Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Blaðsíða 26
22
SVEITARSTJÓRNARMÁL
lögum frá fulltrúaráði, cr síðar verða
lagðar fram.
Erlend sambönd.
Stjórnin skrifaði þegar eftir stofnþing-
ið 1945 hliðstæðum samböndum á Norð-
urlöndum, tjáði þeim, að hér væri stofnað
samband sveitarfélaga og að við óskuð-
um eftir vinsamlegu samstarfi við þau,
eftir því sem við yrði komið.
Þau sambönd, sem við skrifuðum,
voru:
í Danmörku: Den danske Köbstad-
forening og De samvirkende Sogneraads-
foreninger.
1 Noregi: Norsk Byforbund og Norsk
Herredsforbund.
1 Svíþjóð: Svenska Sladsförbundet og
Svenska Landkommunernas Förbund.
Við liliðstæð sambönd í Finnlandi höf-
um við enn ekki náð sambandi að öðru
leyli en því, að við vitum nú orðið um
nöfn þeirra og heimilisfang.
Sambandið hér hefur skipzt á bréfum
við jiessi sambönd og fær rit þau, sem
þau gefa lit, en þau gefa öll út tímarit,
sem fjalla um málefni þeirra, og eru suin
hver rita þessara mjög stór á okkar mæli-
kvarða. Sambandi.ð hér hefur á móti sent
þeim „Sveitarstjórnarmál“.
Þrjú þessara sambanda hafa hoðið
okkur að sendá gesti á þing sín, sem hald-
in hafa verið eða verða haldin nú i ár.
Eru það Norsk Byforbund, Den danske
Köbstadforening og Norsk Herredsfor-
bund.
Stjórnin hefur lálið fulltrúa frá sam-
bandi okkar mæta á þeim tveim þingum,
sem þegar liafa verið haldin, en um eitt
þeirra hefur enn engin ákvörðun verið
tekin.
Fyrsta heimhoðið var frá Norsk Byfor-
hund, og mætti þar formaður þessa sam-
bands, en hjá Kaupstaðasambandinu
danska (Den danske Köbstadforening)
mætti varaformaður Sambands ísl. sveit-
arfélaga, Helgi Hermann Eiríksson. Við
höfum báðir skrifað um þessar ferðir
okkar í „Sveitarstjórnarmál“.
Norsk Herredsforbund hefur boðið
okkur að senda fulltrúa á þing sitt, sem
verða á 4. nóvember, og höfum við þakk-
að boðið og lofað ákveðnu svari um 20.
þ. m. Verður það hinnar nýju stjórnar að
taka ákvörðun uni það mál.
Sá siður hefur lengi haldizt á Norður-
löndum, að samböndin sendi gesti hvert
á annars þing, og er þetta skemmtilegur
og góður siður. Virðist mér sein við eig-
um að taka hann upp og hjóða þessum
frændum okkar hingað á hin reglulegu
þing oltkar. Skilja þeir að vísu lítið af
því, sem fram fer, en það hætir úr, að
margir hér geta talað við þá, svarað
spurningum þeirra og þeir l'engið þannig
glögga hugmynd urn starf okkar og við-
fangsefni. Það er ekki einskisvert fyrir
okkur, að slíkur fróðleikur berist til þess-
ara frændþjóða okkar. Kostnaðinn við
sendiför fulltrúanna ber að sjálfsögðu að
mestu leyti það samband, sem boðið
þiggur.
Önnur viðfangsefni stjórnarinnar.
A stofnþinginu var ymsum niálum vís-
að til stjórnarinnar, og skal ég nú vikja
að þeim lilillega:
A bls. 11 i stofnþingsfundargerðinni,
14. lið og áfram, er þessar tillögur að
finna:
1. Þar er fyrst samþykkt um „að fela
fulltrúaráði og framkvæmdastjórn að at-
huga og leggja fyrir næsta landsþing rök-
stull álit sitt á þessum atriðum:
a. Að allur kostnaður við löggæzlu í
landinu verði greiddur úr rikissjóði.
h. Að öll laun kennara við barna- og
unglingaskóla verði greidd úr ríkis-
sjóði.
e. Að skemmlanaskatlur renni óskiptur
til þess sveitarfélags, þar sem
skemmtunin fer fram.
d. Að lögum um rikisstyrk sjúkra
manna og örkumla verði breytt á
þann hátt, að sjúklingar, sem dvelja
i heimahúsum, verði einnig fulls
styrks aðnjótandi."
Hvað a-Iið snertir mun koma um það