Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Blaðsíða 35

Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Blaðsíða 35
SVEITARSTJÓRNARMÁL 31 renna, enda þótt, sem sagt, segja megi, að bótanna só ekki eins mikil þörf þar og annars staðar. Á næsta ári greiða sveitarfélögin ekki íullt tillag eins og það er ákveðið í lög- unum, vegna þess að lögin koma ekki að fullu lil framkvæmda á því ári. En heild- artillagið lækkað um það, sem áætlað er, að framlag sveitarfélaga til sjúkrasam- laga og ríkisframfærslu sjúkra manna og örkumla muni nema á næsta ári, sem er ca. 2.7 milljónir. Verður tillag sveitarfé- laganna á næsta ári því 10 millj. og 350 þús., ef miðað er við vísitölu 290. Samkvæmt 115. gr. áællar Trvgginga- stofnunin fyrir fram árlegt framlag hvers sveitarfélags, og ber sveitarfélögunum að greiða % hluta áætlunarupphæðarinnar ársfjórðungslega, en lokaskil skulu gerð, þegar hlutur hvers sveitárfélags hefur verið endanlega ákveðinn. Þessi áætlun hefur þegar verið gerð og einslökum sveitarfélögum tilkynnt liún fyrir milligöngu sýslumanna. - En það verður að taka skýrt fram, að þessi áæll- un getur raskazt allmjög, eins og Ijósl er, þegar þess er gætt, við hvað áætlunin miðast. Um niðurjöfnun framlagsins gilda þessar reglur: Fyrst skal framlaginu jafnað niður á I ryggingarumdæmin þamiig: 1. Tveim fimmtu lilutum framlagsins skal skipta niður i beinu hlutfalli við samanlögð útgjöld almannatrygginganna í hverju umdæmi um sig. — (í áætluninni cr þessi skipting byggð á síðustu skýrsl- um um tölu gamalmenna og öryrkja og ástæður þeirra, tölu fyrirvinnulausra barna, barnafjölda pr. fjölskyldu, dauðs- föll, fæðingar o. fl. —• Skýrslur þessar eru ekki öruggar.) 2. Tveiin fimmlu hlutum í hlutfalli við skattskyldar tekjur einstaklinga og fé- laga i umdæminu samkvæmt siðasta skattaframtali. (í áætluninni er byggt á skattaframtölum fyrir 1944.) 3. Einuin fimmta hluta i hlutfalli við tölu ibúa á aldrinum 1 (>—67 ára í um- dæminu. — (í áætluninni er miðað við mannfjöldaskýrslur 1944, en nokkurt til- lit tekið til meiri háttar brevtinga, sein vitað er um.) Þannig eru tveir finmitungar miðaðir við það, hve mikils hinir tryggðu njóta, tveir fimmtungar við gjaldþol þeirra og einn fimmtungur við fjölda þeirra. Framlagi hvers umdæmis skal svo jafn- að niður á öll sveitarfélög í umdæminu þannig: 1. Einn þriðji hluti skiptist í beinu hlut- falli við skattskyldar tekjur einstaklinga og félaga í sveitarfélaginu árið áður. 2. Einn þriðji í hlutfalli við fasteigna- mat allra eigna í sveitarfélaginu. —- (I áætluninni er miðað við fasteignamat 1944 með hliðsjón af meiri háttar breyt- ingum, sem kunnar eru.) 3. Einn þriðji hluti skiptist í hlutfalli við fjölda íbúa á aldrinum 16—67 ára í sveitarfélaginu. I þessari skiptingu er því ekkert miðað við, hvers menn njóta, heldur að % við tekjur og fasteignir og að ]/s við mann- fjölda. Rétt er að taka það fram, að saman- lagðar áætlunarupphæðir þær, sein sveit- arfélögunum hafa verið tilkynntar, eru nokkru hærri en heildarupphæð tillags- ins. Stafar þetta bæði af því, að heppi- legra var talið að áætla heldur of en van, en einknm þó af hinu, að tekið var lillit til fólksfjölgunar á nokkrum stöðum, að- allega í Reykjavík, án þess að fært þætli að taka tillit til fólksfækkunar annars staðar á móti, sökum vantandi gagna. ■- Þessi mismunur verður að sjálfsögðu leiðréttur við endanlegt uppgjör, þegar öll gögn liggja fyrir. Til fróðleiks skal ég skýra frá því, hvernig áætlað er, að framlagið skiptist milli kaupstaða og sveita. Sú útkoma er þannig (í svigum tilfærðar upphæðir, sein varið hefur verið til trygginga og framfærslu á sömu stöðum samkv. sið- ustu skýrslum): Reykjavik .......... 6 000 000 (4 000 0001 Aðrír kaupstaðir . 2 348 000 (1 922 000) Sveitir og kauptún 3 862 000 (2 090 000)

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.