Fréttablaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 50
FRÉTTABLAÐIÐ 9. október 2004 LAUCARDACUR sport I sport@frettabladid.is Við vorkennum ... ... Fjölnismönnum fyrir að eiga ekki nothæfa leiklukku I úrvalsdeild I körfu- bolta en bilun I klukkunni I íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi gerði það að verkum að nýliðarnir gátu ekki notið fyrsta ún/alsdeildarsigurs síns f fyrra- kvöld. Haukarnir telja þó að klukkan hafi tryggt Fjölni sigur enda var karfa tekin af þeim á spennandi lokakafla leiksins þar sem klukkan stoppaði. „Ég mun aldrei þjálfa félagslið aftur á íslandi Ceir Sveinsson, fyrrum landsliðsfyrírliði og þjáifari Vais eftír að honum var ekki boðið landsliðsþjálfarastaðan. HVAÐ?_________HVAR? OKTÓBER 9 Laugardagur Öllu að tapa en lítið að vinna Fyrirliði landsliðsins telur sigur yfir Möltu enn mikilvægari en ráð var fyrir gert því fyrstu tveir leikir landsliðsins hafa þegar tapast. I2Í14.00 FH og Crótta KR mætast í Kaplakrika f l.deild kvenna i handknattleik. □ 14.00 Valur og ÍBV mætast f Valsheimilinu f l.deild kvenna f handknattleik. □ 15.00 |R 2 og Þór Ak. eigast við f SS Bikar karla f handknattleik. □ 16.15 Stjaman og Fram mætast f Ásgarði f 1 .deild kvenna f hand- knattleik. □ 16.15 KA/Þór og Haukar eigast við f KA heimilinu f 1 .deild kven- na f handknattleik. □ 16.15 FH og KA eigast við f Kaplakrika í handknattleik karla. □ 11.10 Allt Strength Fitness Challenge á Sýn. Sýnt frá alþjóðlegu móti f Aruba. □ 11.40 Meistaradeildin í hand- bolta á Sýn. Útsending frá leik Hauka og Barcelona á sfðasta ári. D 11.50 Formúla 1 á RÚV. Sýnt frá tfmatökum f Japan. □ 13.05 HM 2006 á Sýn. Útsending frá leik Ungverjalands og (slands f 8. riðli undankeppninnar. □ 14.45 HM 2006 á Sýn. Beint frá leik Englands og Wales f 6. riðli. □ 17.00 HM 2006 á Sýn. Beint frá *• leik Möltu og fslands í 8. riðli. □ 19.30 UEFA Champions League á Sýn. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu 1999 þar sem Man. Utd. og Bayem Munchen spiluðu. □ 21.30 Hnefaleikar á Sýn. Á meðal þeirra sem mættust voru Laila Ali og Gwendolyn O'Neil. □ 23.00 Hnefaleikar á Sýn. □ 05.00 Formúla 1 á RÚV. Beint frá Suzuka-kappakstrinum f Japan. [ LEIKIR GÆRDAGSINS ] UNDANKEPPNIEM 2006 U-21 ÁRS LANDSLIÐIÐ: Malta-lsland 1-0 1-0 Frendo (90.+3). Bjarni Þórður Halldórsson varði vfti frá Möltubúum á 55. mfnútu. Króatfa-Búlgarfa 1-0 Svfþjóð-Ungverjaland 2-1 STAÐAN f RIÐLINUM: Króatla 3 3 0 0 4-0 9 Svfþjóð 3 2 0 1 3-3 6 Ungverjaland 3 1 0 2 2-3 3 Maka 2 10 1 WKKtM Búlgaría 2 0 0 2 1-4 0 UNDANKEPPNIHM 2006 STAÐAN FYRIR LEIKI DAGSINS: Króatfa 2 2 0 0 4-0 6 Svíþjóð 2 10 1 7-13 Búlgarfa 1 10 0 3-1 3 Ungverjaland 2 10 1 3-5 3 ísland 2 0 0 2 3-6 0 Malta 10 0 1 0-7 0 LÉIKIR DAGSINS Svlþjóð-Ungverjaland Kl. 15.00 Malta-lsland Kl. 16.15 Króatfa-Búlgarla Kl. 18.15 HENRY BIRGIR GUNNARSSON SKRIFAR UM ÍSLENSKA LAND- SLIÐID f KNATTSPYRNU Á MÖLTU fótbolti Landsliðsfyrirliðinn og stórstjarnan, Eiður Smári Guðjohnsen, var í fínu formi á æfingunni í gær. Koma hans til Möltu hefur vakið verulega at- hygli og stuðningsmenn Chelsea sitja um hann í hverju horni, biðja um eiginhandaráritun og mynd með goðinu. Fréttablaðið tók Eið tali eftir æfinguna í gær og spurði hann út í leikinn. „Þessar aðstæður hérna á Möltu eru aðeins öðruvísi en við erum vanir en við bjóðum held- ur ekkert alltaf upp á það besta heldur,“ sagði landsliðsfyrirlið- inn en hann er vel meðvitaður um mikilvægi þessa leiks. „Þetta er mjög mikilvægur leikur. Fyrir keppnina var plan- ið að fá fullt hús úr þessum Möltuleikjum en nú eru þessi stig orðin enn mikilvægari þar sem við töpuðum fyrstu tveimur leikjunum," sagði Eiður og bætti við að það væri kærkomið að fá þennan leik fyrir Svíaleikinn. „Annars skiptir mestu máli að við náum góðum leik og spil- um fína vörn. Náum að verjast þeim og reyna að fá sjálfstraust- ið aðeins upp. Við verðum að pressa þá hátt og halda 100% einbeitingu því það er alltaf hættulegt að vera sigurstrang- legri aðilinn," sagði Eiður en hann gerir sér fyrir þeim vænt- ingum sem ríkja heima á ís- * mj JJm? » wi v i t í r ‘'Wt- MARK í ÞREMUR LEIKJUM í RÖÐ Eiður Smári Guðjohnsen fagnar hér marki sfnu gegn ítölum á dögunum ásamt Þórði Guðjónssyni. Eiður Smári hefur skorað f þremur landsleikjum f röð og samtals tólf landsliðsmörk f aðeins 32 leikjum. Fréttablaðið/Vilhelm landi fyrir leikinn. „Allir heima búast við því að vinnum og við verðum að passa upp á að vera einbeittir þegar við mæt- um til leiks. Þeir líta á þennan leik sem sinn besta möguleika til þess að vinna leik en ég kalla þetta alltaf leik þar sem maður stendur aldrei uppi sem sigur- vegari. Það er öllu að tapa en lítið að vinna þannig séð því það búast allir við sigri og helst stórsigri. Þannig að ef við náum góðum sigri þá var það hvort eð er eitthvað sem allir bjuggust við og allt fyrir neðan það virð- ist vera stórslys fyrir fólki,“ sagði Eiður en hann á ekki von á neinu slysi í dag. Nei, ég fer ekki á völlinn með því hugar- fari. Þessi leikur gefur okkur gott tækifæri til að rífa okkur upp,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen. ■ Logi Ólafsson: Eigum að vinna þetta lið fótbolti Logi Ólafsson landsliðs- þjálfari stjórnaði æfingu lands- liðsins eins og herforingi á vellin- um Al’Qali í gær. Það var frekar létt hljóðið í Loga eins og venju- lega eftir æfinguna. „Ég er í ágætis forrni," sagði Logi og glotti en hann tók virkan þátt í æfingunni og brenndi ef- laust nokkrum kaloríum. „Mér líst vel á mannskapinn. Við höfum meðvitað minnkað tempóið á æf- ingum undanfarið. Það var mjög gott fyrir síðustu tvo leiki en okk- ur fannst það ekki skila sér í leikj- unum þannig að við ætlum að reyna að láta strákana springa út í leiknum frekar en á æfingum. Hugur manna er góður og líkam- legt ástand gott.“ ísland er að mæta talsvert lak- ari andstæðingi í dag en í síðustu leikjum og því verða áherslu- breytingar í leik liðsins. „Við munum vera framar á vellinum en venjulega og hefja pressuna fyrr og framar. Sérstak- lega á þeim augnablikum sem við missum boltann ætlum við að vera grimmir að smella inn press- unni strax. Það gerum við samt ekki í 90 mínútur. Þetta lið er skeinuhætt enda eru þeir sterkari í að sækja en verjast og það verð- um við að nýta okkur. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta lið er ekki vant því að vinna og þegar þeir finna það strax í upphafi að við ætlum ekkert að gefa eftir þá gefa þeir vonandi eftir. Við vitum samt að við munum ekkert labba yfir þetta lið. En á eðlilegum degi eigum við að vinna þá,“ sagði Logi en dagskipunin er frekar einföld. „Við leggjum áherslu á að menn byrji leikinn strax og reyni að stjór- na ferðinni í leiknum. Við gerum okkur líka grein fyrir því að við erum komnir upp að vegg og þá er ekki um annað að ræða en að snúa blaðinu við og þetta er því fínn leik- ur á þessum tímapunkti." ■ LOGI ÓLAFSSON Segir að Islenska liðið eigi á brattann að sækja eftir fyrstu leiki slna og nauðsynlegt sé að taka á þvl I dag. Tímapunkturinn henti liðinu ágætlega. Líklegt byrjunarlið: Brynjar og Gylfí inn fótbolti Blaðamaður Fréttablaðs- ins sem fylgdist með æfingu hjá íslenska landsliðinu í gær telur líklegt að Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson geri tvær breytingar á liðinu sem lék gegn Ungverjum fyrir leikinn gegn Möltu í dag. Samkvæmt honum munu þeir Gylfi Einarsson og Brynjar Björn Gunnarsson koma inn á miðju íslenska liðsins í stað þeirra Arnars Grétarssonar og Jóhannesar Karls Guðjónssonar sem er í leikbanni. ■ LÍKLEGT BYRJUNARLIÐ ÍSLANDS: Markvörður: Árni Gautur Arason Varnarmenn: Kristján Sigurðsson, Ólafur Örn Bjarnason, Hermann Hreiðarsson. Miðjumenn: Þórður Guðjónsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Gylfi Einarsson, Arnar Þór Viðarsson, Indriði Sigurðsson. Sóknarmenn: Heiðar Helguson, Eiður Smári Guðjohnsen. Hermann Hreiðarsson: Þurfum á sjálfstrausti að halda VINSÆLL VIÐMÆLANDI Hermann Hreiðarsson ræðir málin við Auðun Blönd- al I 70 mlnútum eftir sigur á Itallu. fótbolti Varnarjaxlinn Hermann Hreiðarsson er klár í slaginn fyrir Möltu og væri vel til í að taka þátt í því að halda íslenska markinu hreinu en félag hans, Charlton, hefur fengið fjölda marka á sig síðustu vikur. „Þetta leggst mjög vel í mig. Fyrstu tveir leikirnir voru mikil vonbrigði og við viljum gjarna snúa blaðinu við í dag. Við þurfum að fá stig á töfluna," sagði Her- mann en hann er sammála lands- liðsfyrirliðanum í því að liðið verði að halda einbeitingu allan leikinn. „Það þarf gríðarlega ein- beitingu í svona leik og menn verða að spila í 90 mínútur til að eiga eitthvað skilið og þessi leikur er ekkert öðruvísi." Hermann hugsar lítið um að vinna stórsigur í leiknum heldur skipta stigin hann mestu. „Þrjú stig fyrst og fremst. Það er ekkert annað. Skiptir engu máli hvernig við náum þessum stigum. Við þurfum bara að taka þau. Samt væri ekki verra ef menn spiluðu ágætlega og fengu smá sjálfstraust fyrir næsta leik. Ekki veitir af enda er andstæðingurinn í þeim leik geysilega sterkur," sagði Hermann Hreiðarsson ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.