Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1950, Blaðsíða 4

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1950, Blaðsíða 4
2 SVEITARST J ÓRNARMÁL Af þessum 187 sveitarstjómum eru 145 þeirra skipaðar 5 mönnum eða alls 725 full- trúum. 38 þeirra eru skipaðar 3 mönnum eða alls 114 fulltrúum. 4 þeirra eru skipaðar 7 mönnum eða alls 28 fulltrúum. Kosnir voru því samtals 867 hreppsnefnd- armenn. Allmargar hreppsnefndir voru að öllu end- urkosnar. Aðrar með íneiri eða minni breyt- ingum, en í einstaka hreppum var algerlega skipt um hreppsnefndarmenn. Hrcppsnefndir kjósa sér oddvita úr sínum hóp, og voru 146 oddvitar endurkosnir. Kosnar voru í hreppsnefnd, að þessu sinni 3 konur. Við kosningarnar 1946 voru 2 kon- ur kosnar í hreppsnefnd og voru þær báðar endurkosnar nú. Hér á eftir fer svo skrá um kosningarúrslit- in 25. júní s. 1. Er þar farið eftir skýrslum, sem oddvitum voru sendar til útfyllingar. Yfirleitt bárust svör greiðlega, en nokkur drógust þó úr hömlu. Skráin liefst á Gullbringusýslu en lýkur á Árnessýslu. Þeirra hreppa, er kosið var í 29. jan., er getið á tilheyrandi stöðum, en vísað að öðru leyti til fyrri frásagnar um kosningar- úrslít þar. Greint er frá nöfnurn og heimilis- fangi allra hreppsnefndarmanna, odd- vita, sýslunefndarmanna og hrepp- stjóra í liverjum lireppi, þann dag sem skýrslan er útfyllt. Þá er og skýrt frá fjölda kjósenda á kjörskrá og hversu margir neyttu atkvæðis. Þar sem kosning var hlutbundin er getið listanna og þeirra aðila, er að þeim stóðu, ef um nokkur slík heiti var að ræða. Bókstafurinn innan sviga, aftan við nafn lireppsnefndarmanns, sýnir af hvaða lista hann var kosinn. Gullbringusýsla. Grindavíkurhreppur: Einar Kr. Einarsson, Hólum, Kristinn Jónsson, Brekku, Sigurður Gíslason, Hrauni, Svavar Ámason, Garði, Tómas Þomaldsson, Gnúpi. Oddviti er kjörinn: Svavar Árnason. Á kjörskrá voru: 291. Atkvæði greiddu: 176. Sýslunefndarmaður: Guðsteinn Einarsson, Húsatóftum. Hreppstjóri í hreppnum er: Guðsteinn Einarsson, Húsatóftum. Hafnahreppur: Eggert Ólafsson, Vesturhúsum, Ketill Ólafsson, Kalmanstjöm, Haukur Claessen, Flugvellinum, Þorsteinn Kristinsson, Kirkjuvogi, Jón Sigurðsson, Junkaragerði. Oddviti er kjörinn: Eggert Ólafsson. Á kjörskrá voru: 57. Atkvæði greiddu: 26. Sýslunefndarmaður: Jón Jónsson, Hvammi. Hreppstjóri í hreppnum er: Guðmundur Jósefsson, Staðarhóli. Miðneshreppur: Sjá kosningar í kaupstöðum og kauptúnum (Sandgerði). Gerðahreppur: Björn Finnbogason, Gerðum, Þórður Guðmundsson, Gerðum, Guðmundur Jónsson, Rafnkelsstöðunv Þorlákur Benediktsson, Akurhúsum, Eiríkur Bmijólfsson, Utskálum. Oddviti er kjörinn: Bjöm Finnbogason. Á kjörskrá voru: 272.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.