Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1942, Blaðsíða 10

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1942, Blaðsíða 10
SVEITARSTJ ÓRNARMÁL :vi Það iná nærri geta, að landnámSmenn- irnir, sem margir hverjir höfðu haft rán að aðalatvinnuvegi, hafa ekki horið sér- lega inikla virðingu fyrir eignarrcttinuiu. Á fyrri hluta landnámsaklar, þegar stór svæði af landinu voru enn þá óhyggð og fjöll og óbyggðir lítl kunnar, hefur fé oft slopjjið úr höndum eigendanna og gengið úti tímu.m saman og jafnvel orðið villt, enda hefur meira að segja til skamms tíma gengið villifé i skógi einum í Skafta- fellssýslu, Núpsstaðaskógi. Svínasögurn- ar í íslendingasögum benda á, að mörg dæmi hafi verið til þess, að búfé manna slapp á fjöll og varð hálfvillt, og enn ineira hlýtur að hafa verið um það, að sauðfé hafi sloppið á fjöll en svín. Það má telja fullvíst, að þegar landnáms- mennirnir komu lil íslands, hafi féð verið ómerkt, að minnsta kosti þekktust eyrna- mörk ekki, og virðist svo sem þau séu fundin upp hér á íslandi á söguöldinni eða landnámsöld. Víga-Styrs saga talar um, að Viga-Styr, sem var höfðingi á Snæfellsnesi, hafi gengið stranglega el'tir því, að menn Iegðu mörk á fé sitt. Þetta sýnir náttúrlega ekki, að inörkin séu ekki fundin upp fyrr en á dögum Víga-Styrs, sem veginn var i kringum árið 1000, heid- ur sýnir það, að á hans döguin hafa lögin u.m, að hver maður ætti að marka fé sitt, verið svo tiltölulega ný, að það liefur orðið að gæta þess stranglega, að menn héldu þau. Mörkin munu vera fundin upp á seinni hluta landnámsaldar, þegar menn sáu, að það gat ekki verið nokkur leið að hafa féð ómerkt. Margar aðferðir hafa efalaust verið fundnar til að merkja féð, og hafa einstakir menn, sem skaðinn hefur gert hvggna, byrjað á því að marka ié sitt, og sá hugvitsmaður, sem fyrst datt i hug að marka fé sitt með eyrna- inarki, hefur ko.mið mönnum á rétta leið, og svo skapaðist smám saman heilt kerfi af eyrnamörkum, sein allir voru skyld- ugir til að leggja á fé sitt. Hverjir voru það, sem umfram aðra höfðu hagsmuni af, að gott skipulag kæmi á þessi mál? Þeir, sem mest áttu undir sér og bezl stóðu að vígi til að reka réttar sins, þurftu þess siður en aðrir. Er því engin ástæða lil að halda, að höfðingj- ar hafi haft forgöngu í þessum málum. Ofbeldismenn og ribbaldar hafa ekki heldur óskað eftir neinu föstu skipulagi eða löggæzlu, því að stjórnleysið var þeim hentast. En allur þorri bændanna liafði hagnað af því, að gott skipulag fengist á þessu sviði, öllu öðru fremur til þess að þeir gætu notið eigna sinna og stundað atvinnu sína i friði. Það varð ]>ví lilutverk hreppanna að skipuleggja löggæzlu innan sinna vébanda. Öll þau mál, sem að merkingu fjár lutu, voru lireppamál. í réttarbót Eiríks konungs Magnússonar er svo fyrirskipað: Ef mað- ur færir búnað sinn hreppa á meðal, þá skal hann segja til einkunnar (rnarks) sinnar í þeim hrepj), sem hann liefur bú í fært, og láta skrá með einkunnum þeirra manna, er þar búa l'yrir. — Af þessu er auðsætt, að menn hal'a á síðari hluta 13. aldar verið farnir að skrá mörkin, og lief- ur hver hreppur haft sérstaka markaskrá. Heyndar hagaði oft þannig til, að fé manna úr mörguin hreppum gekk saman, enda er svo fyrir mælt i lögunum, að enginn má taka upp sama mark og annar á því svæði, sem fjárgöngur eru saman, og virðist þvi; að eðlilegra hafi verið, að ein markaskrá væri gerð fyrir allt það svæði, en það hefur ef til vill þótt of um- fangsmikið, en ástæðan til ])ess, að hver hreppur hafði sína sérstöku skrá, er sú, að þegar farið var að skrá mörkin, voru það hreppstjórnirnar, sem gengust fyrir því, enda höfðu þær stjórn allra þvilikra mála frá fornu fari. Þjófnaðarmál inunu í fornöld aðallega hafa verið dæmd í hreppunum. Sauða- þjófnaður var glæpur, sem skipti alinenn- ing mjög miklu, og sú tilfinning hefur snennna orðið rík hjá almenningi á ís- landi, að það væri glæjnir gegn samfélag- inu, en ekki einungis þeirra mál, sem frá var stolið. Allir höfðu hagsmuni af því,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.