Sveitarstjórnarmál - 01.12.1942, Blaðsíða 22
41
SVEITARSTJÓRNARMÁL
land allt, og héldi hún fundi sainkvæmt
nánari ákvörðunum. Sambandið kæmi
I'ram sem málsvari sveitarfélaganna gagn-
vart Alþingi og fleiri aðiliun. Þingið
ræddi og semdi frumvörp um sín mál-
efni. Einnig yrði reynt að leysa hin
mörgu vandamál, sem snerta fræðslu,
framfærslu, atvinnulíf, fjárhag, ræktun,
raforku o. m. fl.
Sambandið ynni að auknu samstarfi
um innheimtur og útsvarsálagningu, það
sa.mræmdi fundarsköp og nefndarskip-
anir sveitarstjórna og hinar ýmsu reglu-
gerðir fyrirtækja þeirra.
Sambandið gæfi lit málgagn til fróð-
leiks og skemmtunar, og eru „Sveitar-
stjórnarmál“ vísirinn að því. Árlega yrði
gefin út handbók fyrir oddvita og bæjar-
stjóra. Sambandið gæti haldið námskeið,
jafnvel sett á stofn skóla, þar sem kennt
yrði: mælskulist, fundarstjórn og með-
ferð sveitarstjórnarmála. Unnið yrði að
þvi, að núverandi „góðæri“ kæmi ölluin
svéitarfélögum á réttan kjöl fjárhagslega,
gerði þau með öllu skuldlaus og vel stæð.
Verkefni Samhandsins eru ótæmandi, og
hirði ég ekki að ræða fleiri hér. Virðist
mér Samband sveitarfélaganna, með full-
trúaþingi, ætti að geta orðið sterkara til
að gæta hagsnnma sveitarfélaganna en
l'rjáls samtök sveitarstjórnarmanna, er
gjarnan mætti stofna líka. Kostnað allan
hæru sveitarfélögin sameiginlega, og ættu
fjárhagsvandræði ekki að standa því
lyrir þrifum.
Stofnþing ætti að kalla saman þegar á
þessu sumri, því full þörf er að hefjast
lianda hið fyrsta í þessum mikilsverðu
en oft vanræktu málum. Ættu hæjarstjor-
arnir í kaupstöðum landsins, ásamt eftir-
litsmanni sveitarstjórnarmálefna, að ann-
ast um undirbúning allan og samanköllun
stofnþingsins.
Aths. — Höfundur greinar þessarar er bæjar-
fulltrúi í Neskaupstað, og þótt smávcgis óná-
kvæmni gæti í einstökum atriðum, sem öll skipta
iitlu máli, taldi ritstjóri „Sveitarstjórnannála"
ekki rétt að synja greininni um rúm, þar sem
hún er þörf hugvekja, sem viða kemur við, og
hcr vott um glöggan skilning þessa unga bæjar-
fulltrúa á gildi svcitarmálefna og þýðingu þeirra
fyrir einstaklingana og þjóðfélagið, og auk þess
er bcnt hér á þá lcið, sem viða hefur verið farin
annars staðar, að svcitarfélögin hefðu með sér
samband til þess að efla hagsmuna- og menn-
ingarmál sín. Ritstj.
Sogsvirkjunin
er ekki útsvarsskyld.
Hinn 19. október s. 1. var kveðinn upp
dómur i hæstarétti í niáli, sem Grímsnes-
hreppur höfðaði gegn Reykjavíkurbæ út
af útsvari, sem 1941 var lagt á rafstöð
Reykjavíkurbæjar við Sogsfossana. Út-
svarið var að upphæð 2 000 krónur, og
taldi Reykjavík sér ekki skvlt að greiða
það, og Iögtaks þá krafizt. Grímsnes-
hreppur hyggði útsvarsálagninguna á því,
að Reykjavík ætti verðmiklar eignir i
hreppnum, auk sjálfrar stöðvarinnar og
vatnsréttindanna i Soginu, og að Reykja-
vík reki í hreppnum stórt atvinnufyrir-
tæki, er skili miklum arði fram yfir
rekstrarútgjöld. Enn fremur að Gríms-
neshreppur verði, vegna eigna Reykja-
víkur í hreppnum, að greiða allháa upp-
hæð árlega í sýslusjóð Árnessýslu. Taldi
Grímsneshreppui' það því beint fjárhags-
legt tjón fyrir sig, að þetta mannvirki
væri reist þar og starfrækt, ef það skyldi
verða undanþegið hæfilegu útsvari í
sveitarsjóð. Uin málið gekk úrskurður i
héraði i júnímánuði s. 1., og var hann á
þá leið, að lögtakið skyldi ekki fara fram.
Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóm-
arans. Segir svo í niðurstöðum hæsta-
réttar:
„Þar sem fallast má á það með hér-
aðsdómaranum, að rafmagnsstöð sú, cr
í máli þessu greinir, sé reist og rekin til
þess að fullnægja ahnenningsþörf á raf-
magni, en ekki í atvinnuskyni, þá þykir
mega staðfesta hinn áfrýjaða úrskurð.“