Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Síða 40

Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Síða 40
36 SVEITARSTJÓRNARMÁL starfsemi. Var ætlunin, að 3—4 húsa- meistarar eða byggingarfróðir menn væru þar starfandi. Ynnu á teiknistofu skipu- lagsins að vetrinum að uppdráttagerð húsa og endurskoðun skipulagsins, en væru allt sumarið á ferðalagi milli hinna skipulagsskyldu staða og þar um kyrrt nægilegan tíma, sem mest væri fvrir þá þörl'. Verkefni þeirra væri einkum það að aðstoða hyggingarnefndir við að mæla fyrir húsalóðum, þar sem byggja skyldi þann og þann limann, ákveða húsalínur, lagfæra á uppdrætti það, sem lagfæringa virtist þörf. því að stundum getur komið fyrir, að of bókstafleg framkvæmd skipulagsuppdrátta getur haft óheppileg- ar afleiðingar i för með sér, sem mætti þó breyta með hægu móti, ef i tíma er tekið. /- Leiðbeiningin væri einnig í því fólgin að athuga byggingarumsóknir með bygg- ingarnefndum, og jafnvel leiðbeina um húsagerðina sjálfa, teikna hús fyrir ein- staklinga, þar sem því væri við komið, og viða er vissulega þörf í ríkum mæli, þar sem alls ekki næst lil kunnáttumanna. Ætlun mín var sú, að hinir 50—60 skipulagsskyldu staðir stæðu sjálfir að verulegu leyti undir kostnaði, sem þessu yrði samfara, en það vrði aldrei mikill haggi á hvern einstakan gjaldanda, og gæli að sjálfsögðu verið greitt með bygg- ingarleyfisgjöldum eitthvað hækkuðum, þannig að hvggjendur sjálfir stæðu strauni af þessum kostnaði, a. m. k. að einhverju leyti, sem sanngjarnt mætti teljast. líg tel hér um að ræða svo mikið og nauðsynlegt mál fvrir vel flesta skipu- lagsskylda staði, að ég leita fulltingis yðar á þessum vettvangi til þess að styðja málið, svo sem talið væri heppilegast af fundinum, enda þótt mér sé ljóst, að fé- lagsmálaráðhérrann sé málinu hlynntur og hafi lofað því sínum stuðningi, svo sem frekast væri unnt. Enn er þó heðið álits skipulagsnefndar, sem væntanlega ætti að geta komið áður en varir. Annað mál, sem ég hef á döfinni og mun næstu daga senda ráðuneytinu sem tillögur, varðar byggingarfulltrúastörl'in úti um land og undirbúningsmenntun til þeirra starfa. — í stultu máli eru tillögur mínar þessar: A hverjum einum skipulagsskyldum stað sé starfandi hyggingarfulltrúi sam- kvæmt hyggingarsamþvkkt, er sé fram- kvæmdastjóri byggingarnefndar og sjái um, að ákvæðum saiiiþykktarinnar sé fylgl og hyggt sé eftir lögfestu skipu- lagi. Fyrir alla hvggingarfulltrúa sé komið upp námskeiði í Reykjavík, er teiknistofa skipulagsins gangist fyrir í samráði við sveitarstjórnir. A námskeiðinu séu kennd undirstöðu- atriði þeirra helztu starfa, er byggingar- fulltrúana varða í framkvæmd bygging- armálanna, en helztu atriðin þessi: 1. Kennsla í einfaldri flatarmælingu, svo sem að mæla fvrir götum, húsum og lóðum. 2. Að ganga frá lóðarsamningum. 3. Eftirlit með frágangi járnbentrar steinsteypu og slyrkleikakröfum í sam- handi við venjulegar byggingarfram- kvæmdir. Námskeið þetta þyrfti ekki að taka langan thna, og boðað með þeim fyrir- vara, að allir skipulagsskyldir staðir gælu og yrðu raunar að senda þangað fulltrúa sína. Hef ég þegar fengið vilvrði góðra kunn- áttumanna um að taka að sér kennsl- una, þar á meðal byggingarfulltrúann i Reykjavík, sem er manna kunnugastur allri afgreiðslu byggingarmála í sambandi við hvggingarnefndir, enda haft á hendi umfangsmesta starfið i þeim máluin hér á landi. Eg vænti þess fastlega, að þessi ný- breytni megi verða til verulegs gagns víð- asl um landið og þáttur i þvi að samræma og samstilla byggingarmálin á hinum ýmsu stöðum. Þriðja og siðasta aðalmálið, sem teilcni- stofa skipulagsins hefur haft á prjónun- mn undanfarin ár í sambandi við fram-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.