Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Blaðsíða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Blaðsíða 24
20 SVEITARSTJÓRNARMÁL Sigurjön Jónsson féhirðir og Björn Jóhannesson aðsloðarféhirðir. Formaður sambandsins var kjörinn af þinginu sjálfu. Stjórnin taldi ]>að vera eilt af höfuð- verkefnum sinum að revna að ná sam- handi við sem flest sveitarfélög, er ekki höfðu gerzt stofnendur 1945, og ákvað því að taka ríflegt upplag af stofnfund- argerðinni, sem hirtist allýtarleg í „Sveit- arsljórnannálum“, og senda öllum þeim sveitarfélögum, sem ekki höfðu enn gerzt þátttakendur, og hvetja þau jafn- framl lil þess að gerast félagar. Var þetta gert haustið 1945. Stjórnin varð þess brátt áskynja, að sveitarstjórnir mundu ófúsar að iaka ákvörðun um inngöngu i sam- bandið fvrr en eftir kosriingar þær, sem fram áttu að fara í janúar og júlí 194(>. Var það næsta eðliiegt, að sveitarstjórn- irnar vildu fresta þessu þar lil að ivosn- ingum loknuin, vegna þess að manna- skipti gátu orðið í nefndunum og réttara að hinar nýju sveitarstjórnir tækju þessa ákvörðun. Var því ákveðið að aðhafast ekki frekar í inálinu, fvrr en eftir að þær kosningar voru um gerð gengnar. Það var því fyrst i apríhnánuði 1940, sem stjórnin sltrifaði á ný um þessi mál og þá þeim kauþstöðum og kauptúnum, sem kusu í bæjarstjórnir og hrepps- nefndir í janúarmánuði s.l., en ekki voru þá komnir i sambandið. Þessi kauptún og kaupstaðir voru: Seyðisfjörður. Bíldudalur í Barðastr. Patreksfjörður í Barðastr. Suðureyri í ísafjs. Flateyri i Isafjs. Hólmavík í Str. Hvammstangi í Hún. Skagaströnd í Hún. Hrísey i Eyjafjs. Raufarhöfn i N.-Þing. Djúpivogur í S.-Múl. Síðan hafa þessir kauptúnahreppar gengið í sambandið: Patrekshreppur í Barðastr. Raufarhafnarhreppur i N.-Þing. Búlandshreppur (Djúpivogur) i S.-Múl. Eftir er þá af öllum kaupstöðunum, 10 að tölu, aðeins einn — Seyðisfjarðar- kaupstaður -, en af kauptúnahreppum, sem lil voru, er siðustu kosningar fóru fram, og samtals voru þá 24, eru 9 ennþá utan sambandsins. Má segja, að ekki vanti nema herzlumuninn, að allur þessi l'Iokkur sé koniinn í sambandið þegar eftir fyrsta slarfsár þess, og ef vel væri á haldið, ætli að mega vænta þess, að öll sveitarfélög í kaupstaða- og kauptúna- flokknum yrðu komin i sambandið, þeg- ar næstá þing verður háð. Um hinn flokkinn, hreppana utan kauptúna, gegnir nokkuð öðru máli. — Þegar sambandið var stofnað i fyrra, voru 31 slíkra hreppa meðal stofnendá. Þegar þess er gætt, að hreppar utan kaup- túna eru alls 183 á öllu landinu, er þetta ekki nema litið brot’ þessara sveitarfé- laga. Síðan á stofnþingi hafa þessi 1G sveit- arfélög verið tekin í sambandið: Patrekshreppur i V.-Barð. Reykjarfjarðarhreppur i N.-ís. Þverárhreppur í V.-Hún. Presthólahreppur i N.-Þing. Raufarliafnarhreppur í N.-Þing. Breiðdalshreppur i S.-Múl. Búlandshreppur í S.-Múl. Skriðdalshreppur i S.-Múl. Hvolhreppur í Rang'. Vestur-Eyjafjallahreppur í Rang. Fljótshlíðarhreppur í Rang. Kjalarneshreppur i Kjós. Kjósaihreppur í Kjós. Miklaholtshreppur í Iinapp. Lýtingsstaðahreppur í Skagafjs. Nesjahreppur í A.-Skaft. Eru því nú í sambandinu 49 hreppar úr þeim flokki sveitarfélaga, sem ekki teljast til kaupslaða og kauptúna. Hafa 18 þeirra bælzl við á þessu ári, og má af því sjá, að hreppsnefndirnar hafa viljað biða með ákvörðun sína fram yfir kosn- ingar. En ennþá er þetta ekki nema rúm- ur V.i liluti þessara sveitarfélaga, og fyrr en fullur helmingur þeirra er í samband-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.