Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Qupperneq 12
8
SVEITARSTJÓltNARMÁL
áðurnefndurii tillögum var vísað lil fjár-
hagsnefndar.
4. Skipun kjörnefnda. Formaður lýsti
þörf á, að skipaðar yrðu sérstakar
nefndir, er vnnu að því að gera tillögur
um væntanlega stjórn og fulltrúaráð.
Lagði formaður fram tillögu um skipan
kjörnefndanna, og var tillaga hans sam-
þykkt umræðulaust. Kjörnefndirnar voru
þannig skipaðar:
I. Sunnlendingar.
Jóhann Hafstein, Reykjavík,
Rjörn Jóhannesson, Hafnarfirði,
Sigurgrímur Jónsson, Stokkseyri,
Eiríkur Jónsson, Skeiðahreppi,
Björn Finnbogason, Gerðahreppi,
ólafur B. Björnsson, Akranesi.
II. Vestfirðingar.
Helgi Hannesson, ísafirði,
Ásmundur B. Ólsen, Patreksfirði,
Björn Guðmundsson, Mýrahreppi,
Hallgríinur Jónsson, Grunnavikurhr.
III. Norðlendingar.
Karl Kristjánsson, Húsavík,
Sveinn Bjarnason, Akureyri,
Gunnar Jóhannsson, Siglufirði,
Jón Jónsson, Hofshreppi,
Jón B. Jóhannesson, Kirkjuhv.hreppi.
IV. Austfirðingar.
Hjálmar Jónsson, Neskaupstað,
Eirikur Helgason, Hornafirði.
Formaður hverrar nefndar er sá, sem
fyrsl er talinn, en formennirnir mynduðu
siðan nefnd, sem gerði tillögur um vænt-
anlega stjórn sambandsins. Nefndir þess-
ar lögðu fram uppástungur uin fulltrúa-
val, hver úr sinum landsfjórðungi.
ö. Lagðar fram tillögur fulltrúaráðs.
A. Utgáfa tímarits. Ivarl Kristjánsson
oddviti, Húsavík, var framsögumaður.
Benti hann á nauðsyn þess, að samband-
ið slæði að útgáfu tímarits að nokkru
eða öllu Ieyti, og lagði fram tillögu full-
trúaráðsins þar um. Tillögunni var vísað
til límaritsnefndar og verður síðar getið.
Aður en fleiri tillögur væru lagðar
frain, lýsti formaður því, að samkvæmt
beiðni hans mundi formaður trygginga-
ráðs, Gunnar Möller, nú flytja erindi um
almannatryggingar. í erindi þessu var
gerð g'lögg grein fyrir lielztu ákvæðum
áðurnefndra tryggingarlaga, einltum að
því er varðaði réttindi hinna tryggðu og
þær fjárhagslegar skuldbindingar, sem af
þeim leiðir. Var að erindi ]>essu gerður
hinn bezti rómur.
Var nú gefið kaffihlé frá kl. 4—5 síðd.
B. Tekjuöflun sveitarfélaganna og end-
urskoðun útsvarslaganna. Framsögu-
maður var Helgi Hannesson, ísafirði.
Ra'ddi hann einkum um þörf sveitarfé-
laganna fyrir nýja tekjustofna, þar sem
greinilega hafði komið í Ijós, að útsvörin
væru engan veginn einhlít til að full-
nægja greiðsluskvldu sveitarfélaganna,
en við þau vrði riii nær eingöngu að
styðjast. Gerði framsögumaður og ræki-
lega grein fyrir tillögum fulltrúaráðsins
um ]>essi efni, en öðrum tillögum fnll-
trúaráðs var útbýtt fjölrituðum á fund-
inuin.
Tillögurnar voru svo hljóðandi:
Tillögur fulltrúaráðs varðandi tekjuöflun
sveitarfélaga og endurskoðun útsvars-
laganna.
I. Landsþingi Sambands íslenzkra
sveitarfélaga 1946 er ljós nauðsyn
])ess, að upp verði teknir nýir tekju-
stofnar handa sveitarfélögunum, þar
sem áþreifanlega hefur komið í ljós,
'að sú einhliða tekjuöflun, er sveit-
arfélögin hafa nú — útsvarsálagn-
ingin — er ekki nægileg.
Þingið samþykkir því að skora á
stjórn sambandsins að beita sér fvrir
þvi við Alþingi og ríkisstjórn, að sú
hreyting verði gerð á tekjuöflunar-
löggjöf sveitarfélaganna, að upp verði
tekin ákvæði um nýja tekjustofna
eins og hér greinir:
1. Hverju sveitarfélagi heimilast að
leggja lágan veltuskatt á öll við-
skipti og atvinnurekstur, sem rek-
in eru innan þess.