Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Síða 18

Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Síða 18
14 SVEITARSTJÓRNARMÁL 5. Þóknun til stjórnar sam- bandsins og aðkeypt vinna .................. — 3500.00 (). Eftirstöðvar til næsta árs ................... — 19533.42 Kr. 47033.42 Fjárhagsáætlun fyrir 1947. Tekjur: 1. Eftirstöðvar frá fyrra ári kr. 19533.42 2. Árstillög sambandsfélag- anna fvrir árið 1947 .... —- 28000.00 Kr. 47533.42 Gjöld: 1. Kostnaður við að senda fulltrúa á sambandsþing sveitarfclaga annarra þjóða kr. 5000.00 2. Skrifstofukostnaður sam- bandsins — 5000.00 3. Kostnaður vegna full- trúaráðsmanna við fund- arsókn og fundarhald . . 6000.00 4. Kostnaður við rit fyrir sambandið og til út- breiðslustarfsemi — 5000.00 5. Þóknun til stjórnar og aðkevpt vinna — 3500.00 6. Óviss útgjöld — 3000.00 7. Eftirstöðvar til næsta árs — 20033.42 Kr. 47533.42 II. Tillaga um árgjald 1946 og 1947. Fjárhagsnefnd leggur til, að árgjald sambandsfélaganna til sambandsins verði hvort árið, 1940 og 1947, 30 aurar fyrir hvern íbúa sveitarféláganna, að óbreyti- um öðrum ákvæðum 17. gr. sambands- laganna. III. Loks lagði nefndin fram tillögu um greiðslu lil fulltrúaráðsmanna vegna koslnaðar þeirra við fundarsókn og' fund- arsetu, og var hún samþykkt þannig orðuð: „Fjárhagsnefnd leggur til, að Samband isl. sveitarfélaga greiði fulltrúaráðsmönn- um öðrum en þeim, sem búa í næsta ná- grenni fundarstaðar, ferðakostnað þeirra að heiman og' heim samkvæmt reikningi þeirra. Enn fremur greiði Sambandið sömu mönnum dagpeninga kr. 60.00 -— sextíu krónur — fyrir hvern dag þess tíma, sem fundarsókn þeirra ásamt ferð- uin að heiman og heim nauðsynlega út- heimta.“ 9. Tímaritsnefnd skilaði áliti og lagði til, að tillaga lulltrúaráðs vrði samþykkt óbreytt, og var svo gert. Tillagan var þannig ásamt fundaráliti: „Landsþing Sambands islenzkra sveií- arl'élaga 1946 lýsir yfir því, að það telur rétt, að sambandið gerist meðútgefandi timaritsins „Sveitarstjórnarmál" að hálfu leyti, ef þess er kostur. Felur fundurinn stjórn sambandsins að leita samninga um þetta við rétta aðila. Takist samningar, er stjórninni falið að skipa ritnefnd af hálfu sambandsins. Nefndin er sannnála um að leggja til, að tillaga fulltrúaráðs verði samþykkt ó- breytt. Hún telur, að að því beri að stefna, að hvert sveitarfélag sambandsins fái ó- keypis eitt eintak af ritinu, og felur vænt- anlegri stjórn tímaritsins að taka það at- riði til athugunar." Framsögumaður riefndarinnar var Sigurgrímur Jónsson, Stokkseyri. 10. Löggæzlumálanefnd skilaði áliti, framsögumaður var Sveinn Guðmunds- son, Akranesi. Eftir nokkrar umræður var samþykkt svo hljóðandi tillaga: „Landsþingið samþykkir, að kosin verði nú á þinginu þriggja manna nefnd, er taki til rækilegrar athugunar alla skipun löggæzlu í landinu, og skili hún áliti sínu í frumvarpsformi lil stjórnar sambandsins fyrir febrúarlok 1947.“ 11. Allsherjarnefnd skilaði áliti mn til- lögur varðandi erindrekstur og út- breiðslu. Framsögumaður var Ólafur B. Björnsson, Akranesi, en hann var fram- sögumaður um öll nefndarálit allsherjar-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.