Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Síða 47

Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Síða 47
SVEITARSTJÓRNARMÁL 43 Tilky nning um greiðslu sjúkrabóta (DAGPENINGA). Ákvæði almannatryggingalaganna um sjúkrabætur, 39. -44. gr„ taka gildi 1. júlí n. k., og hefjast greiðslur sjúkradagpeninga væntanlega í lok þess mánaðar. Réttur lil sjúkrabóta er bundinn eftirfarandi skilyrðum: I. að umsækjandi sé orðinn fullra 16 ára, ekki yfir 67 ára og njóti ekki örorku- bóta samtimis. 2 að umsækjandi hafi greitt að fullu áfallin iðgjöld til tryggingarsjóðs áður en veikindin hófust. 3. að sannað sé með votlorði atvinnurekanda eða á annan fullnægjandi liátt, að umsækjandi liafi hætt störfum á þeim tima, er læknisvottorð greinir, og kaup hans eða atvinnutekjur fallið niður vegna sjúkleikans að öllu eða mestu leyli. 4. að sannað sé með læknisvottorði, að umsækjandi hafi orðið að liætta störfum vegna sjúkleika, verið fullkomlega óvinnufær a. m. k. 15 daga og, ef hinn sjúki dvelur utan kaupslaða og kauplúna, þar sem læknar starfa, að hann hafi legið rúinfastur samkvæmt fyrirmælum læknis a. m. k. 7 daga sam- fleytt af þeim tima, þegar um legu utan sjúkrahúss er að ræða. Læknar leljast starfandi, auk þess kaupstaðar og kauptúns, þar sem þeir eru búsettir, i kauptúnum, þar sem þeir hafa ákveðinn viðtals- og vitjunartíma a. m. k. tvisvár í niánuði. Á'ottorð tveggja óvilhallra manna nægir sem sönnun þess, að rúmlega utan sjúkrahúss hafi verið óslitin frá þeim tíma, er Iæknir vottaði uppliaf og nauðsyn legunnar. Launþegar, þ. e. þeir, sem slarfa í annarra þjónustu, eiga rétl til sjúkrabóta. ef þeir eru fullkoinlega óvinnufærir a. in. k. 15 daga, og greiðast þá dagpeningar frá og með ellefta degi. Þeir, sem stunda eða reka sjálfstæða atvinnu, l'á rétt til sjúkrabóta frá og með sjöttu sjúkraviku. Einyrkjar geta þó átt rétt til dagpeninga eftir sama biðtíma og launþegar, ef ákveðin skilyrði eru fvrir hendi, sbr. lög um ahnannatryggingar, 42. gr. h. Hámark sjúkrabóta er: Fyrir kvænta karla, þegar konan vinnur eigi utan heimilis eða er atvinnulaus, kr. 6.00 á dag á I. verðlagssvæði og kr. 5.00 á II. verð- lagssvæði, og fyrir.aðra ltr. 5.00 á I. verðiagssvæði, en kr. 4.00 á II. verðlagssvæði, auk verðlagsuppbótar. Auk þess greiðast fjölskyldubætur með þremur fyrstu börn- um bótaþega undir 16 ára aldri, sem hann hefur á framfæri, enda njóti þau elcki Hfeyris. Sjúkrabætur mega þó aldrei fara fram úr % þess, sein hinn sjúki hefur

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.