Fréttablaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 49
bæfeur LAUGARDAGUR 9. október 2004 37 Svartir englar tilnefndir Dómnefnd Hins ís- lenska glæpafélags hefur komist að þeirri einróma niðurstöðu að glæpasagan Svartir englar eftir Ævar Örn Jósepsson verði fram- lag lslands til norrænu glæpasagnaverðlaun- anna, Glerlykilsins, næsta vor. Skandinaviska Kriminalselskapet (SKS) veitir á ári hver- ju Glerlykilinn, verð- laun fyrir bestu nor- rænu glæpasöguna. Þetta er fimmta skiptið sem Hið íslenska glæpafélag til- nefnir sögu fyrir íslands hönd en áður hafa Viktor Arn- ar Ingólfsson og Arn- aldur Indriðason verið tilnefndir og hefur Arnaldur tvívegis unnið Glerlykilinn. Svartir englar er önnur glæpasaga Æv- ars Arnar. Hann var kosinn forseti SKS síð- asta vor og er fyrstur íslendinga til að gegna þeirri stöðu. Nýlega tók hann þátt í aðal- fundi AIEP, alþjóða- samtaka glæpasögu- höfunda, í Amsterdam og í tuttugu ára af- mælishátíð samtaka finnskra glæpasöguhöfunda. ■ ÆVAR ÖRN JÓSEPSSON Svartir englar verða framlag fslands til Glerlykílsins. Tolkien er eftirlæti Þjóðverja- Þýska sjónvarpsstöðin ZDF efndi nýlega til skoðanakönnun- ar um eftirlætisbók áhorfenda. 250.000 manns tóku þátt í könn- uninni. Hringadróttinssaga Tolkiens varð hlutskörpust en breskir sjónvarpsáhorfendur völdu hana sem eftirlætisbók sína fyrir ári síðan. Mesta eftirtekt hefur hins vegar vakið að The Pillars of the Earth eftir Ken Follett varð í þriðja sæti. Bókin gerist í Englandi á 12. öld og dramatísk atburðarásin snýst um bygg- ingu dómkirkju. í vali breskra sjónvarpsáhorfenda varð bókin í 33 sæti. Þýskur bókmenntafræðingur segir svartsýni hrjá Þjóðverja vegna hnignandi efnahags- ástands og því leiti þeir huggun- ar í ævintýrabókum. ■ EFTIRLÆTISBÆKUR ÞJÓÐVERJA 1. Hringadróttinssaga eftir JRR Tolkien 2. Biblían 3. The Pillars of the Earth eftir Ken Follett 4. Ilmurinn eftir Patrick Suskind 5. Litli prinsinn eftir Antoine de Saint-Exupéry 6. Buddenbrooks eftir Thomas Mann 7. The Physician eftir Noah Gordon 8. Alkemistinn eftir Paul Coelho 9. Harry Potter og viskusteinninn 10. Pope Joan eftir Donnu Kross JRR TOLKIEN Hringadróttinssaga er eftir- lætisbók Þjóðverja. ELFRIEDE JELINEK Hlaut Nóbelinn nokkuð óvænt Umræður um Jelinek Eins og kunnugt er hlaut austur- ríska skáldkonan Elfriede Jelinek Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Nokkrar umræður urðu um út- hlutunina á spjallsíðu Guardian og sitt sýndist hverjum. „Hver er þetta?“ spurðu einhverjir. Þó fundust netverjar sem höfðu lesið verk Jelinek og sögðu þau býsna góð. Einhver fullyrti að Jelinek hefði fengið verðlaunin vegna þess að hún er kona og á réttri pólitískri línu, það er að segja rót- tæk í skrifum sínum. Síðasta leik- rit hennar var til dæmis hörð árás á afskipti Bandaríkjamanna á írak. Og svo var auðvitað nefnt að enn eitt árið hefði verið gengið framhjá Philip Roth, sem er óum- deilanlega einn mesti núlifandi meistari í skáldsagnageiranum. Nýjasta bók hans The Plot Aga- inst America er að fá gríðarlega athygli í hinum enskumælandi heimi. Aðdáendur meistarans bíða og vona að Nóbelsnefndin muni eftir honum á næsta ári. ■ JaquelineWilson [ BÓK VIKUNNAR ] Lóla Rós Lóla Rós eftir Jacqueline Wilson. Frábær og raunsæ unglingabók þar sem fjallað er um jafn viðkvæm efni og heimilisofbeldi og krabba- mein. Jaqueline Wilson er flinkur höfundur sem kann að segja dramatíska sögu og hún fellur aldrei í þá gryfju að vera prediku- narkennd eða leiðinleg. Það er engin furða að unglingsstúlkur skuli sækja í bækur Wilson, hún virðist skilja þær fullkomlega. ÁSAMT ÞJI FRAM í (TUNGLIÐ) DERRICK ■ I r YK5IA 5INN A lítl5LAUI)KI ÞJÓÐSAGNAKENNDU GÖTUBANDI SÍNU, SEM M.A. K0M í S/CNSKA SJÓNVARPINU 0G FYU.TI NÝJA BfÓ BFYKJAVÍK FJÓRUM SINNUM SUMARID SÆLA ‘89 SÖNGUR „PR0FESS0R WASHB0ARD" ÁSLÁTTARHLJÓÐFÆRl! 1 P'PUR GUÐJÓNSS0N r FSARI í TILEFNIAF ÚTK0MU „UPPHAFSINS" BJÓÐA HAGKAUP TÓNLISTARUNNENDUM ALLAR ELDRI PLÖTUR KK Á TILB0ÐSVERÐI í 0KÓTBER . EÐA Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST. KK ÁRITAR ÍDAG í EFTIRTÖLDUM HAGKAUPSVERSLUNUM SMÁRALINDKL 14:00 KRINGLANKL 14:45 SKEIFAN KL 15:30 BÐNLEIÐ-1992 GLEÐIFÓLKIÐ <*2> Ýtryfo'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.