Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1942, Blaðsíða 5

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1942, Blaðsíða 5
S VEITAIl S T.J ÓRNA R M Á L 27 :ist nð athuga fyrst, hvort það gæti verið iánað þaðan. Hvergi er þess getið, að um- rlæmi með þessu nafni hafi verið til í Noregi fyrr né síðar, en samkvæmt Jo- hann Fritzner kemur þó orðið hreppur fyrir hjá Norðmönnum í ekki ólíkri merkingu og á íslandi, því að í Halling- dal og enn l'remur í Nordby-sókn á Follö hefur tii skamms tíma verið sagt um nokkra han, er standa hver nálægt öðr- um, að þeir mvnduðu eins konar hrepp (repp). Orðið hreppur hefur því þekkzt i Noregi og verið notað í svipaðri merk- ingu og byggðarhverfi. lTt frá þessari upplýsingu um notkun og merkingu orðs- ins „hreppur“ í Noregi er auðvitað ekki liægt að draga neina ályktun, en sam- kvannt kenningu Barða Guðmundssonar hafa vikingar frá Danmörku og Svíþjóð stofnað nýlendur í Noregi nokkrum mannsöldrum áður en ísland byggðist, og hefur mikill fjöldi íslenzku landnáms- mannanna verið afkomendur þessara vík- inga. Barði telur, að víkingar þessir hafi haft þjóðskipulag, se.m að ýmsu leyti var mjög ólikt þjóðskipulagi Norðmanna. Ef umdæmi hel'ði verið til í Noregi með nafninu hreppur, er það mjög ólíklegt, að við hefðum enga heimild um það, en hafi slíkt umdæmi einungis verið til meðal víkinganýlendnanna og hafi svo horfið, er þær leystust upp og hið gamla norska skipulag (eða réttara sagt nýtt skipulag af norskum uppruna og byggt á norskum venjum) sigraði undir forustu Haralds hárfagra. En skýringin á því, að orðið hreppur þekkist í Noregi, er þá auðvitað sii, að orðið hefur orðið land- lægt þar, sem víkinganýlendurnar voru, og verið síðar notað um byggðarhverfi, sennilega um hverfi, sem upprunalega hafa verið lík byggðarhverfum víking- anna. Það liggur í augum uppi, að félags- lcgt skipulag slíkra nýlendna hefur verið injög frábrugðið skipulagi bændaþjóðar eins og Norðmenn voru. Þar hafa allir lilotið að vera bundnir nánari tengslum en i liændasamfélagi. T. d. má ætla, að þeir, sem eftir hafa lifað, hafi orðið að sjá konum og hörnum þeirra, er féllu í vik- ingaferðum, farborða, að víkingasamfé- lagið hafi orðið að sjá öllum meðlimun- um fyrir framfærslu. Víkinganýlendan var umkringd óvinum á alla vegu, og hætturnar voru við hvert fótmál, og hafa þeir því þurft á geysiiniklum innbyrðis samtökum að halda. Samfélag þeirra var myndað undir allt öðrum skilyrðum en samfélag bændanna. Innan hverrar ný- lendu má ætla, að ríkt hafi andi sam- heldni og' bræðralags. I orustunum varð einstaklingurinn að fórna því dýrmæt- asta, sem hann átti, lífinu, fyrir heildina, varð að meta heildina meir en sjálfan sig'. En rökrétt afleiðing af því er, að heildin hafði líka miklar skyldur gagn- vart einstaklingnum. Islenzku landnámsmennirnir þurflu ekki síður á samheldni að halda en vík- inganýlendurnar. Fyrst og fremst var sjo- ferð til íslands á þeim tímum hin mesta glæfraför, og þurfti öll skipshöfnin að slanda sameinuð gegn hinum ægilegu höfuðskepnum, og svo þegar búið var að ná lándi, hófst hin harðasta barátta fvrir tilverunni. Þar eð skipin voru lítil að burðarmagni, gat hver skipshöfn aðeins hal’t lítið með sér af matföngum og kvik- iénaði. Hefur öll skipshöfnin þurft að hafa eins konar félagsbii, að minnsta kosti fyrst, á meðan þröngt var í búi. Það mætti virðast undarlegt, ef reynslan frá lífsbaráttu landnámsinannanna hefði ekki sett varanleg spor í þjóðskipulag þjóðveldistímabilsins. T. d. skylda hreppsfélagsins að greiða þeim bændum, er urðu fyrir tjóni á nautgripum eða við bæjarbruná, skaðabætur, gæti vel átl rót sina að rekja til líks fyrirkomulags meðal landnámsmanna, sem í fyrstu auð- vitað hafa átt sérstaklega fáa nautgripi, því að nautgripi var erfiðara að flytja frá útlöndum en sauðfé. Eg sé enga á- stæðu til að rekja upptök tryggingar- skyldu hreppsfélaganna til kristinna á- hrifa, enda eru engin dæmi lil, að út-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.