Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Side 39

Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Side 39
S VEl TA RSTJÓRNARMÁL 3f) ])i)ð að koma nú þegar npp sjálfstæðri deild mælingarverkfræðinga við teikni- stofu skipulagsins, sem sinnt geti að verulegu leyti þörfum liinna skipulags- skyldu staða að þessu leyti. Núverandi á- stancl er óviðunandi fyrir alla aðila. Um þetta atriði, svo og ýmis önnur, sen) ég mun ræða hér á eflir, j)arf að leita fulltingis og beinnar aðstoðar sveit- arstjórna, en það mun yðar, áheyrendur góðir, eigi síður áhugamál en mér. Vil ég þá fara nokkrum orðum um sjálfa skipulagsuppdrættina og eflirlit n)eð framkvæmd þeirra. Sumir kunna að ætla, að með full- komnum og snyrtilegum skipulagsupp- drætti sé öruggt um framliðarhvggðina. Því fer fjarri, að svo sé. Að sjálfsögðu er skipulagsuppdrátturinn sú undirstaða, sem sýnir markalínur gatna, byggingar- reita, opinna svæða, hverfaskiptingu og því um líkt, en byggingarframkvæmdirn- ar sjálfar lnisin, sem af grunni rísa, — eru mestu ráðandi um örlög grundvallar- ins, sem lagður er með skipulagsupp- drætti. Vaknar þá oft sú spurning, hvort við íslendingar séum orðnir nægilega þroskaðir í bæjarbyggingu lil þess að reisa okkur bæi úr varanlegu efni, þar sem enn er að mestu önumið eða lítt num- ið land, og að mínum dömi á sú spurning vissulega talsverðan rétt á sér. Fullyrði ég, að einmitt í þessum efnum erum við enn á byrjunarstigi og langt frá því marki, sem gera verður kröfu um, að náist. Með lélegri og ljótri byggð er unnt að gereyðileggja hið fegursta og hagkvæm- asta skipulag, en þar ræður að sjálfsögðu mestu smekkvisi og framsýni þeirra ráða- manna á hverjum stað, sem falið er það vandasama hlutverk að ráðstafa veruleg- um hluta þjöðarafkomunnar í byggingar- framkvæmdir og mannvirkjagerð. Það er skylda okkar að móta alla bvggð tandsins með því að færa í hentugan og fagran búning byggingarþarfir samtíðar- innar. Varðar það miklu, að byggingar- nefndir séu jafnan kröfuharðar í þessum efnum og jafnvel að þeir, sem teikna hús til bygginga, séu löggiltir af byggingar- nefndum, eins og á öðrum sviðum bygg- ingariðnaðarins, en slík ákvæði hafa nú verið sett í liina nýju byggingarsamþykkt Reykjavíkur, sem ég mun minnast á síðai. Byggingarnefndum ber að vera óvæg- um að láta álit silt í tjós um það, hvorl stefnan á að vera sú, að tilviljun ein ráði um uppbyggingu þá, sem skipulagið gerir ráð fyrir, — en fyrst og fremst ber þeim að sýna, að þær skilji til fulls þá ábyrgð, sem i umboði þeirra er falið og því starfi, sem þær takast á hendur, að vera dómur þeirra byggingarverðmæta, er bera eiga vitni menningarþroska þjóðarinnar um komandi tíma. Nefndarstörf byggingarnefnda eru því einna þýðingarmestu og ábyrgðarmestu störf í þágu bæjarfélaganna, þótt sú á- byrgð sé mönnum víða engan veginn eins ljós og vera skyldi. Lögum samkvæmt ber að hafa á hendi sainstarf milli skipulagsyfirvalda og bæj- arstjórna eða hreppsnefnda um eftirlit með framkvæmd skipulagsmálanna. Sakir takmarkaðra starfskrafta við skipulagsmálin hefur ekki verið eins hægt um vik og æskilegt væri að korna því eftirliti við, svo sem vera þyrfti. Hef- ur þetta eigi síður verið mér áhyggjuefni en fjöhnörgum yðar, er á mál mitt lilýðið. Þó hef ég reynt að greiða úr vandræðum eftir l)eztu getu, en einkum þó að ráða böt á þessu ástandi með tillögum til ráðu- neytisins, sem bætt gætu verulega úr eftir- titinu og lioinið að varanlegum notum. Fvrir tæpu ári sendi ég félagsmálaráðu- nevtinu tillögur mínar í þeim efnum. Mun ráðuneytið hafa sent þær skipulagsnefnd- inni þegar í stað, en hennar álit er ókomið enn, að því er ég bezt veit. I bréfi minu til ráðuneytisins bað ég um heimild til þess að setja á stofn við teiknistofu skipulagsins sérdeild, sem annaðist eftirlit og leiðbeiningar á hinum skipulagsskyldu stöðum, eftir að hafa fært ýtarleg rök fyrir nauðsyn slíkrar

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.