Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Síða 25
SVEITARSTJÓRNARMÁL
21
inu, er ekki sæmilegt, og ekki vel fyrr en
þau eru þar öll.
Þegar kosningar höfðu farið fram 7.
júlí s.l., ákvað stjórnin að skrifa öllum
þeim sveitarfélögum, sem þá kusu
lireppsnefndarmenn, og fara fram á, að
þau gengju í sambandið. Var jiað bréf
svo hljóðandi:
„Eins og yður mun kunnugt, var stofn-
að samband með sveitarfélögum landsins
á s.l. ári. Þá þegar gengu í sambandið
flestir kaupstaðirnir og stærri kauptún,
en aðeins sárfáir hreppar utan kauptúna.
Síðan á stofnþingi hafa aðeins fáein
sveitarfélög bætzt A'ið, og þau, sem lcomið
hafa, einkum verið kaupstaðir og kaup-
tún. Stjórnin hefur og lítið eftir því leit-
að, þar sem kosningar voru fvrir dyr-
um í öllum sveitarfélögum landsins og
hún taldi því eðlilegt, að sveitarstjórn-
irnar vildu láta þessa ákvörðun bíða, þar
til nýjar kosningar liefðu farið fram.
Nú hafa þessar kosningar farið fram í
ölliun sveitarfélögum landsins, og teljum
vér nú tímabært að vekja máls á þessu
málefni á ný og hvetja til þess, að sveitar-
félögin gprist meðlimir sambandsins.
Nú þegar eru allir kaupslaðir landsins
i sambandinu nema einn og 18 kauptún,
en ekki nema 34 hreppar utan kauptúna,
en slikir hreppar eru samtals 183 á öllu
landinu.
Nú hel'ur verið kvatt lil fyrsta reglu-
Icgs þings sambandsins um miðjan októ-
bermánuð n. k., og er það mikið áhuga-
mál sambandsstjórnarinnar, að sem flest
sveitarfélög utan kauptúna gerist félagar
i sambandinu fyrir það þing, svo að þau
geti orðið samþykkt formlega af þinginu.
A Norðurlöndum, þar sem sveitarfé-
lagasambönd hafa starfað lengi, eru öll
sveitarfélög í samböndunum, og væntum
vér, að svo verði einnig hér á landi, áður
en langt uin Hður.
Vér sendum yður hér með sérprentún
af lögum sambandsins, er vér biðjum yð-
ur að úlbýta meðal hreppsnefndarmann-
anna, og áður höfum vér senl vður eintak
af fundargerð stofnþingsins.
Það eru nú vinsamleg tilmæli vor, að
þér, hr. oddviti, leggið hréf þetta fyrir
næsla fund í hreppsnefndinni helzt
fvrir 15. október í því augnamiði, að
hún taki það til athugunar, hvort ekki sé
rétt, að sveitarfélagið gerist meðlimur
Sambands íslenzkra sveitarfélaga nú þeg-
ar og helzt fyrir þingið í haust.
Ýmsar sveitarstjórnir settu fjárhags-
hlið málsins Áyrir sig i fyrstu, en nú er
Jiað sýnt, að hún skiptir mjög litlu
hreppsfélögin, og reynslan þetta eina ár
sýnir, að gjald það, sem þegar hefur verið
ákveðið — 25 aurar á íhúa í sveitarfélag-
inu - , er nægilegt til þess að standa und-
ir allri starfsemi samhandsins. Einliver
sveitarfélög munu hafa sett það fyrir sig,
að dýrt mundi að láta mæta á þinginu,
en hvort tveggja er, að ekki eru þing
nema annað hvert ár og oft liiá haga því
svo, þegar löngu fyrir er vitað um þing-
haldið, að samrýma má þingsetu við
ferðalög oddvita eða annarra hrepps-
nefndarmanna til Reykjavikur, en þar
ínunii þingin sennilega oftast verða
haldin.
Þá er og hilt, að sambandinu er mikill
styrkur að sveitarfélögum, jiótl þau geti
ekki látið mæta á þinginu nema við og
við.
Vér teljum, að hæði stofnþingið s.l.
sumar og starf það, sein þegar hefur verið
unnið, hafi gefið þá raun, að samtök
Jiessi muni geta orðið til hins mesta
gagns, ef sveitarstjórnirnar sameinast um
að gera þau sem öflugust þegar i byrjun.
Það eru vinsamleg lilmæli vor, að ])ér
látið oss vita, hverjar undirtektir þessi
málaleitun vor fær hjá lireppsnefndinni,
])ótt vér væntum ])ess, að þær verði að-
eins á einn veg, þann, að sveitarfélagið
gerist meðlimur í sambandi voru.“
Síðan þetta hréf var sent, hafa gengið
í sambandið 12 af þeim 18 hreppsfélög-
um, sem áður voru talin, og má það sjálf-
sagt bæði þaklca þinghaldinu og þessari
tilraun stjórnarinnar.
En hér þarf fastara á að róa, áður cn
langt uin líður, og keiuur það fram í lil-