Sveitarstjórnarmál - 01.12.1942, Blaðsíða 11
S VEITA RST.I Ó R N ARM Á L
:ið sauðaþjóí'um væri útrýint eigi síður
en refum. í þjófabálki Jónsbókar, ‘2.
kafla, segir svo: „Nú er þjófur fundinn,
þá skal binda fóla á bak hónum í þeiin
hrepp, er þjófur er tekinn, og færa um-
boðsinanni bundinn, og haldi umboðs-
inaður til ])ings og af ])ingi í fjöru eða
hraun eða nokkurn þann stað, sem hent
þykkir; en umboðsmaður fái mann til að
drepa hann, og svo alla þjófa. En bændur
eru skvldir að fylgja þjófi til dráps, þá
er af þeirra ábvrgð. En ef þeir vilja eigi
fvlgja, sekur hverr hálfri mörk við kon-
ung. En sá er eigi vill ])jóf dæma á þingi
löglega til kvaddur, sekist hálfri mörk
við konung, ])ó að sýslumaður vilji eigi
refsing á leggja.“
Þegar Jónsbók er skráð, voru stjórnar-
lög íslands breytt mjög frá því, sem áður
var. Konungur var orðinn aðili í þjófn-
aðarmálu.m. Áttu umlioðsmenn hans að
sjá um, að þeim væri refsað, og hluti af
fé þjófanna rann í konungsgarð. En í
lögunum er ákveðið, að binda skuli fóla
(þýfið) á bak þjófnum i þeim hrepp, er
hann er tekinn, og færa umboðsmanni
bundinn. Umboðsmaður sá, er hér er átt
\ ið, er ekki sýslumaður, heldur mun það
vera uml)oðsmaður í hreppnum. A þeim
tíma var landinu skipt i fáar sýslur, og
höfðu menn eins og t. d. Hrafn Oddsson
og Þorvarður Þórarinsson stór svæði af
landinu senv sýslur. Munu þeir því hafa
liaft umboðs.menn, einn í hverjum hrepp,
er skvldi vera fulltrúi konungsvaldsins
og sjá um að framkvæma refsinguna. í
ofannefndri lagagrein ræðir um þjóf, sem
staðinn er að verki. Það er eldgömul nor-
ræn venja, að slíkan afbrotamann þurfti
eiginlega ekki að dæma, gerðir hans
dæmdu hann. Þýfið, sem á bak honum
var bundið, bar vitni um afbrot hans.
En þó var haldið þing, þar sem bændur
voru kvaddir til dóms, og dæmdi sá dóm-
ur þjófinn til dauða, að minnsta kosti
el' hann hal'ði stolið þrisvar áður. Þing
það, er þjófurinn er dæmdur á, er haldið
í hreppnum, þar sem hann er tekinn, og
33
eru bændur þar skyldir að fylgja honum
til dráps. Nú ris sú spurning, hver hefur
verið aðili áður en konungsvaldið kom
til sögunnar, og eru yfirgnæfandi likur
til ])ess, að ])að hal'i verið hreppsmenn,
hreppurinn, og hafi hreppsstjórnarmenn
haft forustuna i ])eim málum. Því hvers
vegna höfðu bændur ábvrgð á þjófnum
og' hvers vegna átti endilega að binda
lola á bak honum í þeim hrepp, þar sem
hann var tekinn?
Sauðaþjófnaður hefur efalaust átt sér
stað á landnámsöldinni, áður en búið var
að skipuleggja goðorð eða ]>ing. Senni-
lega hefur það tímabil verið mikil þjól’a-
old, meðan gripir voru ómerktir og fjöldi
þeirra gekk sjáll'ala og menn vissu varla,
hver átti. Hreppsfélagið hefur því hafl
þjófnaðarmál með höndum. Hreppstjórar
hafa kvatt bændur til dóma í slíkum mál-
um og séð um framkvæmd refsingarinn-
ar. Slík mál voru líka þess eðlis, að erfitt
var að láta þau hafa sama gang og ý.mis
önnur mál, sem dæmd voru á vorþingum
eða Alþingi. Vorþing og Alþingi voru að-
eins liáð einu sinni á ári, en eðlilegt var,
að þjófnaðarmál væru dæmd strax, eins
og Jónsbók líka gerir ráð fyrir. Þar
stendur það skýrum stöfum, að þjóf skal
dæma þar, sem hann stal, hvar sem hann
verður tekinn. En það eru bændur í þeim
hrepp, sem eiga að dæma hann og sjá um
l'ramkvæmd refsingarinnar. í Landnámu
er talað um deilur út af eignarrétti á kvik-
íénaði, er gekk iiti. Leiddu þessar deilur
lil vígaferla.
Þau lög, sem sérstaklega var lögð á-
herzla á að skrá, voru þau, sem mest voru
notuð á Alþingi, og önnur þau, sem mikil-
vægust þóttu, l. <1. um vígamál, erfðir og
annað það, sem olli deilum, se.m leystar
\oru á þingi. En margar þær venjur, sem
skapazt höfðu meðal bænda, voru aldrei
skráðar eða þá mjög ófullkomið. Þær
voru sjálfsagðar og þóttu ekki þurfa
skráningar við. Þjófnaðarmálin urðu
eðlilega mál hreppanna og því jafnframt
þvi, sem föstu skipulagi var komið á fjall-
5