Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1950, Blaðsíða 45

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1950, Blaðsíða 45
SVEITARST J ÓRNARMÁL 43 hreppsnefndannenn fyrir næsta kjörtímabil, sem á þeim lista eru, samkv. skýlausum ákvæðum kosningarlaganna (sjá 27. gr. sveitarstjómarlaganna og 106. gr. laga um alþingiskosn ingar). Engin ákvæði eru til í lögum, sem heimila ráðuneytinu að fyrirskipa kosningu á ný, vegna almennrar óánægju yfir því hvernig til hefur tekizt um kosninguna, ef hún á annað horð hefur farið frarn lögum sam- kvæmt. Heimild sú, sem veitt er í 5. gr. laga nr. 81/1936, til að efna til nýrra kosninga á aðeins við, þegar kosningar farast fvrir eða hreppsnefnd verður ekki fullskipuð. Ráðuneytið brestur því alla lagaheimild til þess að fvrirskipa, að uppkosning skuli fara fram í N. N. hreppi, eins og beiðst er í bréfi hreppsnefndarinnar, og breytir það engu um, þótt margir kjósendur hafi óskað þess skrif- lega.“ (Urskurður 29. sept. 1950). skyida að kjósa 1 sveitarfélagi nokkru, þar hiutbundinni sem fullir ^4 íbúanna vom kosningu, þar búsettir í kauptúni, komu eru búsettir í fram tilmæli um, að kosning kauptum. til hreppsnefndar yrði óhlut- bundin. Leitað var umsagnar félagsmálaráðu- neytisins um hvort slíkt væri heimilt. Úrskurður ráðuneytisins féll á þá leið, að slíkt væri óheimilt. Segir svo í úrskurðinum: I 17. gr. sveitarstjómarlaganna er svo fvrir mælt, að hreppsnefndir í hreppum, þar sem fullir 34 lilutar íbúanna eru búsettir í kaup- túni, skuli kjósa hlutfallsskosningu. í sömu lagagrein segir ennfremur, að sama gildi um kosningar í öðrum hreppum, ef 1 /1 o hluti kjósenda krefst þess bréflega við odd- vita kjörstjómar 6 vikum fyrir kjördag, þó nægir að 25 kjósendur krefjist þess. Af þessu ákvæði laganna má glöggt sjá, að það er ófrávíkjanleg regla að kjósa hrepps- nefndir í hreppum, þar sem fullir $4 hlut- ar eru búsettir í kauptúni, hlutfallskosningu. Ennfremur er það aðalregla, að kjósa skuli hreppsnefndir í þeim hreppum, þar sem 34 hlutar íbúanna eru ekki búsettir í kauptúni, óhlutbundinni kosningu. En samkv. ný- nefndu niðurlagsákvæði 17. gr. sveitarstjóm- arlaganna má þó levfa hlutfallskosningu í þessum hreppum, ef tiltekinn fjöldi kjósenda krefst þess. Af framansögðu leiðir, að ekki er heimilt að hafa óhlutbundna hreppsnefndarkosningu í N. N. hreppi, þar sem meira en 34 hlutar íbúanna eru búsettir í kauptúni. (Úrskurður 4. nóv. 1949). Oddviti nokkur sendi félags- Hvað er kauptún. „ .. , malaraðuneytinu skeyti og spurðist fyrir um, hvort kauptún væri ekki háð sömu stærðartakmörkum og verzlunarlóð sú, er kauptúnið stæði á. Símsvar ráðuneytisins var svo: Með kauptúni er átt við hina samfelldu byggð þótt utan verzlunarlóðar sé, enda hafi fólkið á því svæði tekjur sinar og framfærslu af öðru en landbúnaði. Hreppsnefnd ákveður samkvæmt manntah, hvort 34 íbúanna séu búsettir í þéttbýli, en verði ágreiningur á ráðuneytið úrskurðarvald. (Úrskurður 29. des. 1949). ,,Sveitarstjórnannámál“. Sveitarstjórnannenn eða aðrir lesendur eru vinsamlega beðnir að láta ekki undir höf- uð leggjast að tilkynna ritinu hið fyrsta, ef þeir verða varir við missagnir í skránni um úrslit sveitarstjómarkosninganna. * Forsíðumyndin er frá Hólum í Hjaltadal. 'l'ekin af Guðna Þórðarsyni á minningarhátíð Jóns biskups Arasonar og sona lians nú í sumar.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.