Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Blaðsíða 37

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Blaðsíða 37
SVEITARST J ÓRNARMÁL 33 komið fyrir, þótt afar fátítt sé, að hrepps- félag hefur algjörlega gefizt upp, neitað að kjósa sveitarstjóm og yfirleitt vanrækt að uppfylla þær skyldur, sem sveitarstjórnarlög- in leggja hreppsfélögum á herðar. Slíkt má ekki koma fyrir. Ég veit að Samband ísl. sveitarfélaga og starfsemi þess muni fyrir- byggja hvílík tilfelli, en einmitt stuðla að meira og betra starfi hjá hinum einstöku sveitarstjórnum. Hér eru rnættir gestir Sambands ísl. sveit- arfélaga, fulltrúar frá frændþjóðum vorum á Norðurlöndum. Frá Danmörku, Finn- landi, Noregi og Svíþjóð. Þessir vinir okkar og frændur mæta hér fyrir sambönd sveitar- félaga í þessurn löndum. Ég vil leyfa mér í nafni ríkisstjómarinnar, að bjóða þá vel- komna. Vér íslendingar emm Skandinavar að uppruna, tungu og allri menningu og vér viljum vera það. Vér viljum hafa sem mest og fjölþættust sambönd við Norðurlanda- þjóðirnar. Þess vegna gleðjumst vér ávallt innilega þegar góðir gestir frá þessurn lönd- um heimsækja okkur. Ég segi þess vegna: Verið hjartanlega velkomnir til íslands og til hinnar íslenzku þjóðar. Háttvirtu þingfulltrúar: Ég endurtek árn- aðaróskir mínar til þessa fjórða þings Sam- bands ísl. sveitarfélaga og vona, að störf þess verði í sama anda og áður, til þess að efla og styrkja hin íslenzku bæjar- og sveitar- félög til blessunar fvrir þjóðina alla. ★ NÝR BÆJARSTJÓRI. Friðfinnur Ámason, framkvæmdarstjóri, var á síðast liðnu hausti kosinn bæjarstjóri á Húsavík, í stað Karls Kristjánssonar, alþm., er gegnt hafði bæjarstjórastarfinu til bráða- birgða. Framlöé til hygéinéarsjóðs ■verh.aman.nam Stjórn Byggingarsjóðs verkamanna liefur farið fram á það, að ráðuneytið úrskurði hvort innheimta skuli vísitöluálag á tillög þau, sem sveitarsjóðum og ríkissjóði ber að greiða samkv. 1. og 2. tölulið 3. gr. 1. nr. 44/1946, og ef svo sé ekki, hvaða upphæð beri þá að krefja þessa aðila um. Ráðunevtið telur að athuguðu rnáli, að breytingar þær, sem gerðar voru með 1. nr. 22/1950 um gengisskráningu 0. fl., hafi þau áhrif á greiðslur sem þessar, að færa beri grunngjaldið, sem ákveðið er í 1. nr. 44/1946 til samræmis við þá gengisbreytingu, sem með lögunum var gerð, en jafnframt falli niður vísitöluuppbótin. Fyrir því telur ráðuneytið rétt að sveitar- félög þau, sem ákveðið hafa fjögurra krónu gjald á íbúa til byggingarsjóðs greiði tólf krónur, en sveitarfélög, sem ákveðið hafa sex krónu gjald á íbúa greiði átján krónur, og að ríkissjóði verði gert að greiða sömu upphæðir miðað við íbúafjölda kaupstaða þeirra og kauptúna, sem greiðslur inna af liendi til byggingarsjóðs. Þetta tilkvnnist yður hér með. F. h. r. Jónas Guðmundsson. (sign.) Ofanritað bréf, dags. 30. sept. 1950, sendi fé- lagsmm. stjórn byggingarsjóðs verkamanna og þvkir rétt að birta það í Sveitarstjórnarmál, þar sem þar er kveðið á um, h\rer vera skuli framlög úr sveitarsjóð- um og ríkissjóði til byggingarsjóðs verkamanna. ★ FORSÍÐUMYNDIN er frá Þingvöllum, tekin nú í sumar af Guðna Þórðarsyni, blaðam.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.