Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1942, Blaðsíða 53

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1942, Blaðsíða 53
SVEITARSTJÓRNARMÁL 75 menn, er uni þessi mál þurfa sérstaklega að fjalla. Þær þjóðir, sem okkur eru kunnastar og við fáu.in einna inest lært af í þessum efnum, eru Norðurlöndin. Þar hafa fé- lagsmálefni og félágsmálalöggjöf tekið einna inestum framförum og þroska síð- ast liðinn mannsaldur. Þar hafa á síðari árurn verið skrifuð og gefin út yfirlits- rit (handbækur) um félagsmálefni (So- cial Haandböger). Rit þessi hafa verið næsta nauðsvnleg fyrir alla þá menn, er áhuga hafa fyrir þessum málum, hæði opinbera starfsmenn ríkis og sveitarfé- laga, stjórnmálamenn og fræðimenn. En ekki hvað sizt hefur Vinnumálasam- bandið (International Labour Organiza- tion) og Vinnumálaskrifstofan (Interna- tional Labour Office), sem stofnuð voru í sambandi við Þjóðabandalagið, miklu orkað á um það að safna skýrslum uin þessi merkilegu mál um heim allan og gefa iit fræðirit um þau. Hér á landi hefur tiltölulega lítið verið ritað um félagsmálefni og aldrei gerð til- raun til þess að draga saman i eitt rit þróun og ástand þessara málefna á ís- landi. Ekki er það þó fyrir þá sök, að áhuga- og aðgerðarlevsi hafi ríkt almennt i þessum málefnum. Saga síðustu 20 ára er einmitt næsta viðburðarík í þessum efnum, jafnvel svo, að segja má, að á þessu timabili hafi skapazt löggjöf og framkvæmdir, er marka timamót i þróun félagsmála hér á landi. Það þótti því fullkomlega tímabært að gefa lit heildarrit um þessi málefni, ekki sízt eftir það, að stofnað var í fyrsta sinn á íslandi sérstakt félagsmálaráðuneyíi, og það ráðuneyti hafði einmitt sérstaka ástæðu til þess að láta slíka útgáfu til sín taka. Það varð því að ráði að semja og gefa lit rit það, er hér liggur fyrir. Fól ráðuneytið Jóni Blöndal hagfræðing að annast um ritstjórn hókarinnar, og hefur hann leyst það verk af hendi með prýði. Hann hefur í sainráði við félags- málaráðuneytið fengið ýinsa sérfróða menn til þess að rita um vissa þætti fé- lagsmálefnanna, eins og hók þessi her með sér. Ivann ráðuneytið öllum þessuin mönnum hezlu þakkir fyrir störf þeirra. í fyrsta kafla bókarinnar birlist sér- slök ritgerð, eftir Jón Blöndal, um fé- lagsmál og félagsmálalöggjöf almenni. Eru hugtökin þar skilgreind og þróun þessara mála lýst í almennum dráttum. svo að ekki þarf við að bæta. Er á það bent með skýrum rökum, að félagsmála- löggjöfin sé hvort tveggja í senn, hag- ræn og menningarauki. Og til viðbótar því, sem höfundur ritgerðarinnar segir sjálfur og' tilgreinir eftir C. V. Brams- næs, má hæta við orðum þriðja hagfræð- ingsins, Svíans Gustav Steffens, er kall- aði félagsmálalöggjöfina inannbætandi. Yfir dyrum hinnar glæsilegu hallar Vinnumálaskrifstofunnar í Genéve stend- ur skýrum dráttum letruð latneska setn- ingin: „Si vis pacem, cole justitiam,“ er að efni til mætti þýða þannig: Ef annt þú friðnum, þá iðkaðu réttlæti. í þessuin orðum felast mikil sannindi, sem sérstaklega má tengja við fram- kvæmd félagsmálefnanna. A meðan fé- lagslegt réttlæti ríkir ekki, fæst enginn friður innan þjóðfélagsins. Og sá friður á ekki heldur að fást, fyrr en það rétt- læti er tryggt.“ Ritið er 304 bls. í stóru broti, og cr efninu skipt í 12 kafla. Fyrstu 5 kafla bókarinnar hefur Jón Blöndal hagfræðingur samið, og eru þeir jiessir: Félagsmál og félagsmálalöggjöf. Útgjöld hins opinbera til félagsmála. Mannfjöldinn, atvinnu- og tekjuskipt- ing o. fl. Framfærslukostnaður og vísitala. Atþýðutryggingar. Jón Blöndal hefur og sainið 9. kafla ritsins, en hann nefnist: Atvinnuleysis- mál. Hinir aðrir kaflar ritsins eru: Vinnuvernd, eftir Sverri Kristjánsson sagnfræðing. Fátækraframfærslan á íslandi, eftir Jónas Guðmundsson eftirlitsmann sveil- arstjórnarmálefna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.