Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Blaðsíða 48

Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Blaðsíða 48
44 SVF.ITARSTJ ÓHNARMÁL misst í af tekjum vegna sjúkdómsins. Giftar konur fá því aðeins greiddar sjúkra- bætur, þótt þær hafi unnið utan heimilisins, að maður þeirra geti eigi séð heimilinu farborða. Sjúkrabætur falla niður þann dag, sein hinn tryggði telsl vinnufær, enda þóll b.ann taki ekki til starfa eða vanræki að segja frá bata sinuin, og greiðast ekki Iengur en 2(5 vikur á 12 mánuðum. Haldi liinn sjúki þrátt fyrir sjúkleikann kaupi eða atvinnutekjum, sem er Iægra en sjúkrabótum nemur, greiðast sjúkradagpen- ingar þó aldrei hærri en svo, að þeir, að viðbættum tekjum, nemi einum fjórða meira en sjúkrabætur. Sé kaupið eða tekjurnar hærra, greiðast ekki sjúkrabætur. Ef hinn sjúki dvelur á sjúkrahúsi og á rétt á, að Tryggingastofnunin (sjúkra- samlag eða ríkisframfærsla) greiði dvalarkostnaðinn, lækka dagpeningagreiðslur til hans um jafnmikið og ellilífeyrir til einstaklinga fvrir sama timabil nemur, ef um kvæntan mann er að ræða, ella um % hluta. Réttur til sjúkrabóta fellur niður, ef sjúkdómurinn stafar af áfengisneyzlu eða öðrum orsökum, sem hinn sjúki sjálfur á sök á. Sjúkrabætur greiðast ekki vegna farsótta, þegar slíkir sjúkdómar ganga. Fastir starfsmenn, þ. e. þeir, sem ráðnir eru cða skipaðir til a. m. k. eins árs cða með þriggja mánaða uppsagnarfresti, skulu aldrei missa neins i af launum sínum t'yrstu fjórtán dagana eftir að þeir forfallast frá vinnu og eiga því ekki rétt til dagpeninga fyrir þann tíma. Sama gildir, ef þeir njóta kaupgreiðslu fyrir lengri tíma samkvæmt samningi, sérstökum lögum eða venju í starfsgrein þeirra. Þeir, sem ætla að sækja uin sjúkrabætur, skulu tilkynna Tryggingastofnun- inni eða (utan Reykjavikur) iunboðsmanni hennar (eða fulltrúa hans í hreppn- um) veikindin með læknisvottorði áður en 10 dagar eru liðnir frá þvi að sjúkdóm- urinn olli óvinnuhæfni. Umsóknir um sjúkrabætur skulu, ef óvinnuhæfnin varir fullan biðtima, sendar sömu aðilum ásamt tilskildum vottorðuin og upplýsinguin. Eyðublöð fyrir umsóknir og læknisvottorð fást hjá Tryggingastofnuninni (slysa- tryggingadeild) og utan Reykjavikur eftir 10. júli hjá umhoðsmönnuin, sem gefa nánari upplýsingar. Trvggingaráð getur ákveðið að greiða þeim, sem veikzt hafa fyrir 1. júli, þá eru veikir og óvinnufærir, og ekki njóta örorkustyrks, sjúkrabætur frá 1. júli, ef sjúkleiki þeirra hefur hafizt og valdið tekjumissi á síðustu sex mánuðum, enda greiðist dagpeningar þá eigi lengur en þar til liðnar eru 26 vikur auk biðtíma frá því veikindin hófust. Reykjavík, 28. júní 1947. Tryggingastofnun ríkisins. Hikisprentsmiðjan Gutenberg.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.