Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Side 31

Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Side 31
SVEITARSTJÓRNARMÁL 27 á: 1) Ef lifeyrisþegi þarfnast sérstakrar umönnunar sakir sjúkleika eða ellilas- leika og getur því eigi komizt af með liinn almenna lifeyri, má hækka hann um allt að 40%. 2) Veila má bætur eiginkonu iífeyrisþega, enda ])ótt hún sé ekki fullra 07 ára eða sjálf öryrki, ef þess er talin þörf að undangenginni rannsókn á fjár- hag umsækjanda. Slíkar bætur skulu vera allt að 2160 kr. á ári á 1. verðlagssvæði, en 1620 kr. á 2. verðlagssvæði. — Ekki er ætlunin, að þessar heimildir verði báðar notaðar í einu, heldur verði i viðeig- andi tilfellum - ýmist lífevrisþega greidd uppbót á lifeyrinn vegna þarfar hans fvrir umönnun eða eiginkonu greiddar hætur fyrir að annast um lifevrisþega, sem þannig er ástatt uin. Lögin ganga lit frá því sem megin- reglu, að allir hafi sama rétt lil lífeyris, án tillits til efnahags og tekna, en með hráðabirgðaákvæði er svo fyrir mælt, að fyrstu ö árin skuli fullur elli- og örorku- lífeyrir þvi aðeins greiddur, að aðrar tekjur umsækjanda fari ekki fram úr fullum lífeyri. Séu tekjurnar hærri, lækk- ar lífeýririnn um helming þess, sein um- framtekjurnar nema. Miðað við vísitölu 600 fá því einstaklingar á 1. verðlagssvæði: með tekjur kr. 6600 fullan lífevri — — 7200 hálfan — 10800 engan á 2. verðlagssvæði: með tekjur kr. 2700 fullan lífeyri — — 5400 hálfan 8100 engan -— Um öryrkja á bilinu 50—75% gildir til bráðabirgða svolátandi ákvæði: „Meðan ekki eru sett lög uin opinbera aðstoð til öryrkja, sem misst hafa 50—75% slarfs- orku sinnar, er Tryggingastofnuninni heimilt að verja úr tryggingasjóði allt að 400 þús. kr. auk verðlagsuppbótar á ári lil stvrktar slikum mönnum, eftir regl- um, er tryggingaráð setur og ráðherra staðfestir." Þessar reglur hafa ekki enn verið settar, en gera má ráð fyrir, að úthlutun þessi verði vandasamt verk, sér- slaklega fyrir þá sök, að svo lítur út sein umsækjendur um styrk þennan verði all- miklu fleiri en áætlað hafði verið. Þá er næst að nefna barnalífeyri. Hann er áætlaður 5% milljón árið 1947. Rétl lil barnalifeyris eiga elli- og örorkulíf- eyrisþegar og ekkjur, sem hafa á fram- færi sínu börn sín innan 16 ára aldurs, þar með talin stjúpbörn og kjörhörn, — kjörbörn að jafnaði þó því aðeins, að þau hafi verið á framfæri umsækjanda í 5 ár, er hann öðlast bótaréttinn. Ógil't sambúðarkona látins manns hefur sama rétt og ekkja, — þó með vissum skilyrð- um. Þá eiga og munaðarlaus hörn rétt lil þess, að með þeim sé greiddur harna- lífeyrir. Þá er og' heimilt að greiða giftri konu barnalífeyri, ef maður hennar hefur horf- ið og óvist er, hvort hann er á lifi, eða ef maðurinn hefur verið dæmdur til fang- elsisvistar eða úrskurðaður á drykkju- mannahæli eða aðra hliðslæða stofnun. —- Um slikan lífeyri má endurkrefja manninn. Upphæð barnalífeyris er á 1. verðlags- svæði 2400 kr. og 1800 kr. á 2. verðlags- svæði með hverju barni. Lífeyri munað- arlausra barna er heimilt að hækka um allt að 50%, ef sérstaklega stendur á. Næstu 5 ár er heimilt að skerða barna- lífeyri eftir hliðstæðum reglum og þeim, sem gilda um skerðingu.elli- og örorku- lifeyris, og hefur tryggingaráð lagt til við ríkisstjórnina, að heimildin verði not- uð. Barnalifeyri má þó ekki lækka meira en svo, að tekjur og lífeyrir umsækjanda nerni þreföldum ellilífevri að viðbættum fullum barnalífeyri. Þá er svo ákveðið, að mæður óskilgel- inna barna og fráskildar konur, sem fá úrskurð yfirvalds um barnalífeyri með hörnum sínum, geti snúið sér til Trygg- ingastofnunarinnar með úrskurðinn og fengið lífevrinn greiddan þar. Hefur í samræmi við þetta verið svo ákveðið með

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.