Sveitarstjórnarmál - 01.12.1942, Blaðsíða 8
SVEITARSTJÓRNARMÁL
30
liyggð svæði voru allsherjareign eða al-
inenningar. Afrétturinn er fyrst eins
konar almenningur, en verður svo eign
þeirra, er í upphafi hafa orðið að taka að
sér að smala hann. Þetta skipulag hefur i
aðaldráttum haldizt fram ú vora daga.
Að vísu hefur kirkjan siðar reynt að ná
vissum hlutum af afrcttunuin úr hönd-
um hreppanna og tekizt það sums staðar,
og eins hafa höfðingjar vitanlega seilzt
el'tir yfirráðum vi'ir afréttunum og reynt
að afla sér fríðinda á þann hátt. Sums
staðar á landinu hagar þannig til, að heiði
eða fjalllendi tilheyri sjálfu heimaland-
inu, og cr það afréttur þeirrar jarðar og
hóndinn því skyldugur til að sinála sinn
afrétt, silt heimaland. En jafnvel þar,
sem hagaði svo til, þurfti samtaka með
um göngurnar. Allir í byggðinni urðu að
sniala á sama degi, og fjárskil varð að
gera. Ákvæði þurfti að setja um rekstra
og annað þvi um líkt. Var því alveg eins
þörf fyrir hreppa þar eins og annars
staðar.
I>að mun vera almennt álitið, að hrepp-
arnir hafi orðið lil eftir að kristnin var
lögleidd. Er ástæðan sú, að aðalhlutverk
hreppsins er samkvæmt Grágásarlögum
latækraframfærslan. Það er bent á, að
áður en kristni var lögleidd, hafi fátæk-
um mönnum verið leyft með lögum að
hera út hörn til ]>ess að forðast neyð. En
cftir að það var bannað með lögum, hafi
samtelagið orðið að taka afleiðingunum
af þessum lögum með að sjá ]ieim far-
horða, sem ekki gátu það sjálfir. Því til
stuðnings er á það hent, að Landnáma,
sem rituð er í kringum 1100, getur ein-
ungis um 4 hreppa i Arnessýslu, það eru
Hrunamannahreppur, Gniipverjahreppur,
Hraungerðingahreppur og Kaldnesinga-
hreppur. Þar sein Landnánia getur ekki
um fleiri hreppa, mætti draga þá ályktun
al' því, að hreppar hel'ðu þá verið óþekktir
annars staðar en þar eða að minnsta kosti
svo nýlega stofnaðir, að hreppamörkin
hefðu lílt verið komin inn í meðvitund
manna, Konráð Maurer minnist á þetta
atriði, en telur sér eigi fært að draga
neina ályktun af því. Mér virðist liggja
nær að álíta, að „Hrepparnir“ hafi frá
öndverðu horið þetta nafn. Því að ef svo
væri, að þeir liefðu mvndazt á 11. öld
kringum Skálholt og sem framfærslu-
héruð í samhandi við tiundarlöggjöfina,
]>á hei'ðu þessi byggðarlög hlotið að heita
einhverju öðru nafni áður. Mætti þá und-
arlegt teljast, að hin göinlu nöfn hefðu
svo algerlega horfið, að þeirra væri
hvergi getið í mótsetningu við öll önnur
byggðarlög á landinu, sem hafa haldið
sínum gömlu nöfnum, þrátt í'yrir alla
hreppaskiptingu. Það er t. d. fullvist, að
á 13. öld, þegar Sturlungasága er skrifuð
og margar af íslendingasögum, og hreppa-
skipulagið orðið landlægt fyrir löngu, er
yfirleitt aldrei minnzt á hreppa eða
hreppamörk. T. d. er ekki talað uin Skóg-
arstrandarhrepp eða Rauðasandshrepp,
heldur Skógarströnd og Rauðasand. Sama
hefur verið um sýslurnar síðar. Yfirleitt
hala menn notað gömlu byggðarlaga-
nöfnin fram á þennan dag. Menn tala um
Grund i Eyjafirði, Miklabæ i Skagafirði
o. s. frv. En þrátt fyrir það, þó víst megi
telja, að hreppanöfnin á byggðarlögunum
í Arnessýslu geti ekki talizt nein sönnun
eða jafnvel gefi engar likur til þess, að
hreppaskipulagið sé upp komið í sam-
bandi við skipulagningu kirkjunnar, geta
þau samt ef til vill orðið mikilvægur leið-
arvísir í rannsókninni á myndun hrepp-
anna. líg tel, að „Hrepparnir" hafi frá
upphafi heitið „Hreppar“, eins og t. d.
Grímsnes hefur frá öndverðu heitið
Grímsnes. En hvernig stendur þá á þvi,
að mönnu.m hefur dottið í hug að gefa
þessuin byggðarlögum þessi nöfn? Ástæð-
an inun vera sú, að þegar á landnámsöld,
áður cn mikil byggð var komin i Hrepp-
unum og áður en nokkurt sérstakt nafn
hafði festst við byggðarlagið, hafi bænd-
urnir á þessu svæði orðið að skipuleggja
leitir á afréttum Flóamanna og Hreppa-
manna. Hafa bændurnir skipt öllu svæð-
inu í 1 uindæmi, sein hvert hafði sinn