lífi og tilveru, með því meðal annars að nálgast hann á jafn- SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » Innilegarþakkir jyrir auðsýnda samúð og blóm við andlát og útfór elskulegs fóður okkar, tengdafóður, bróður, mágs, afa og langafa, Engilberts Þorvaldssonar frá Heiðarvegi 57, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hraunbúða fýrir góða umönnun. Sigurborg Engilbertsdóttir, Guðbjörg Engilbertsdóttir, Jóhann Jónsson, Elin Þorvaldsdóttir, Agúst Jósefsson, bamabörn og barnabarnaböm. AUÐUR AXELSDÓTTIR Hugarafl hefur aðstöðu ( heilsugæslustöðinni f Drápuhlfð og er hluti af starfi Auðar f tilraunaverkefni, á vegum Tryggingastofnunar rfkisins og heilbrigðisráðuneytisins, sem hefur hlotið nafnið Iðjuþjálfun-Geðheilsa/Batahvetjandi þjónusta. Auður seg- ir að f Heilsugæslunni hafi þeim verið tekið einstaklega vel og starfseminni sýndur mikill áhugi. ingjagrunni. Auður bendir á að einfaldir hlutir í daglegu lífi eins og að borga reikninga, eiga sam- skipti við fólk og fara út í búð séu hindranir sem þurfi að vinna með. Starf hennar miðast því við að fólk nái fótfestu eftir innlögn, rjúfi einangrun, hafi fjölskylduna með í ráðum og ekki síst að skjól- stæðingar taki ákvarðanir sjálfir um eigið líf. „Það þarf að hlusta betur eftir þörfum geðsjúkra og því sem þeir telja að gagnist þeim í bataferlinu. Við hjá Hugarafli leggjum mikið upp úr því að skjólstæðingar hafi raunverulegt vald til að taka málin í sínar hend- ur, séu sýnilegir og virkir þátttak- endur í samfélaginu. Skjólstæð- ingar tala oft um að það sé úr of litlu að moða eftir innlögn og eft- irfylgnin sé lítil sem engin. Hún á að miðast að því að fólk nái aftur tökum á fyrri hlutverkum eða séu sköpuð ný hlutverk eftir veikindi. Það er skortur á atvinnutækifær- um og við þurfum sameiginlegt átak til að breyta áherslum og viðhorfum til geðsjúkra á vinnu- markaði." ■ VIKAN SEIX/I VAR VIGDÍS ESRADÓTTIR VAR ALLA SÍÐUSTU VIKU AÐ STÚSSAST I KRINGUM SPÆNSKA MENNINGARDAGA I KÓPAVOGI Margtfólk varð hissa í hléinu „Vikan er búin að vera alveg frábær en hún byrjaði með myndlistarsýningunni f Gerðar- safni sem er einstök og ég mæli sérstaklega með að fólk láti hana ekki framhjá sér fara," segir Vigdfs Esradóttir, forstöðukona Salarins f Kópavogi. Hún hefur staðið í ströngu sfðustu vikuna vegna spænskra menningardaga f Kópavoginum, en í tilefni þess voru nokkrir tónleikar haldnir í Saln- um. „Hingað kom meðal annars fríður flokkur spænskra listamanna til að halda tvenns konar tónleika. Fyrri tónleikarnir áttu að vera hefðbundnir flamenco-tónleikar en þeir seinni flamenco-fusion með smá djassfvafi. Hins vegar vegna tungumálaörð- ugleika varð smá misskilningur sem olli því að tónleikarnir vfxluðust, þannig að hér var margt fólk hissa I hléinu," segir Vígdfs en bætir við að allir hafi verið sáttir samt sem áður og reyndist misskilningurinn vera hinn skemmtilegasti. Hópurinn býður aftur á ik móti upp á aukatónleika í kvöld en uppselt er út úr dyrum. „Ég hvet alla þá sem ekki gátu tryggt sér miða að fara á fjölskylduhátíðina ( Smáralind- inni f dag en þar mun hópurinn koma fram í allri sinni dýrð," segir Vigdís, sem minnir ein- nig á málþing sem haldið er í Salnum í dag. „Þar verða flutt nokkur örstutt erindi sem tengjast Spáni og ættu að verða bæði fræð- andi og skemmtileg," segir Vigdfs. „Ég er mjög sæl með þessa spænsku daga þar sem allt hefur verið gert af miklum metn- aði og ég er stolt af þessu. Það eina sem ég get sagt að ég sjái eftir er að hafa ekki lært spænskuna betur í menntaskóla svo ég ætti auðveldara með að tjá mig við þetta dásam- lega fólk," segir Vigdis. VIGDfS ESRADÓTTIR Með Unu sem er af Cocker Spaniel- kyni en hún hefur verið Vigdfsi til halds og trausts í annasamri viku. AFMÆLI Bjöm Steinbekk, tón- leikahaldari með meiru, er 32 ára. Steinar S. Waage, skókaupmaður, er 72 ára. ALÞJÓÐLEGI GEÐHEILBRIGÐISDAGURINN: GRÍMUR FALLA Hlustað eftir þörfum geðsiúkra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.