Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1942, Side 19

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1942, Side 19
S VEITA RST.I ÓRNARM Á L 41 styrkþurfans, annars staðar mikið. Nokk- ur sveitarfclög greiða engin ellilaun og örorkuhælur, önnur nijög lág, en kaup- staðirnir og stærstu kauptúnin greiða há- markið. Hér þarf að koma á föstii skipulagi, semja ákveðnar reglur til samræmingar milli sveitarfélaganna annars vegar og styrkþeganna hins vegar með sömu á- stæður i hinum niörgu sveitarfél. Það er ekki nóg, að Tryggingarstofnunin setji liámark ellilauna lil einstaklings, það verður að tryggja gamalmennum sama rétt alls staðar á landinu. Reglur þessar her að miða við ástæður launþega og aldur, einnig efni nákominna skyldmenna. En síðasta atriðið þarf ræki- legrar athugunar við, einkum skyldur harna gagnvart foreldrum, en um það virðist allt vera á reiki og ýmsar skoð- anir uppi. Skýr ákvæði þarf um það, hvort eigin- konur, se.m eru öryrkjar, eiga að l'á ör- orkubætur, ef menn þeirra eru fullvinn- andi og með góðar tekjur. Það vantar, hvort örorkuhætur eigi aðeins að greiðast samkvæmt örorkumati, eða eftir efnum og ástæðum öryrkjans og skyldmenn- anna, eins og tíðkast um úthlutun elli- launannh. Sveitarfél. ber að leggja á- herzlu á það, að nú á þessurn peninganna tímum verði Lífeyrissjóður íslands efld- ur svo, að gamalmenni fái fullan lífeyri. Það er margt fleira, sem öllum sveitarfé- lögurn er sameiginlegt i tryggingunum og þarf umhóta við. Væri ekki rétt fyrir þau að vinna að því, að sjúkrasamlög störfuðu einnig i sveitunum og' þar vrði komið á skyldu- tryggingum? Fátækraframfærslan. Ein viðkvæmustu og vandamestu mál sveitarfélaganna eru framfærslumálin. Á ineðan það misræmi er í kjörum almenn- ings, að menn þurfa að leita á framfærslu liins opinbera, verður framkvæmd þess- ara mála að vera mannúðleg, en þau eru algerlega í höndum sveitarfélaganna. Fátækraframfærslan hefur lengst af verið einna þyngst á vogarskál gjaldanna, en árið 1938 nema þau hjá öllum sveitar- félögum landsins samanlagt um % af á- lögðum útsvörum. Vantar þá tekjurnar lrá jöfnunarsjóði á móti. Aðalframfærsl- an er lijá kaupstöðunum, og kom hún mjög misjafnt niður, þar til jöfnunar- sjóður bæjar- og sveitarfélaga var stofn- aður 1937 og ríkissjóður tók að jafna framfærsluna í landinu. Vafalaust má telja lögin um fram- færslujöfnunina eina beztu ráðstöfun Al- þingis fyrir sveitarfélögin, og eina þeirra láu, sem ekki hafa beinlínis stuðlað áð auknum útgjöldum fyrir þau. Hafa hér eflaust lagt hönd að verki menn með skilning á málefnum sveitarfélaganna. Ymsir annmarkar eru á framfærslu- lögunum og þó einkum framkvæmd þeirra. Er með þau eins og annað um sveitarfél., að sinn siður er í hverju þeirra um framkvæmdirnar. Veiting lramfærslustyrkja er á marga vegu og þeir misjafnir. Sums staðar eru þeir veitt- ir í peningum eða vöruávísunum, ákveðin upphæð á styrkþega viku- eða mánaðar- lega, en þó niisháar á hinum ýmsu stöð- um. Annars staðar er úthlutað vikulega vissum matartegundum án tillits til vcrð- lags. Hér er verkefni fyrir sveitarfél. til að vinna að samræmingu styrkveitinga. Það verður að ákveða lágmark l'ram- færslulífeyris styrkþega, miðað við verð- lag á hverjum tíma, svo eitt sveitarfélag koinist ekki hjá að greiða 20 kr„ meðan annað greiðir 30 undir sömu kringum- stæðum. Akvæðin um meðlög með hörn- um ekkna þurfa að vera skýrari, hvenær ekknastyrkir skuli veitast, og jafnframt hvort ekkja missir rétt til meðlags, ef hún tekur saman við mann, þótt hún gift- ist ekki. Meiri festa þarf að fást i greiðslu með óskilgetnum börnum og nánari sam- vinna að takast um innheimtu þeirra milli sveitarfélaganna. 6

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.