Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Page 38

Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Page 38
34 SVEITARSTJÓRNARMÁL Hörður Bjarnason: Um skipulagsmál. Góðir áheyrendur. Ég hef verið beðinn að segja hér nokk- ur orð á þingi yðar um gang, framkvæmd- ir og fyrirætlanir i skipulagsmálum okk- ar. Er mér Ijúft að verða við þeirri ósk og þá sérstaklega að fá tækifæri til þess að liitta á sama stað svo fjölmarga full- trúa og forráðamenn sveitarstjórna, en dagleg störf min eru einmitt i þeirra þjón- ustu. Ég get að þessu sinni eigi lofað ýtar- legri greinargerð um slörf teiknistofu skipulagsins, en mun stikla á stóru um gang skipulagsmálanna almennt. Það, sem verið hefur fjðtúr um fót okk- ar, sem að skipulagsmálunum vinnum, er skortur sérfróðra manna lil starfa á leiknistofunni og til leiðbeininga úti um land. Arið 1938 var ég einn starfandi í þjón- ustu skipulagsnefndar að uppdráttagerð, en vegamálastjóri lagði til menn við mæl- ingar bæja. • • Þegar starf skipulagsstjóra var ákveðið af félagsmálaráðuneytinu 1944, urðu þær brevtingar, að starfsliði fjölgaði, þannig að nú starfa við stofnunina að auki einn fastráðinn mælingaverkfræðingur, tveir húsameistarar að skipulagsgerð og að- stoðarmaður einn. Enda þótt hér sé um framfarir að ræða frá því, sem áður var, er þörf enn meiri aðstoðar, og þá sérstaklega mælingar- fróðra manna, því að það eru einmitt mælingarnar, sem slaðið hefur á í fjöl- mörgum hinna skipulagsskyldu staða, en án þeirra verður grundvöllur ekki lagður undir hina vaxandi eða komandi byggð, og þarf eigi að fjölyrða um það. Mun ég innan skarnms fara þess á leil við félagsmálaráðuneytið, að það heimili ráðningu minnst tveggja mælingarfróðra manna ef ekki innlendra þá erlendra, því að minum dómi er óafsakanlegt að láta uppbyggingu fjölda þorpa og kaup- túna ráðast af tilviljun vegna skorts á mælingarmönnum. Enn fremur getur eng- inn krafizt þess, að þeir fáu menn, sem nú vinna að þessuin málum, geti verið á stöðugum hlaupum til þess að setja niður eilt og eitt bús á þeim stöðuin, sem eng- an skipulagsuppdrátt hafa getað fengið, vegna þess að mælingu vantaði. Uppdrættir eiga að liggja fvrir af hverj- um skipulagsskyldum stað, svo að eigi verði um villzt, hvernig bvggja eigi. Sainkvæmt skipulagslögunum er ]>að að vísu svo, að hreppsnefndum og bæj- arstjórnum ber sjálfum að sjá um, að mæling sé framkvæmd, og greiðir ríkið helming mælingarkostnaðar. Þessu þarf sennilega að breyta, því að reynslan bef- ur sýnt það, að sveitarstjórnum hefur yfirleitt reynzt örðugt eða jafnvel ómögu- legt að útvega slíka aðstoð. Því þarf það að vera svo, að teiknistofa skipulagsins sjái að öllu leyti um inælingarnar, eigi síður en skipulagsgerðina, og leggi til kunnáttumenn við mælingarnar. Til skamíns tíina hefur vegamálastjórn- in lagt skipulagsskyldum stöðum til mæl- ingarmenn og hefur þannig hlaupið vel undir bagga, en getur nú eigi lengur misst af verkfræðingur sinum til þeirra starfa, sakir stóraukinna framkvæmda hjá þeirri stofnun, enda eins og áður segir, frekar gert i greiðasemi við skipulagsmálin en að þeirri stofnun bæri að leggja til menn við mælingar. Um það þarf ekki að fara mörgum orðum, að hér þarf skjótra aðgerða við, sem til úrlausnar megi verða á rikjandi ástandi, því að einn einasti mælingarmað- ur fær ekkert ráðið við þau verkefni, sem framundan eru og hljóta að verða í marg- vislega aukinni mynd. Markmiðið er því

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.