Fréttablaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 17
shoðun LAUGARDAGUR 9. október 2004 17 AF NETINU Lítil sveitarfélög Okkur (slendingum hættir oft til að bera okkur saman við aðrar þjóðir og það á m.a. við um þá þjónustu sem við fáum frá sveitarfélögunum. Það vill oft gleymast í þessum samanburði að við erum með sveitarfélög allt niður í tæp- lega 50 íbúa og erum yfirleitt að bera okkur saman við sveitarfélög sem hafa tugi eða jafnvel nokkur hundruð þús- und íbúa.ÝKrafan um aukna og bætta þjónustu við íbúana hlýtur að kalla á frekari hagræðingu og sameiningu sveitarfélaga.ÝFyrirtæki á almennum markaði hafa mætt aukinni samkeppni með sameiningum og hagræðingum með miklum árangri eins og sjá má á útrás íslenskra fyrirtækja.ÝVið hljótum að gera þá kröfu til sveitarstjórnar- manna að þeir leiti allra leiða til að veita íbúunum sem besta þjónustu. G. Valdimar Valdemarsson á timinn.is Hreint fyrir sínum dyrum Það er kominn tími á að íslensk stjórn- völd geri hreint fyrir sínum dyrum vegna innrásarinnar í (rak. Það er kom- inn tími á að Halldór Ásgrímsson, nýr forsætisráðherra þjóðarinnar, viður- kenni að ákvörðunin um að lýsa yfir stuðningi við innrásina hafi verið mis- tök og illa ígrunduð. Það varð enn Ijós- ara í gær þegar Donald Rumsfeld við- urkenndi opinberlega að upplýsing- arnar sem notaðar voru f rökstuðn- ingnum fyrir innrásinni voru rangar. Jóhann Hjalti Þorsteinsson á sellan.is Ævintýrið um Linu.net Öll munum við eftir ævintýrinu um Línu.net sem á 5 ára tímabili tapaði rúm- um 1 milljarði króna. Fjármunamynd- unin var neikvæð um tæpar 500 milljón- ir króna sem bendir til þess að rekstur- inn hafi ekki verið að skila neinu til Orkuveitunnar nema beiðnum um aukið hlutafé. Orkuveitan lét á þessu tlmabili 1,1 milljarð I nýtt hlutafé til Llnu.nets sem síðar seldi hjartað sitt þ.e.a.s. Ijós- leiðarakerfið til Orkuveitunnar á yfir- sprengdu verði til þess að forðast gjald- þrot. Birgir Örn Brynjólfsson á frelsi.is Beint lýðræði í Sviss Önnur sérstaða Sviss liggur I útfærslu landsins á beinu lýðræði. ( Sviss eru haldnar að meðaltali þrjár þjóðarat- kvæðagreiðslur á ári, og geta þrjár ástæður legið að baki þess að mál er lagt í dóm þjóðarinnar: 1) ef um stjórn- arskrárbreytingu er að ræða. 2) ef flokk- ur á þingi er ósáttur við eitthvað sérstakt frumvarp getur hann safnað 50.000 undirskriftum innan 100 daga og fengið fram atkvæðagreiðslu um málið. 3) ef hópur af einhverju tagi safnar 100.000 undirskriftum á innan við 18 mánuðum þá getur hann krafist atkvæðagreiðslu um hvaða mál sem er. Andrés Fjeldsted á politik.is Umskipti á bankamarkaði Mikil umskipti eiga sér stað á banka- markaði nú um stundir fyrir einstaklinga. Okkur gefst kostur á að taka lán gegn fasteignaveði á lægri vöxtum en sést hafa í háa herrans tíð. Þetta eru breyttir tímar fyrir kynslóðirnar sem búið hafa við verðtryggingu á allt og öllu nema launum sínum. Einnig hefur hámarks- upphæð lána hækkað verulega. (búða- lánasjóður hefur búið við að þurfa að bíða eftir að þing komi saman til að hægt sé að leiðrétta stöðu hans á mark- aði. Nú hefur það gerst og kosningalof- orð Framsóknarflokksins um 90% lán til kaupa á meðalfbúð hefur verið sam- þykkt innan rfkisstjórnar Halldórs Ás- grímssonar. Guðlaugur Sverrisson á hrifla.is Davíð brilleraði Ekki þarf að deila um það að Davíð Oddsson brilleraði f umræðum um stefnuræðu eftirmanns sfns sfðastliðið mánudagskvöld. Nýi utanrfkisráðherrann gekk skrefi lengra en forverinn f nauð- vörn fyrir stuðninginn við strfðsglæpina í (rak enda vanur að veðja á að með nógu ósvífinni tilfærslu víglínunnar megi halda velli í hvaða kappræðu sem er. Að þessu sinni voru fullyrðingarnar þó of brjóst- umkennanlegar til að ná máli. Steinþór Heiðarsson á murinn.is Tekjuójöfnuður er UMRÆÐAN TEKJUSKIPTING GUDMUNDUR ÖRN JÓNSSON VERKFRÆÐINGUR Á sínum tíma gaf Þjóðhagsstofn- un reglulega út rit með titlinum „Tekiur, eignir og dreifing þeir- ra“. I því kom meðal annars fram að „dreifing ráðstöfunartekna hjóna hefur orðið marktækt ójafnari" samkvæmt „algengasta mælikvarða tölfræðinnar á tekju- dreifingu", Gini-stuðlinum. Skömmu seinna var Þjóðhags- stofnun lögð niður og hætt var að birta sambærilegar upplýsingar um tekjudreifingu. Nýlega hefur þó Ríkisskatt- stjóri birt tölur sem gerir það mögulegt að reikna út umræddan Gini-stuðul og kemur þar fram að ójöfnuður í tekjudreifingu heldur áfram að aukast og er ójöfnuður- inn nú orðinn töluvert meiri en hann var fyrir nokkrum árum á hinum Norðurlöndunum. Tekjur manna byggjast annars vegar á hæfileikum og dugnaði þeirra, og hins vegar á samnings- stöðu. Aukinn ójöfnuður í dreif- ingu tekna er því vegna þess að þeir tekjuhæstu hafa orðið dug- legri og hæfileikaríkari, eða enn að aukast vegna þess að þeir búa við betri samningsaðstöðu vegna breyttra leikreglna í þjóðfélaginu. Ekki sjást nein merki þess að dreifing dugnaðar og hæfileika hafi orðið marktækt ójafnari með- al landsmanna á seinustu árum og hlýtur því aukinn ójöfnuður að vera vegna breyttra leikreglna. Á seinustu árum hefur íslenskt þjóðfélag á margan hátt færst nær markaðsskipulagi, og fer það vel. Aukinn ójöfnuður vekur því furðu, því samkvæmt helsta boð- bera markaðsskipulagsins, Milton Friedman, á þróun þess að draga úr tekjumun. Eitthvað hefur því farið úrskeiðis. Getur verið að séríslensk út- færsla markaðsskipulagsins eigi þar hlut að máli? Getur verið að tilfærsla á skattlagningu til þeirra tekjulægri með raunlækkun per- sónuafsláttar og hækkun trygg- ingagjalds auki ójöfnuð? Getur verið að úthlutun verðmæta frá hinu opinbera í stað uppboða þeir- ra eigi þar einhvern hlut að máli? Getur verið að einkavæðing þar sem kaupendur hafa undantekn- ingarlítið verið valdir af stjórn- málamönnum í stað uppboða eigi þar hlut að máli? Getur verið að tilfærsla verðmæta upp á 300.000.000 kr í formi kvóta til fá- menns hóps eigi þar hlut að máli? Að minnsta kosti á þetta sérís- lenska markaðsskipulag ekkert skylt við hugmyndir Miltons Friedman. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.