Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Blaðsíða 42

Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Blaðsíða 42
38 SVEITAItSTJ ÓRNAR MÁL ])ess, að þjóðin hafi ráð ú að byggja sér sæmilegan húsakost. Ai' eðlilegum ástæð- um hafa mörg vixlspor verið stigin í þess- um málum hér hjá okkur, en þeim fer óðum fækkandi, um leið og íslendingar læra að taka tæknina í þjónustu sína og læra að viðurkenna og sjá nauðsyn þess að fela kunnáttumönnum leiðsögn í þess- um málum, en þess her islenzk hyggð sið- ari ára órækt vitni, en ])ó að sjálfsögðu einkum í hinuin stærri bæjum. Hinn 27. júní 1921 eru lög um skipu- lag kauptúna og sjávarþorpa samin. Var ])að fyrir atbeina og áhuga hins gagn- merka iæknis og fræðimanns, próf. Guð- mundar Hannessonar, sem nú er nýlátinn. Með slarfi sínu og óþrjótandi áhuga vildi hann vekja þá, sem i þéttbýlinu búa, til aukins skilnings og nieðyitundar um Iiið vandasama hlutverk, sem landsmenn tak- ast á hendur, þegar þeir byrja flutning lir strjálbýli í þéttbýli, byrja að bvggja sér bæi og sjávarþorp. Guðmundar Hannessonar mun ætíð minnzt sérstaklega i sögu skipulagsmála okkar sakir framsýni og brautryðjanda- slarfs, því að hann vildi vissulega alla iíð sýna það og sanna, að við værum öðrum þjóðum eigi að baki i bvggingarlegri bæjarmenningu, ef við ættuin kost réttrar leiðsögu í þeim efnum. Það má án efa gagnrýna árangurinn til vorra tíma í einstökum atriðum, enda eru fá mál jafnmikil ágreiningsmál oft á tíð- um, og hverjum sýnist sitt. En því má ekki gleyma, að þegar skipulagslögin öðluðust gildi 1921, voru hér i landi að- cins örfáir menn, er nokkra sérþekkingu höfðu á þessum málum, en samt var grundvöllur lagður að skipulagi fjölda kauptúna og þorpa og byggingarsam- þykktir samdar. Var þetta allt gert á svipuðum tíina og' suniar aðrar Norðiir- landaþjóðir fengu löggjöf i þessum efn- um. Nú er fjöldi kunnáttumanna í landinu, sem er fús á að leggja lóð sitl á vogar- skálina, svo að við meguin mæla okkur við aðrar menningarþjóðir í framkvæmd Hreppsnefndarkosningar. Aukakosningar í hreppsnefndir hafa farið fram í nokkrum hreppum síðan 7. júlí 1946, er hinar almennu kosningar fóru fram, og er „Sveitarstjörnarmálum“ kunnugt um þær, er hér greinir: Miðneshreppur (Gullbr.s.). Uppkosning. Ólafur Vilhjálmsson, Sandgerði. Elías Guðnnmdsson, Sandgerði. Júlíus Eiríksson, Miðkoli, Miðnesi. Hjörtur E. Helgason, Melabergi. Axel Jónsson, Sandgerði. Oddviti er kjörinn: Ólafur Vilhjáhnsson. Á kjörskrá voru: 363. Atkvæði greiddu: 274. Hreppstjóri í hreppnum er: Gunnlaugur Jósefsson, Sandgerði. Sýslunefndarmaður var kjörinn: Ólafur Vilhjálmsson, Stórhöfða. Sandvíkurhreppur (Árness.). Lýður Guðmundsson, Litlu-Sandvík. Kristján Sveinsson, Geirakoti. Guðmundur Jónsson, Eyði-Sandvík. Sigfús h. Öfjörð, Norðurkoti. Sigurður Hannesson, Stóru-Sandvík. Oddviti er kjörinn: Lýður Guðmundsson. Hreppstjóri í hreppnum er: Lýður Guðmundsson, Litlu-Sandvik. byggingarmála miðað við getu og aðslæð- ur. — Okkur ber að taka upp merkið, þar sem brautryðjandinn skilaði okkur því, og vera þess minnugir, að við erum að skapa verðmæti fyrir komandi kyn- slóðir í starfi okkar öllu, og má þar aldrei ráða tilviljun um árangur. Vil ég að lokum biðja fundarmenn að votta minningu hins nýlátna brautryðj- anda íslenzkrar skipulagslöggjafar virð- ingu fundarins og þakklæti með þvi að risa úr sætum.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.