Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Blaðsíða 19

Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Blaðsíða 19
SVEITARSTJÓRNARMÁL 15 nefndar. Tillögurnar voru samþykktar, og voru þær svo hljóðandi: 1. Landsþingið heimilar stjórninni að ráða menn til útbreiðslustarfsins og greiða þar af leiðandi kostnað. 2. Landsþingið vill lieina þeirri ósk til allra fulltrúaráðsmanna og annarra þingfulltrúa, að þeir vinni að því við ná- grannasveitarfélög, sem enn standa utan við Samband íslenzkra sveitarfélaga, að þau gerisl þátttakendur. 12. Sama nefnd skilaði áliti um tillögu varðandi samkomutíma þings og fulltrúa- fundar. Tillagan ýar samþykkt, og var hún þannig: „Landsþingið lýsir yfir því, að það tel- ur rétt, að venjulegur samkomutími lands- þingsins sé í júní, en samkomntimi full- trúaráðs sé fyrri hluta októbermánaðar það ár, sem þing er ekki háð, en það ár, sem þing er háð, komi fulltrúaráðið sam- an næstu daga fyrir þinghaldið.“ 13. Nú mætti á fundinum Hörður Bjarnason skipulagsstjóri. Flutti hann erindi um skipulag og byggingar skipu- lagsskyldra staða, gerði glögga grein fyr- ir þörf á meira eftirliti með skipulags- og byggingannálum og benti jafnframt á þá erfiðleika, sem við befur þurft að stríða á þessu sviði, sakir skorts á kunn- áttumönnum um mælingar og bvggingar. Lýsti hann nokkuð tillögum, er hann hafði sent félagsmálaráðuneytinu til at- liugunar og fyrirgreiðslu og ætlað væri að bæta verulega úr þeim vandræðum, sem nú væru fyrir hendi á þessu sviði. Að tihnælum skipulagsstjóra risu fund- armenn lir sætum til virðingar við minn- ingu hins nýlátna forustumanns á sviði íslenzltra skipulagsmála, Guðmundar Hannessonar, fyrrv. prófessors. 14. Allsherjarnefnd skilaði álili um samstarf sveitarfélaga í menningarmál- um. Tillagan var samþykkt, en hún var þannig: „Landsþing Sambands íslenzkra sveit- arfélaga beinir því til bæjar- og sveitar- stjórna, að þær g'eri sitt til þess að hlynna að alhliða menningarstarfsemi, hver í sínu umdæmi, með því að kjósa einn eða fleiri menn lil þess að hafa eftirlit með aðhúnaði, umgengni og framkomu í um- dæminu og gera tillögur til bóta. Skulu fulltrúar þessir eða menningarnefndir gefa skýrslu til hlutaðeigandi sveitar- stjórnar, bæði uin það, er áfátt kann að þykja, og eins um það, er sérstaklega telst lil fyrirmyndar. Nánari tilhögun telur landsþingið, að geti verið á þessa leið: 1. í hverju bæjar- og sýslufélagi, sem þátt tekur í starfsemi sambandsins, sé kosið menningarráð. A. I bæjum 5 menn, er bæjarstjórn kýs lil 4 ára, á sama hátt og aðrar nefndir. Skulu þrír þeirra vera utan bæjarstjórn- ar, og a. m. k. tvær konur skulu vera í ráðinu. B. Á sama hátt kýs hver hreppsnefnd í þeim hreppi, sem er innan sambandsins, I mann til að taka sæli í menningarráði viðkomandi sýslu. í báðum tilfellum skulu kosnir jafnmargir varamenn. 2. Menningarráð bæjanna kýs sér — á fyrsta fundi - formann, ritara og gjald- lcera og heldur fundi svo oft sem þurfa þykir. Geta tveir ráðsmeun krafizt fundar. 3. Menningarráð sýslufélaganna kemur saman einu sinni á ári og skiptir með sér verkum á sama hátt og getið er í 2. lið. A þeim ársfundi skal ákveðið í aðal- atriðum, hvernig starfinu skuli hagað í hinum ýmsu hreppum. Hinn kjörni maður hvers hrepps er menningarfulltrúi í sinni sveit. Ber honum eftir megni að vinna að framgangi þeirra tillagna, sem ársfundur ráðsins ákveður hverju sinni. Til mála getur og komið, að fulltrúar tveggja eða fleiri hreppa, sem næst liggja eða bezt samgönguskilyrði hafa, vinni saman að Jausn verkefnisins. Kæmu þeir þá saman við og við og höguðu starfinu svipað þvi sem fáðin í bæjunum gera. 4. Menningarráð hinna ýmsu sveitar- félaga sendi Sambandi ísl. sveitarfélaga

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.