Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Side 27

Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Side 27
SVEITARSTJÓRNARMÁL 23 • mál tillaga frá fulltrúaráði, svo iið ég sleppi að minnast frekar á það atriði hér. Um b-liðinn vill stjórnin taka þetta fram: Fræðslu- og launalög eru nú alveg nýlega afgreidd frá Alþingi, og voru þar gerðar margháttaðar breytingar til bóta fyrir sveitarfélögin. Telur stjórnin því tilgangslaust, eins og nú standa sakir, að taka málið upp við ríkisstjórn eða Al- þingi, en telur rétt að bíða, þar til séð er noklcuð, hvernig hin nýju lög reynast í framkvæmd. Um c-liðinn — skennntanaskattinn kemur sérstök tillaga frá fulltrúaráði, og sleppi ég honum því hér. Um d-liðinn vill stjórnin taka þetta fram: Þegar stofn])inginu lauk, var enn ekki gengið frá hinum nýju almanna- tryggingalögum, sein mjög fara inn á þetta svið. Þau ganga nú í gildi að nokkru um næstu áramót og að fullu í ársbyrjun 1948, Auk þess er stjórninni kunnugt um, að nú stendur yfir endurskoðun á þeirri löggjöf, sem almannatryggingalögin gripa mest inn í, og' þar á meðal lögunum um sjúka menn og örkumla. Stjórnin telur því ekki ástæðu til að gera neitt sérstakt í þessu efni fyrr en séð er, hvernig öll þessi nýja lagasetning verður í framkvæmdinni. 2. A stofnþinginu var enn freniúr vísað til stjórnarinnar tillögu varðandi tekju- stofna sveitarfélaganna og útsvarslög- gjöfina. (Sjá l)ls. 11, 14. 2.) Xefnd þá, sem þarna getur um, skipaði stjórnin þegar á fyrstu fundum sinum eftir þingið. í henni áttu sæti: Jónas Pétursson, Hranastöðum, Evjaf., Eiður Guðmundsson, Þúfnavöllum, Bjártmar Guðmundsson, Sandi, S.-Þing. Xefndin skilaði áliti og tillögum til stjórnarinnar i árslokin 1945. Stjórnin fór þá fram á það við félagsmálaráð- herra, að hann skipaði nýja nefnd, er tæki alla tekjulöggjöf sveitarfélaganna og úlsvarslögin sérstaklega i'vrir. En á Alþingi, sem þá sat, komu um líkt leyti fram þingsályktanir um skipun slíkra nefnda. Varð þó ekki af því, að þingið afgreiddi þær tillögur, og hefur félags- málaráðherra fallizt á að skipa slíka nefnd frá næstu mánaðamótum. Gæti þó e. t. v. einhver breyting á því orðið í sam- bandi við stjórnarkreppu þá, sem nú stendur vfir. Þetta mál hefur fulltrúa- ráðið haft lil meðferðar og mun leggja fram um það ákveðnar tillögur. Máli þessu tilheyra einnig tillögur þær, sem getið er á hls. 12 undir c-, d- og e- liðum, um álagningu á Áfengisverzlun ríkisins og skiptingu útsvara, svo að ég sleppi einnig að gera sérstaka grein fyrir þeim, því að þær felast i tillögum fulltrúa- ráðsins. 3. Þá kem ég að þeim tillögum, sem var vísað lil athugunar stjórnarinnar, en þær er að finna á hls. 12, tölul. 3. Og er þá fyrst a-liður, en þar segir svo: a. „Stofnþing Sambands ísl. sveitarfé- laga telur þess brýna þörf, að bæjar- og sveitarfélög skapi sér nýja tekjustofna með víðtækum opinberum rekstri, þar sem við verður komið, svo sem með út- gerð togara og vélbáta, verksmiðjurekstri lil hagnýtingar íslenzkra afurða o. s. frv., eftir því sem bezt hentar á hverjum stað. Felur þingið stjórn sambandsins og fulltrúaráði að vinna að framgangi þess- ara mála, með því m. a. að aðstoða hæj- ar- og sveitarfélögin með útvegun teikn- inga, áætlana um stofnkostnað og rekstr- arkostnað fyrirtækja o. s. frv.“ Um þetta vill stjórnin taka fram: Eins og þeim er kunnugt, sem fylgzt hafa með störfum Nýbyggingarráðs, hefur alhnörgum af þeim nýju togurum, sem ákveðið hefur verið að kaupa lii landsins, verið ráðstafað til sveitarfélaga eða í samráði við þau, síðan síðasta þing var háð. Vitað er, að ýmis þeirra sveitar- félaga byggja á að reka skip þessi fyrir eigin reikning og stofna þannig til út- gerðarfyrirtækja í því skvni m. a. að afla sveitarsjóðum tekna með slíkum rekstri. Þeir kaupstaðir, sem nú þegar er á- kveðið, að fái togara til útgerðar m. a. i þessu skyni, eru:

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.