Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1942, Blaðsíða 4

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1942, Blaðsíða 4
26 SVEITARSTJ ÓRNAHMÁL Ýmsar getgátur hafa koniið fram hjá fræðimönnum um uppruna hréppanna og ])á helzt i samhandi við sjálft orðið ,.hreppur“ og merkingu ]>ess. Það liggur næst að álíta, að ]>etta orð sé leitt af sögninni „hreppa", sein hefur ])á merk- ingu að fá eitthvað eða gripa eitthvað l'ljótt eða ná einhverju áður en einhver annar nær þvi. Sé orðið hreppur teitt af þessari sögn, þýðir það fengur. Pátl Vída- lín lelur, að svo sé og að hreppurinn sé upprunalega landsvæði, sem tandnáms- mennirnir hafi fengið með tilvísun goð- anna við einhvers konar jarteikn. Eftir ]>ví er svæðið fengur þess inanns, er |>að hreppir, eða það, sem goðin hafa tátið honum í té, þ\í að Páll getur ]iess til, að tilvísunin hal'i farið fram ineð jarteikn- um. Hér er auðvitað aðeins um ágizkun að ræða, enda rökstyður Páll ]>etta eklvi nánar, en það er athyglisvert, að hann setur myndun lireppanna í samband við land námið. Guðmundur Andrésson lelur, að orðið hreppur sé dregið af sögninni „reifa“ eða rifja, en sú hugsun liggur bak við þessa tilgátu, að hinn upprunalegi tilgangur hreppsfélagsins hafi verið að útkljá deilu- inál, sem upp hafi komið í uindæminu, en „reifa mát“ þýðir að flytja mál. Guð- mundur stvður ekki tilgátu sína mcð neinum söguteguin rökum, það virðist og sh iða móti málfræðilegum lögmálum, að orðið hreppur sé leitt al' sögninni „reifa". Eins og Páll Vídalín gengur Konrad Maurer út frá því, að orðið „hreppur“ sé leitt af sögninni „hreppa“, en skýring hans er ])ó öðruvísi en Páls. Þýðing sagn- arinnar „hreppa“ er, sem fyrr er sagt, „grípa fljótt". Telur liann, að „hreppur“ ])ýði „]>að, sem gripið er fljótt“, og álítur, að þar í liggi ef til vill sama merking og í orðinu Manipulus hjá Rómverjum, ]). e. flokkur, sem safnað er saman í flýti. Þessu til stuðnings hendir hann á, að orðið „sveit“, sem á seinni timum oft er notað í sömu merkingu og hreppur, þýði upprunalega sveil manna, en ekki ákveðið landsvæði, og að ])að hafi á fyrri timum verið notað um landsvæði í óákveðnari merkingu. Enn fremur bendir hann á orðið hérað, se.111 líka var notað á ís- landi í óákveðinni merkingu uin tand- svæði yfirleitt og sömuleiðis í ákveðinni merkingu um hrepp. Upprunalega þýddi ]>etta orð „hundrað“, flokk manna, er var 120 að tölu. Þótt Maurer liendi á þessi atriði, telur hann samt afleiðingu orðs- ins of vafasama til að draga neina álykt- un út frá henni uin uppruna hreppsins. Ef gert er ráð fyrir, að tilgáta Maurers sé rétt, hefur hreppurinn upprunalega verið hernaðarlegt umdæmi. Þar sem það er fúllvíst, að íslenzki hreppurinn hefur aldrei verið hernaðartegt umdæmi, hlýt- ur orðið, svo framarlega sem tilgáta Maurers er rétt, að vera lánað l'rá ein- hverju landi, sem hefur haft umdæmi með þessu nafni, og hala þau umdæmi verið af hernaðarlegum uppruna. Þau umdæmi á ístaudi, sem næst voru því að samsvara hinum hernaðarlegu umdæm- um í öðrum germönskum lönduin, voru goðoi'ðin, þvi að goðinn átti að verja þingmenn sína gegn ágangi manna úr öðrum goðorðum, auk þess sem honum har að halda uppi friðnum innan goð- orðsins. Enda |)ótl hinn upprunalegi lit- gangur hreppsfélagsins sé ekki hernaðar- legur, er ekkert því tit fvrirstöðu, að i.'i'ðið hreppur hafi upprunalega haft þá merkingu, sem Maurer getur tit. íslend- ingar hal'a þá haft kynni af löndum, sem liafa haft umdæmi með sama nafni, ])ó að þau hafi verið af öðrum uppruna og haft annan þjóðfélagslegan tilgang en ís- lenzku hrepparnir. En er þá nokkuð, sein hendir tii þcss, að þvílík umdæmi hafi verið í þeim löndum, sem Islendingar þekktu til, um það leyli, sem landið var numið eða á næstu öldum eftir land- námið? Þar sem flestir hinna íslenzku land- námsnianna koinu frá Noregi og Noregur var ])að land, sem íslendingar höfðu mesl kynni af á þjóðveldistimanum, er eðlileg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.