Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Blaðsíða 37

Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Blaðsíða 37
SVEITARSTJÓRNARMÁL 33 lagðar fyrir félagsniálaráðherra lil st tð- festingar og síðan tilkynntar hlutaðeig- andi sveitarfélögum. Að fenginni stað- festingu félagsmálaráðherra skal fara fram atkvæðagreiðsla um, hvort koma skuli upp slíkum stofnunum, ef Trygg- ingastofnunin eða sveitarstjórnir eins eða fleiri sveitarfélaga óska þess. Atkvæða- greiðslan fer fram á sameiginlegum fundi sveitarstjórna í því umdæmi, er hlut á að máli. Ef meiri hluti er því fylgjandi, að komið verði upp slikum stofnunum. getur ráðherra ákveðið, að samþykktin sé hindandi fyrir öll sveitarfélög inniu umdæmisins eða umdæmanna, ef fleiri eru, og að þau sameiginlega skuli koma á fót slíkri stofnun innan þess tíma, er ráðherra ákveður. Jafnframt er þá Trvgg- ingastofnuninni skylt að greiða upphæðir þær, sem standa í ellistvrktarsjóðum hlutaðeigandi sveitarfélaga, upp í stofn- kostnaðinn. Heilsugæzlunefndir — eða tryggingar- nefndir, þar sem heilsugæzlunefndir eru ekki, — annast rekstur framangrcindru stofnana á áhvrgð hlutaðeigandi sveitar- félaga, svo og rekstur sjúkrahúsa, sem sveitarfélög eiga. Loks her sveitarfélögum að greiða slysatryggingargjöld, hæði áhættuiðgjald og atvinnurekandagjald (framlag at- vinnurekenda i hinn almenna trygginga- sjóð), vegna þeirra launþega, sem þau hafa í þjónustu sinni. Þá hafa verið rakin í aðaldráttum þau alriði tryggingalaganna, sem áhrif hafa á hag sveitarfélaganna. Ýmsum munu þykja kvaðir þær, sem á sveitarfélögin eru lagðar og nú hefur lýst verið, all- þungar, enda vantar það ekki, að komið hafi fram allmargar raddir uin það. Á móli kemur hins vegar mjög veruleg- ur léttir á framfærslubyrði, aukið félags- Iegt öryggi og bætt afkoma mikils fjöhla manna, sem kenmr væntanlega beint og óbeinl fram í auknu gjaldþoli einstaki- inga og sveitarfélaga. — Verða það mjög verulegar upphæðir, sem árlega hljóta að renna til fólks í hverjum hreppi á land- inu úr sjóði trygginganna. Svo að tekin séu nokkur dæmi, nemur fullur ellilit'- eyrir til 5 einstaklinga á 2. verðlagssvæði kr. 13500.00 (vísit. 300) og lífeyrir með hverjum 5 börnum 9000 kr. Fjölskyldu- bætur til manns með (> börn undir 10 ára aldri nema 2700 kr. á ári. Það liggur í augum uppi, að tryggmg- arnar eiga mjög mikið undir góðum skiln- ingi og velvild alls almennings, en ekki sizt þeirra manna, sem fara með stjórn sveitarmála. Heitir Tryggingastofnunin á allar sveitarstjórnir landsins um góða samvinnu, til að tryggja það, að með framkvæmd laganna náist sá árangur. sem að er stefnt, og mun stofnunin ekki láta sitt eftir liggja. Söfnun skýrslna um „vandræðafólk“. A síðasla pingi Samk. isL svcitarfélaga var samþykkt að kjósa þriggja manna ncfnd til þess að atliuga og undirbúa fyrir næsta þing sveitar- félaganna tillögur til lausnar á þvi mikla vanda- máli margra sveitarfclaga, livernig sliku fólki yrði l)ezt fundinn viðunanlegur samastaður án ]>ess kostnaðurinn við framfærslu þess yrði of tilfinnanlegur. Nefnd sú, sem þingið kaus til að vinna að þessum málum, sendi i marzmánnði s.l. lit bréf og skýrsluform til allra sveitarstjórna landsins, að Reykjavík undantckinni, og bað um upplýs- ingar um fávita og vandræðafólk á vegum sveit- arstjórnanna. í ágústmánaðarlok böfðu borizt svör frá ‘2. kaupstöðum (Hafnarfirði og Seyðisfirði) og frá 54 hrcppum. I’ess var óskað i bréfinu, að svörin vrðu komin fyrir 1. júli i sumar. I>að var greini- lega tekið fram, að svars væri óskað, þótt um ekk- ert „vandræðafólk" væri að ræða, til þess að tæmandi yfirlit fengist um þetta mál. Al' þcssu mega menn glögglega sjá, bvilik al- grciðsla yfirleitt er á málefnum sveitarfclag- anna. Einfaldar og óbrotnar skýrslur, sein fáar klukkustundir tekur að afgreiða, og í mörgum tilfellum nægja aðcins fáar linur í bréfi, cru ekki afgreiddar mánuðum saman og týnast svo og gleymast. Slik vinuubrögð eiga og verða að hætta. I>au tru ekki samboðin sveitarstjórnarmönnum. Sú er von mín, að ])eir oddvitar og bæjarstjór- ar, sem þcssar linur lesa og þá ciga enn ósvarað spurningum nefndarinnar, bregði fljótt við og scndi svör sin tafarlaust. Jónas Guðmundsson-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.