Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1950, Blaðsíða 43

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1950, Blaðsíða 43
SVEITARSTJÓRNARMÁL 41 að það hafi verið tilætlun löggjafans, að bæj- arfélög skyldu vera hlutgeng í skiptingu skattsins samkv. 3. gr. lagarina ef þau fengju skatt samkv. 2. gr. þeirra, enda þótt sá skatt- ur kynni einungis að nema lítilli fjárhæð. Er því ekki hægt að taka kröfur stefnda til greina. Þá verður heldur ekki séð, að heimilt hafi verið við skiptingu skattsins, að ganga fram hjá tekjuskatti þeirra hreppa, sem stríðsgróðaskatt höfðu, þar eð tekið er fram í 3. gr., að fénu skuli skipt í hlutfalli við þann tekjuskatt, sem tilfellur í viðkomandi sýslufélögum, án þess að nokkuð sé þar und- anskilið. Verður því að fallast á með stefn- anda, að einungis hafi verið farið að lögum við úthlutun skattsins f\'rir árið 1942, og ber því að taka kröfu stefnanda til greina, enda hafa fjárhæðirnar ekki sætt andmælum." Hæstiréttur staðfesti dóm undirréttar í máli þessu og segir í niðurlagi í forsendum dómsins: „I málinu eru ekki fram komnar ástæður, er hér ræðir um, frá berum og skýlausum ákræðum laga um stríðsgróðaskatt, lögum nr. 10 1941 og lögurn nr. 21 1942. Ber því að staðfesta hinn áfrýjaða dóm.“ ❖ Samkvæmt dómi þessum eru nokkrar lík- ur til, að þörf verði talin á að endurskoða út- hlutun stríðsgróðaskattsins, þar sem sumum sýslu- eða bæjarfélögum kann að hafa verið greitt meira en þeim bar, að lögum, en öðr- um minna. FRA FELAGSMALARAÐUNEYTINU. .T . . _ ... . A. flutti frá Rvík, urn Næturstaður, þ.ionusta og fæði, ákvarða mánaðarmótin ágúst— framfærslusveit. sept ^ út á ]and { því skvni, að því er virðist, að taka sér þar fasta búsetu annars staðar. Hann settist að í hreppnum B, þar senr móðir hans átti heima. Dvaldi á heimili hennar og skrifaði sig þar. Síðari hluta októbermánaðar fór hann til Rx íkur og var til heimilis hjá föður sínum um nokkra daga. Að þeim tíma liðnum fór hann til baka og tekur að vinna í kaupstaðn- um C, sem er grannsveit hreppsins B, og dvelur jöfnum höndurn í hreppnum B og kaupstaðnum C. Samkvæmt vottorði vinnuveitanda A. hafði A. unnið hjá honum á tímabilinu 29. okt. 1945 til 5. febr. 1946 og fengið hjá hon- um fæði þennan tíma, annað en kvöldmat. Ennfremur liafði það komið fyrir að A gisti hjá vinnuveitandanum, en það hafði verið sjaldan. Ilúsráðandinn í húsi því í hreppnum B, þar sem A dvaldi, lýsti aftur á rnóti yfir því, að A hefði aðeins dvalið þar á heimili hans sem gestur og ekkert greitt fý'rir dvöl sína þar, auk þess hafi dvöl hans þar ekki verið samfelld. Ráðskona húsráðanda var móðir A. A var hvergi skráður á manntal. 7. nóv. 1945 var kveðinn upp skilnaðarúr- skurður, er lagði A á herðar greiðsluskvldu með konu og barni. Reykjavíkurbær innti af höndum greiðslu samkv. úrskurði þessum, en krafði síðan kaupstaðinn C um endur- greiðslu. Kaupstaðurinn C. synjaði um greiðslu, þar eð A væri ekki sveitfastur þar. Var nú hreppurinn B krafinn urn greiðsluna, en hann synjaði einnig. Málið kom því til úrskurðar hjá sýslumanni. Sýslumaður kvað upp úrskurð þess efnis, að þar sem í ljós hefði konrið, að maður þessi ætti hvergi heimils- fang, og ekki væri unnt að upplýsa í hvorum staðnum hann dvaldi 7. nóv. þá skyldi lirepp- urinn B og kaupstaðurinn C teljast fram- færslusveitir A, að hálfu hvor. Upplýst virtist að flutningur A frá Reykja- vík hefði rofið tengsl hans við þann bæ, svo að framfærsluskylda útilokaðist. Úrskurði sýslumanns var áfrýjað til félags málaráðuneytisins, sem felldi hann úr gildi,

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.