Fréttablaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 16
skoðun 9. október 2004 LAUCAROACUR Ræður hulduherinn úrslitum? 16 Ameríkubréf SKÚLI HELGASON Baráttan um forsetastólinn hér í Bandaríkjunum er gríðarlega hörð. Auglýsingar Bush og Kerrys eru komnar út á ystu nöf og sannleikur- inn situr oft eftir á klippiborðinu. Skoðanakannanir sýna að Kerry hefur unnið upp forskot Bush og framhaldið veltur á írak og frammi- stöðu í kappræðunum. Skoðana- kannanir eru vægast sagt mis- vísandi þessa dagana. Landskannan- ir í þessari viku sýna allt frá 2% for- skoti Kerrys til 8% forskots Bush. Jafnvel í einstökum fylkjum má finna kannanir teknar á sama sólar- hring sem sýna gjörólíka niður- stöðu, s.s. í Wisconsin þar sem sveiflan milli kannana nam heilum 16 prósentustigum! Skýringin liggur yfirleitt í mismunandi úrtaki og virt fyrirtæki eins og Gallup hafa orðið uppvís að því að nota úrtak, þar sem t.d. óeðlilega hátt hlutfall er af flokksbundnum repúblikönum. Slíkt getur skekkt niðurstöðurnar veru- lega. Fjölmiðlar keppast við að birta kannanir sem sýna fylgi á landsvísu. Það er hins vegar sáralítið að marka slíkar kannanir. Ástæðan er sú að forsetakosningar í Bandaríkjunum eru ekki landskosningar. Kosning- arnar ráðast að öllu leyti í einstök- um fylkjum, sem hvert hefur ákveð- inn fjölda kjörmanna og takmarkið er að tryggja sér meirihluta þeirra. Til að sigra þarf frambjóðandi a.m.k. 270 kjörmenn. Úrslit í einu fylki hafa engin áhrif í öðrum fylkj- um. Ef við skoðum stöðuna í einstök- um fylkjum þá kemur í ljós að úrslit- in mega teljast ráðin í 36 fylkjum. Baráttan stendur um hin 15 fylkin. Demókratar unnu átta þeirra í síð- ustu kosningum og þeir þurfa að verja þau jafnframt því að vinna eitt til tvö fylki af Bush. Þar eru dýr- mætust Florida og Ohio með samtals 47 kjörmenn og í báðum þessum fylkjum er staðan nú hnífjöfn. Nýjar kannanir gefa til kynna að Kerry hafi unnið upp 5-6% forskot Bush á báðum stöðum. Hins vegar þarf Kerry að verja sína 38 kjörmenn í Michigan og Pennsylvaníu þar sem einnig er jafntefli í augnablikinu. Takmarkanir skoðanakannana birtast einnig í því að þær mæla illa nýja kjósendur. Hér vestra þurfa all- ir sem vilja kjósa að skrá sig sérstak- lega á kjörskrá. Félagasamtök hafa beitt sér af alefli síðustu mánuði við að skrá nýja kjósendur og árangur- inn hefur ekki látið á sér standa. Talið er að þessi samtök muni skrá allt að þrjár milljónir nýrra kjósenda í þeim fylkjum þar sem tvísýnt er um úrslit. Fjöldi nýskráðra þar gæti orðið allt að tífalt meiri en í síðustu kosningum. í Flórida þar sem mun- urinn á fylgi Bush og Gore var 537 atkvæði hafa nú verið skráðir 600.000 nýir kjósendur. Talið er að meirihluti þeirra sé blökkumenn og fólk af spænskum uppruna, sem jafnan styður frekar demókrata. Ef þessi hópur skilar sér á kjörstað gæti það ráðið úrslitum í kosningun- um. Þessi hulduher nýrra kjósenda er vanmetinn í skoðanakönnunum, því þær byggja yfirleitt á listum yfir skráða kjósendur í síðustu kosning- um. Næstu fjórar vikur munu ein- kennast af tryllingslegri baráttu fót- gönguhða í fylkjunum fimmtán við að fá þessa nýju kjósendur til að skila sér á kjörstað. Barist verður maður á mann, með símhringingum og heimsóknum til kjósenda - að- ferðum sem flestir markaðsfræðing- ar töldu úreltar. ■ Ráðherrarnir ekki stikk- frí frá kennaradeilunni C\ UMRÆÐAN KEN NARAVERKFALLIÐ BJÖRCVIN SICURÐSSON ALÞINGISMAÐUR Kennaradeilan nú snýst að miklu leyti um að laun 30 ára gamals kennara hækki í 230.000 árið 2007 auk þess að kennsluskyldan lækki úr 28 tímum í 26. Hvorutveggja til nokkurs samræmis við það sem gerist hjá framhaldsskólakennur- um. Grunnskólakennarar hafa dreg- ist verulega aftur úr viðmiðunar- stéttum sínum sem eru framhalds- skólakennarar og hjúkrunarfræð- ingar. Ríkisvaldið gaf á sínum tíma tóninn um kjör þessara stétta með samningum sem færðu þeim rétt- látar kjarabætur á þeim tíma. Síðan þá hefur það verið öllum ljóst að grunnskólakennarar bæði yrðu og myndu fylgja í kjölfarið. Um það blandast engum hugur. Ábyrgð ríkisins á deilunni er því augljós og mikil. Ríkið gaf tóninn og ríkið skammtar sveitarfélögunum tekjustofnana. Ríkisstjórn Islands verður að koma að lausn deilunnar með þeim hætti að sveitarfélögun- um verði það gerlegt að mæta þeim. Ríkið skuldar sveitarfélögunum milljarða króna og nú er tími upp- gjörs runninn upp enda eru það börn landsins sem gjalda fyrir með því að verða af lögbundnum rétti sínum til náms og fræðslu. Ríkið þarf að gera upp skuldir sínar við sveitarfélögin enda litlir fjármunir til skiptanna hjá sveitar- félögunum til að mæta útgjöldum vegna samninga við kennara. Mörg þeirra eru illa stödd og geta ekki sinnt lögbundnum verkefnum sínum. Að mestu út af ranglátri tekjuskiptingu á milli ríkis og sveit- arfélaga. Ríkið skammtar sveitarfé- lögunum tekjustofnana og verður að leiðrétta þá með sanngjörnum hætti. Það er einfaldlega vitlaust gefið í þessu spili. Launanefnd sveitarfélaga telur sig hafa boðið kennurum kjara- bætur sem leiði til verulegs út- gjaldaauka fyrir sveitarfélögin. Það er alveg ljóst eins og staðan er í dag að kennarar sætta sig ekki við það sem í boði er og það brúar ekki bilið á milli þeirra og framhaldsskóla- kennaranna. Það verður að finna leið til að brúa bilið. Því eru það mikil vonbrigði að nýr forsætisráð- herra og nýr menntamálaráðherra skuli ekki beita sér fyrir því að stjórnmálaflokkarnir sameinist um aðkomu ríkisvaldsins að deilunni og leiðréttingu á tekjustofnum sveitar- félaganna. Ráðherrarnir telja sig stikkfrí frá deilunni sem er vitaskuld f jarri lagi. Þeir bera ábyrgð á fræðslu- málum í landinu og geta ekki skýlt sér í þögninni. Það er þeim ekki sæmandi að flýja í það skjól. Þeim kemur það við að börnin í landinu fái ekki þá menntun sem þeim ber! Að nú þegar hafi tapast hátt í 600.000 þúsund skóladagar hjá börnunum í landinu. Ráðherrarnir eru aldrei stikkfrí þegar svo alvar- legt ástand ríkir og þeim ber að beita afli sínu og valdi til að liðka til fyrir lausn mála. Ríkisvaldið skuldar sveitarfélögunum milljarða króna meðal annars vegna tekju- taps sem sveitarfélögin hafa orðið fyrir vegna breytinga á skatt- kerfinu. Þau hafa t.d. töluvert minni tekjur eftir að vinnandi fólk hóf í auknum mæli að stofna einkahluta- félög og þurfa sveitarfélögin að greiða meirihluta húsaleigubótanna en ríkið átti í upphafi að bera 60% kostnaðarins. Þá eru ótaldar margar skuldbindingar sem ríkið hefur sett á sveitarfélögin. Undan þessari ábyrgð getur ríkisvaldið ekki vikið sér. ■ sæl úti fyrir Snæ- stutt viðtal við. Þau virtust hafa sætt sig fellsnesi. Guð- jfl bærilega við þróun mála. Síðan klappaði mundur var ekki ifl Al" NtllNU a||ur sa|ur|nn fynr lesbfunni frelsuðu og hár loftinu Sirrý færði henni sápukassa og eitthvert þegar hann hóf Tómleiki og skelfing Ég uppgötvaði á mér konsvervatíva og smáborgaralega hlið ! gærkvöld. ( gær- kvöld var þátturinn Fólk með Sirrý á dag- skrá Stöðvar 2. Þar var viðtal við lesblu sem hafði komið úr skápnum eftir langt hjónaband og barneignir. Og hvernig hafði þetta borið til? Hafði manneskjan áratugum saman lifað í hræðilegum blekkingarleik og reynt að bæla niður raunverulegar tilfinningar sfnar? Hafði hana skort kjark á gelgjuskeiðinu til að gangast við tilfinningum slnum vegna fordóma I umhverfinu og leiðst út [ hefð- bundið fjölskyldumynstur á skjön við raunverulegar tilfinningar sínar? Nei. Hún og maðurinn hennar höfðu sökkt sér niður I kynóra, legið í klámmyndum og sfðan byrjað að stunda makaskipti og hópkynlff. I þessari djúpköfun hjónanna f myrkviði lostans uppgötvaði konan að hún væri í raun lesbía og að f örmum annarrar konu væri hún f rauninni hún sjálf. Þessu fylgdi um sfðir skilnaður sem manninum og börnunum tókst að kyngja. Börnin voru stödd I þættinum, ungt og huggulegt fólk, sem Sirrý tók dót frá þáttarsponsor. - Allir virtust vera innilega glaðir, eins og þeir hefðu orðið vitni að sögu sem endar vel. Mfn Ifðan var hins vegar blanda af tómleika og skelfingu.... Hins vegar eru hlutir eins og makaskipti og hópsex ekki viðurkennd kynllfshegðun almennt, og þáttur Sirrýar, sem er ágætur fyrir sitt leyti, er það penn og borgaralegur, að hann myndi yfirleitt ekki fjalla um slíkt kynlff á jákvæðan hátt. - En þegar málið snýst um homma og lesbfur þá virðist einhvern veginn allt vera leyfilegt. Skyndilega var frásögn af makaskiptum og þvf sem einhvern tfma hefði verið kallað saurlifnaður hjóna, orðið eitthvað jákvætt og fagurt, af þvf það stuðlaði að þvi að kona varð lesbfa. Og börnin. Einhvern veginn fékk ég á til- finninguna að þetta fólk hefði fengið virkilega slæma meðferð, það hefði verið farið illa með það án þess það gæti nokkuð við því gert. Og fjandinn hafi það: Það er alltaf sorglegt og skelfilegt þegar fjölskyldu er rústað, það er ekki tilefni til að gleðjastyfir þvi og klappa yfir því í sjónvarpsþætti. Agúst Borgþór Sverrisson á agust- borgthor.blogspot.com MAÐUR VIKUNNAR Gefst ekki upp Guðmundur Kristjánsson, for- stjóri Brims, varði hluta vikunn- ar á kæjanum á Akureyri. Þar stóð hann í stappi við nokkra for- ystumenn stéttarfélaga sjó- manna vegna sérsamninga við áhöfnina á Sólbaki en átökin ná langt út fyrir þeirra raðir og inn í gjörvalla verkalýðshreyfing- una. Guðmundur er frá Rifi á Snæfellsnesi og varði þar æsku- og unglingsárunum. Hann var skemmtilegur strákur, dug- legur og heið- arlegur. S n e m m a fékk Guð- m u n d u r brennandi áhuga á öllu sem sneri að útgerð og fiskvinnslu enda faðir hans um- svifamikill á því sviði og raunar frum- , kvöðull. Krist- ján Guðmunds- son lét smíða fyrir sig bát í Danmörku árið 1955 en fágætt var að menn réðust í slík verkefni í þá daga. Hjólin í vinnslunni á Rifi snerust líka linnulítið en þar lögðu margir upp enda miðin feng- CUDMUNDUR KRISTJÁNSSON ÚTGERÐARMAÐUR í viðtali við Fréttablaðið í janúar sagði hann mikilvægi markaðs- og sölustarfsins í sjávarútvegi hafa aukist stórum og býr því vel að námi sínu ytra. Mönnum í útgerð og við- skiptalífi ber saman um að Guð- mundur sé klár, útsjónarsamur og duglegur. Hann vinnur nótt sem nýtan dag og leggst afar vel yfir alla að snúast í k r i n g u m rekstur föður síns og frá fyrstu stundu var hann afar meðvitaður um starfsemina, vissi hvað gera þyrfti og bar hag fyrirtækisins fyrir brjósti. En lífið var ekki bara saltfisk- ur, Guðmundur stundaði íþróttir af kappi, bæði fótbolta og frjáls- ar og þótti frambærilegur á báð- um sviðum. Vörnin var vett- vangur hans í fótboltanum og í frjálsum var hann jafnvígur á flestar greinar. Hefði sjálfsagt orðið góður tugþrautarmaður hefði hann haldið áfram. En svo var ekki enda stóð hugur hans alla tíð til útgerðar. Guðmundur lauk verslunar- prófi frá VÍ, lærði útgerðar- tækni í Tækniskólanum og markaðsfræði í Bandaríkjunum. hluti, gerir ekkert að óathuguðu máli. Hann er líka fylginn sér og gefst ekki upp þó á móti blási. Atökin í kringum Sólbak eru sögð gott dæmi um það en orð og athafnir verkalýðsforystunnar hafa ekki haggað þeirri stað- föstu vissu hans að hann hafi lögin sín megin og hafi ekki gert neitt rangt með því að semja beint við áhöfnina. Fólki þykir almennt gott að vinna hjá Guðmundi og bent er á að fáir hafi hætt hjá honum í gegnum árin. Hann hefur góða sýn yfir rekstur sinn og leggur línurnar en treystir samverka- mönnum vel fyrir þeirra verk- um. Guðmundur rak Básafell á ísafirði um skeið en fyrirtækið hafði átt í miklum rekstrarörð- ugleikum þegar hann keypti þar stóran hlut. Meðal annars voru óuppgerðar skuldir við verka- lýðsfélagið vestra en meðal hans fyrstu verka var að ganga frá þeim. Þótti það til marks um að hann vildi hafa allt á hreinu. En eins og gengur um umsvifamikla menn eru ekki allir á eitt sáttir um Guðmund Kristjánsson. Einum varð að orði að hann hefði breyst eftir að hann eignaðist ÚA/Brim og þekkir sá hann ekki fyrir sama mann. Áður hefði allt sem hann sagði staðið eins og stafur á bók en nú væri ekki mark á honum takandi. Guðmundur er hófsemdarmaður á lífsins lystisemdir og smakkar varla vín. Á æskuárun- um heima á Rifi ók hann félögum sín- um á sveitaböllin í stað þess að detta í það sjálfur. Hann er laus við flott- ræfilshátt og berst lítið á, þrátt fyrir ágæt _ fjár- ráð. í eina tíð var hann áhugamað- ur um flotta bíla og voru krómfelgur hugleiknar en þeir dag- ar eru liðn- ir. Guðmund- ur er nýlega fráskilinn en börnin eru þrjú. Hann sinnir þeim vel og í áðurnefndu viðtali við Fréttablaðið sagðist hann meðal annars hafa annast þau einn á meðan móðir þeirra var í námi í útlöndum. Þá rak hann fyrirtækið á morgnana en heimilið eftir hádegi. Hann nýt- ur útivistar, gengur á fjöll og er nýlega byrjaður að veiða á stöng. Líkt og margir í hans stétt er Guðmundur hjátrúarfullur. Tal- an þrettán er hans tala og í við- ræðunum um kaupin á ÚA lagði hann mikið upp úr því að ganga frá samningum þann 13. janúar. Það tókst, skrifað var undir einni mínútu fyrir miðnætti. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.