Fréttablaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 14
9. október 2004 LAUCARDACUR skoðun SJÓNARMIÐ SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR Tjáum okkur um hvatir og óra. Dásamlegir tímar, eða hvað? Við hér á eyjunni, við erum orðin svo frjáls. Frjáls og hispurslaus eins og almennilegt fólk útlendis. Það er svo að segja allt búið með feimni og pukur. Við getum sagt allt og gert allt - líka í sjónvarpi. Við getum áttað okkur á því hvenær sem er á ævinni að við erum ekki þau sem við höfum haldið okkur vera og bara snúið við blaðinu. Við höfum frelsi til þess. Við getum áttað okkur á því að við erum öðruvísi kynhneigð í dag en í gær, riggað okkur með þá opinberun á næstu sjónvarpsstöð og tjáð okkur, meira að segja dregið krakkakvikindin á eftir okkur til þess að vitna um hvað þeim líði vel með að við séum svona frjáls og lukkuleg. Jú, krakkana. Auðvitað. Það stendur nú á ekki ómerkilegri stað en í boðorðunum tíu að börn eigi að virða föður sinn og móður. Það réttlætir allt sem við foreldrar hugsum, segjum og gerum. Sem betur fer. Þess vegna getum við líka gasprað fram- mi fyrir alþjóð um gredduna í okkur, trekant og firkant, já allt það kynlíf sem rúmast í flatarmálsfræðinni, án þess að taka til- lit til eins eða neins. Það gerir ekkert til þótt börnin okkar séu unglingar þegar við brjótumst út úr því helsi að hossumbossast með röngu kyni, eða of fáum í einu, og tjá okkur um það í mynd, tali og tónum. Ung- lingar hafa hvort eð er vitað allt um kynlíf frá því í frum- bernsku og sleppa því alveg við hið hallærislega rómantíska tímabil unglingsáranna sem einu sinni, á virkilega óupplýstum tímum (je minn, látið mig muna það) þótti hluti af æskilegu þroskaferli hvers einstaklings. Heppin vorum við foreldrar að boðorðin sögðu okkur ekki að virða börnin okkar. Þá myndi líf okkar raskast af skyldum og ábyrgð og við yrðum að velta því fyrir okkur hvort það gæti skaðað þau að hlusta á frjálslegt tal um hvatalífið og rétt okkar til þess að láta stjórnast af því. Lífið væri eins þrúgandi og í gamla daga þegar einhverjir asnar töldu æskilegt að varðveita sakleysið. Það er auðvitað miklu betra fyrir börnin að við get- um talað upphátt um kynlífskomplexa okkar, -óskir og -þrár. Þau verða bara smartari heimsborgarar fyrir vikið. Barnssálin er nú ekki svo brothætt að við foreldrar þurfum að fórna einu eða neinu til þess að hún haldist ókrambúleruð. Nú, ef hún skekkist eitthvað þá afneitum við því bara og kennum krakkan- um að afneita því líka - kennum ríkisstjórninni, efnahagsum- hverfinu og félagslegu misrétti um. Dásamlegir tímar sem við lifum á. Við getum bútað sundur fjölskylduna okkar fyrir hvaða kenndir og hvatir sem er, verið gráðug og gröð, án þess að velta fyrir okkur langtímaafleiðing- um á þá sem næstir okkur standa. Sagt þeim að skilja okkur og brosa í dag, endurtaka það næsta dag og þarnæsta - þangað til allir eru farnir að trúa þessari líka gæfu. Enda vita allir að börnum er eðlilegt það sem þau alast upp við. Ef við pillum niður fjölskyldum okkar fyrir hvatir og kenndir, og látum vera að móralísera eitthvað yfir tilfinningum, sakleysi og slíkum óþarfa, er meira en líklegt að þau verði jafn frjáls og við. ■ Sértilboð til e-kortshafa V FRÁ DEGI TIL DAGS Réttlaust fólk? Ögmundur Jónasson hefur vakið athygli fyrir að taka upp hanskann fyrirfólk sem virðist hvergi eiga málsvara í þjóðfélag- inu. Á vefsíðu þingmannsins er að finna frásögn af fólki sem hótað hefur verið útburði úr félagslegu húsnæði ( eigu borgarinnar fyrir að skulda fjögurra mánaða leigu: „Til mín komu hjón í vikunni sem leið, kona sem var mér samtíða í barnaskóla á sín- um tíma og eigin- maður hennar. Hún er öryrki, hann er lág- launamaður. Hjónin voru miður sín enda héldu þau á yfirlýsingu frá Lögheimt- unni um „riftun á leigusamningi". Mér virtist þau með nánast allt bókhald sitt með sér. Fjögurra mánaða leiga var komin í vanskil. Aðrir reikningar sýndust mér vera greiddir. Bréfið frá Lögheimt- unni var ekki langt en þar var skýrt kveð- ið að orði. Þar sagði, „Er yður hér með gert að rýma íbúðina innan 7 daga. Ef þér hafið ekki rýmt íbúðina fyrir þann tíma verður leitað atbeina dómstóla um útburð." Ég skal játa að á lífsleiðinni hef ég stundum skuldað hærri upphæðir en þessi hjón. En aldrei hef ég staðið fram- mi fyrir því að vera hótað að verða svipt- ur heimili mínu með aðstoð dómsvalds. Ég held að maður þurfi að upplifa þetta sjálfur til að skilja tilfinninguna til fulls. En er þetta ekki farið að minna óþægi- lega mikið á þá gömlu daga er Bogesen réð lögum og lofum og ómagar og fá- tækt fólk var með öllu réttlaust?" Kvennaframboð á ný? Flestar konur verða spenntar þegar möguleikinn á nýju kvennaframboði er nefndur. En þær eru fáar sem eru bjart- sýnar á möguleika slíks framboðs. Þetta kemur fram í greininni „Þrúgur reiðinn- ar" í nýútkomnu Mannlífi þar sem í löngu máli er fjallað um stöðu kvenrétt- indabaráttunnar hér á landi. Rætt er við konur sem starfa með stjórnmálaflokk- unum og utan þeirra og eru þær allar óhressar með stöðu mála. Ein þeirra, Edda Jónsdóttir, segist aldrei kjósa karla í kosningum. „Ef ég kýs flokk mun ég strika alla karla þar út og hvet aðrar konur til að gera það sama." gm@frettabladid.is Hefur alþingi vald sitt frá guði? Því miður er til þess rík tilhneiging hjá fjölmiðlum, að persónugera vandmeðfarin deilumál í stað þess að stuðla að því að fram fari um þau vitræn rökræða. Þessa gætti við meðferð þeirra á því uppþoti sem varð vegna kafla í ræðu for- seta þingsins, Halldórs Blöndals, við þingsetninguna á dögunum. Menn vildu endilega setja hana í það samhengi að um væri að ræða móðgun við forsetann, persónuna Ólaf Ragnar Grímsson. Mér er með öllu óskiljanlegt að forsetinn sjálf- ur hefði getað litið á ræðuna sem móðgun við sig. Hann hafði lokið sínu starfi og var farinn úr þingsöl- unum. Hitt er annað mál að það var með öllu óviðeigandi að vísa til deilumála síðastliðins sumars við athöfn þar sem þingmenn áttu þess engan kost að svara fyrir sig með öðru móti en því að strunsa út. Þingforseti sagði í ræðu sinni við þetta tækifæri: „Synjunar- ákvæði stjórnarskrárinnar er leif- ar af þeirri trú, að konungurinn - einvaldurinn - fari með Guðs vald. Þingið stóð gegn vilja konungs og leiðrétti vald eins manns með því að taka það til sín. Alþingi er kosið af þjóðinni. Þar á fólk með ólíkar skoðanir og stefnur sína fulltrúa. Þar ráða menn ráðum sínum og leiða mál til lykta. Þótt forseti lýð- veldisins sé kjörinn á sama hátt getur hann ekki mælt sig við Al- þingi.“ Hvar var Halldór Blöndal í allt sumar þegar ítarlegar umræður fóru fram eftir synjun forseta á fjölmiðlalögunum um þá stjórnar- skrá sem lýðveldinu var sett við stofnun þess 1944? Innan þings og utan var rækilega farið í saumana á öllum umræðum á Alþingi á ár- unum 1942-44 um stjórnarskrána, tillöguflutning þingmanna og af- greiðslu á þeim tillögum. Sú um- ræða leiddi þetta í ljós: Alþingi ákvað í upphafi að eng- ar breytingar skyldi gera á stjórn- arskránni nema þær einar sem leiddi af flutningi konungsvaldsins inn í landið og engin stofnun fengi við það meiri valdheimildir en ver- ið höfðu. Alþingi ákvað aldrei að „leið- rétta vald eins manns með því að taka það til sín“. Þvert á móti; til- lögur um það, að forseti íslands yrði valinn af Alþingi og staða hans þannig einungis táknræn tignar- staða, og komið á algeru þingveldi, voru felldar. Synjunarvaldið var þrautrætt. Raddir voru uppi um það að þótt konungur hefði aldrei beitt þessu valdi eftir fullveldið 1918, hefði vitneskjan um það leitt til aukinnar varkárni þingsins við setningu löggjafar. Meirihluti í DAG RÆÐA FORSETA ALÞINGIS ' Það er beinlínis rangt hjá þingfor- setanum, að Alþingi sé kjörið af þjóðinni með sama hætti og forsetinn. Þing- menn eru fulltrúar ákveð- inna landshluta með mis- jafnt atkvæðavægi á bak við sig. Forsetinn einn er þjóð- kjörinn með jöfnu atkvæða- vægi allra landsmanna. þingsins vildi því halda synjunar- valdinu, en fá það í hendur þjóð- kjörnum forseta, sem færi með löggjafarvaldið í samlögum við þingið. En í staðinn fyrir óskorað synjunarvald konungs skyldi for- seti aðeins hafa tímabundið synj- unarvald, lög tækju gildi án undir- skriftar hans, en færu til þjóðar- innar til endanlegs úrskurðar. Þetta jafngilti yfirlýsingu þingsins um að allt vald væri frá þjóðinni komið. (Guð var ekki nefndur á nafn í þessum umræðum, hvað þá að þingið væri að taka til sín vald, sem einhverntíma í fyrndinni hafði verið talið frá honum komið). Með þessu setti þingið sjálfu sér ákveð- in valdmörk, en einnig forsetanum, þar sem synjunarvaldið var nú að- eins orðið málskotsvald. Þegar pólitískt ofríki stefnir máli í þvílíkt óefni, að þingviljinn stangast á við þjóðarviljann, er það rökrétt að þjóðin ein geti leitt málið til endan- legra lykta. Því má segja að hlut- verk forsetans sem málskotsaðila samrýmist hinu hlutverki hans, sem meira er haldið á loft, þ.e. sameiningartákninu. Báðum er ætlað að koma á friði í samfélag- inu. Það er beinlínis rangt hjá þing- forsetanum, að Alþingi sé kjörið af þjóðinni með sama hætti og forset- inn. Þingmenn eru fulltrúar ákveð- inna landshluta með misjafnt at- kvæðavægi á bak við sig. Forset- inn einn er þjóðkjörinn með jöfnu atkvæðavægi allra landsmanna. Tillaga á Alþingi 1942-44 um að þingið gæti tekið aftur til af- greiðslu frumvarp sem forseti synjaði undirskriftar, og þyrfti það þá samþykki 2/3 þingmanna, var felld. Því er ljóst, að að það var stjórnarskrárbrot af hálfu meiri- hluta sumarþingsins að afnema lög, sem komin voru á forræði þjóðarinnar til úrskurðar. Á sama hátt braut forsetinn stjórnar- skrána með því að staðfesta lög um afnám laga, sem alþingi hafði ekki lengur á sínu forræði. Alþingi hef- ur með þessum verknaði gefið for- seta það óskoraða synjunarvald, sem stjórnarskrárgjafinn 1944 margfelldi. Þjóðin var svikin um það úrskurðarvald sem henni hafði verið fengið með samþykkt stjórn- arskrárinnar.Enn er það opin spurning, hvort kjósendur geti leit- að til dómsvaldsins til að rétta sinn hlut í þessu máli. Það er rétt hjá al- þingisforsetanum að „ákvæði stjórnarskrárinnar um æðstu stjórn ríkisins, Alþingi, fram- kvæmdavald og dómsvald þurfa endurskoðunar við“. En það er til þess að gefa alþingi þá reisn, sem það ekki hafði í sumar, þegar meirihluti þess lá hundflatur fyrir framkvæmdavaldinu, og til þess að efla jafnframt sjálfstæði dóms- valdsins gagnvart hinu sama valdi. Ekki til að þrengja enn að rétti borgaranna. Það væri vissulega einnar messu virði að forsætis- nefnd þingsins beitti sér fyrir því að á vegum þess færi fram rann- sókn á því hvað fyrir stjórnar- skrárgjafanum vakti 1944 og að í kjölfarið færi fram vönduð um- ræða á þinginu með almennri þátt- töku stjórnarliða en ekki einhliða málflutningi stjórnarandstöðunn- ar, sem staðfesti þá niðurstöðu, að þingið hefur ekki vald sitt frá Guði eða neinum öðrum aðila utan þings, heldur frá þjóðinni - og henni einni. ■ ORÐRÉTT Hin rétta skoðun Skyldi Valgerður segja að stuðn- ingsmenn flokksins séu ekki framsóknarmenn eða hefur það breyst svo, semfelst í því að vera framsóknarmaður að mati Valgerðar, að framsóknarmenn- imir hafa ekki áttað sig á því og eru að verða viðskila vid próf- kúruhafa Hinnar Réttu Skoðun- ar Flokksins. Kristinn H. Gunnarsson Morgunblaðið 8. október Einfalt lögmál Hvað reksturinn varðar þá er það einfalt lögmál sem gildir; að fá meira inn enfer út. Óskar Magnússon Morgunblaðið 8. október Fjölþjóðlegur sími Líklegast er að Síminn verði sameinaður búlgarska símanum og þeim tékkneska. Jón G. Hauksson Morgunblaðið 8. október Réttsýnn yfirmaður Ég er ekki með neinn yfirmann nema Guð, hann er ágœtisyfir- maður og réttsýnn. Ingibjörg R. Þengilsdóttir DV 8. október Eindreginn stuðningur Því lengur sem verkfállið varir þeim mun eindregnari verður stuðningur minn við það. Þorsteinn Kriiger Morgunblaðið 8. október ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahllð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjom@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dre'rft ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðumesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið (völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins I stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.