Fréttablaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 42
30 FRÉTTABLAÐIÐ 9. október 2004 LAUGARDAGUR Ferskt, hollt og gott Spínat var lengi vel eitthvaö sem Stjáni Blái borðaði í gríð og erg í hvert skipti sem hann þurfti að vera sterkari. Annars var ekki talað um spínat nema sem eitt- hvað vont. Mangó fékkst ekki t' nema þegar verið var að kynna nýja og spennandi ávexti. Baunir voru ora-grænar, maísbaunir eða bakaðar baunir. Það voru bara miklir matarsérfræðingar sem ræddu um pintóbaunir, kjúklingabaunir eða svartaugna- baunir. Með auknum innflutningi á ferskvörum og niðursoðnum jókst fjölbreytnin í matargerð, ekki bara í veitingahúsum, held- ur einnig á heimilunum. Þeir alþjóðlegu straumar sem hafa náð hér á land hafa ekki bara leitt til þess að pítsan er orð- in þjóðarrétturinn okkar, miðað við neyslu, heldur er lítið óal- gengara að sjá dós af kókosmjólk ofan í innkaupakerrunni en kart- öflur. Þegar bragðbætt er með lauk þarf að ákveða hvort eigi að nota perlulauk, hótellauk eða venjulegan lauk. Það þarf ekki að hlaupa á milli búða til að finna kóríander eða hráefni í austur- lenska rétti. í sömu verslun er jafnvel hægt að finna það sem nauðsyn krefur í indverskan mat eða mexíkanskan. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við voru sammála um að margt hefði breyst í íslenskri matar- gerð á undanförnum árum og þarf ekki að fara langt aftur til aó sjá mikinn mun á því sem við neytum. Jafnframt eru „gömlu góðu“ réttirnir að breytast. Á haustin er alltaf einhver sem vill kynna fyrir okkur nýja uppskrift af lifrarpylsu, kjöt- súpan tekur á sig nýja mynd og skyr er nú vinsælt sem grunnur í eftirrétti. Þessari þróun íslenska eldhússins tökum við fagnandi, því allt þetta nýja hráefni sem stendur okkur nú til boða, býður upp á fjölbreyttari matargerð og löngun til að prófa sig svolítið áfram. svanborg@frettabladid.is "r-.. <s'N ÞORFINNUR ÓMARSSON Ætlar stundum að elda eitt- hvað einfalt en það verður aldrei raunin. klassískar uppskriftir má tjútta til Þorfinnur Ómarsson er mikill matgæðingur og unir sér vel í eld- húsinu við að galdra fram skemmtilega rétti. „Ég fylgist ekki með því hvað allir aðrir eru að gera, en ég nota mikið af fersk- um matvörum; grænmeti, krydd- jurtir, kjöt og fisk.“ Af því leyti er hann eins og vaxandi hópu: m lendinga sem þykir jafn sjálfsagt að eiga alltaf til ferska basilíku eins og mjólk eða brauð. „Klassískur íslenskur matur, eins og lambalærið eða fiskurinn, verður einhvern veginn alltaf að- eins öðruvísi. Ég elda til dæmis oft lambalæri með hvítlauk og fersku rósmaríni. Á mánudög- fer ég oft í fiskbúð og ætla að gera eitthvað ein- falt, en það endar alltaf í einhverri vitleysu og verður miklu flóknara en ég ætl- aði.“ Þó svo að búðirnar séu til segir Þorfinnur að það vanti alvöru fiskmarkað eins og er til í öllum hafnarborgum. „Það er synd að hér skuli ekki vera flottur fiskmarkaður þar sem hægt væri að kaupa allt nýtt og ferskt; humar, rækjur, skelfisk og allt þetta. Það er ekki alltaf mikið úrval í venjulegum fiskbúð- um, þar vantar sjávarfang og við seljum alltaf besta humarinn úr landi." Þorfinnur segir íslenska mat- argerð vera orðna mjög alþjóð- lega í dag og segir eina ástæðu þess vera hversu mikið er farið að flytja inn af ferskvörum. Hann er duglegur að nota „nýjungar" í ís- lenskum matvörubúðum. „Ég er rosalega hrifinn af fíkjum og það sem er lífrænt ræktað er líka mjög gott. Ég geri nokkuð af því núna að steikja spínat í olíu og bæti við furuhnetum, hvítlauk og rúsínum. Þetta er einfalt en ógeðslega gott.“ Þegar talið berst að hefðbundn- ari íslenskum mat segir Þorfinnur að sumt megi gjarnan missa sín, eins og bjúgu og fiskbúðingur í dós. „Slátrið mun aldrei hverfa al- veg, en það má alveg tjútta þetta til. Það er til dæmis hægt að gera mjög góðan rétt úr nýrum. Þetta eru klassískar afurðir og veitinga- húsin mættu alveg vera duglegri við að láta sér detta í hug hvernig er hægt að gera þetta að dýrindis mat og kynna það fyrir gestum sínum. Við eigum að vera ánægð með okkar hráefni en við þurfum ekki endilega að matreiða það á sama hátt og áður en við höfðum allar þessar fersku vörur." ■ UUIxU I lldl, kökurnar og brauðréffi innlít í eldhús - kfbr ■BBM Nýtt íslenskt eldhús Líkt og á mörgum öðrum veitingastöð- um í dag er alþjóðlegt yfirbragð yfir matseðlinum á Vox, þar sem straumar úr ýmsum áttum koma saman. Það er mikið eldað úr íslensku hráefni með alþjóðlegu ívafi, hvort sem verið er að elda sushi, ítalska rétti, tapas eða hefðbundnari íslenskan mat. Margir vilja meina að það sé „fusion“-yfir- bragð yfir matseðlum veitingahús- anna þessa dagana, matartíska sem er tiltölu- lega nýtilkomin hér á landi. Hákon Már Örvarsson, yfirkokkur á Vox, vill þó ekki meina að slíkt sé að finna á mat- seðli staðarins, þó svo að rætur upp- skriftanna komi frá öllum heimshorn- um. „Fusion er átak á milli bragða en við pössum að halda þessu í harmón- íu.“ Eitt af því sem fylgdi breyttum áherslum í matargerð á veitingahús- um er að klassískt meðlæti, eins og sósa og kartöflur, finnst varla og segir Hákon að slíkt finnist ekki lengur á góðu veitingahúsi. Þess í stað má finna sítrónuconfit, graskersgratín og jarð- svepparisotto, þó ekki sé allt með sama réttinum. „Við vinnum með gamla rétti og staðfærum aðra rétti," segir Hákon „Við notum til dæmist skyr og íslenska lambið en erum með skemmtilegar og áhugaverðar útfærsl- ur. Við erum til dæmis með nýstár- lega útfærslu á kjötsúpu og erum með ferska síld sem við vinnum frá grunni. Við búum á íslandi /j og leggjum upp ’ úr því að varð- veita íslenskt bragð og byggja utan um það. Því vilj- ■jr um við ekki nota sterk krydd, heldur ná fram hreinu og góðu bragði.“ Hákon segist ekki hræddur við það að nú sé að koma fram nýtt ís- lenskt eldhús, þar sem klassískir ís- lenskir réttir eru endurgerðir. „Þetta er breyting og staðfæring, en slíkt er ekki óvirðing við einn eða neinn. Nú eru nýir tímar og íslensk matargerð í dag tekur mið af því. Við erum komin með nýtt íslenskt eldhús.“ ■ HÁKON MÁR ÖRVARSSON Segir nýtt (slenskt eldhús orðið til, þar sem notast er við (slenskt hráefni á nýstár- legan máta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.